Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 Fyrir skömmu hjeldu brúðkaup sitt í Aþenu Páll ríkiserfingi, son- ur Georgs Grikkjakonungs, og Frederika (eða Margarita, eins og hvm er kölluð nú), dóttir hertogans af Brúnsvík. Myndin er tekin af brúðhjónunum ásamt brúðkaupsgestum. T. h. við brúðhjónin er móðir brúðarinnar, þá Georg Grikkjakonungur og hertoginn af Kent. það tvíhlóð jeg á stuttri stund rjett utan við Viðeyjartaglið. Þá fengu menn oft góðan afla hjer í sundunum og á Kolla- firði. Fiskur er þar enn, ef menn bæri sig eftir honum þeg- ar hann gengur. Og jeg tala nú ekki um Hvalfjö»-ð. Þar er alt af fiskur. Hann fer að ganga í Hvalfjörð. um lokin, opna bugtina inn í djúpið. Það er ekkert að marka þótt ekki verði vart fyrir utan fjörð. Fisk- urinn legst 1 Hvalfjarðardjúpið, þorskur, skata og vsa,en djúpið nær frá Grafarmel og alla leið inn undir Fossá. Þegar afi minn var að alast upp á Hurðarbaki í Kjós, var það venja á haust- in, þegar útfall var í rökkrinu, að fara niður í fjoru og seila upp skötu, sem lá 1 lónum. Margan góðan dráttinn hefi jeg fengið í Hvalfirði. Einu sinni fekk jeg þar 12 lúður í einum róðri. Sú þyngsta var 180 pund. Jeg seldi þær dönskum manni á 10 aura pundið. Thomsen bauð mjer sex aura í pundið, en 15 aura daginn eftir. í Hvalfirði hlýtur að vera gott að fiska í net, en þau þurfa að vera djúp og með sterkum teinum. Og minst 10 net á bát, svo að það er nokkuð dýr út- gerð. Þá eru nú góð miðin á Gjögrahrauni og í Grænál, út af Hvaleyri. Eða þá í krikan- um sunnan við Rennurnar og þar meðfram hálsinum. Það eru öruggustu fiskimið, sem jeg þekki, en fáir rata nú á þau, eða vita hvenær á að fiska þar. Og svo er Leiran vestur af Rennunum, mið þegar Varma- lækjarmúli er kominn fram undan Akrafjalli. Þar var það talið mannsverk að draga 20 skötur á klukkutímanum, og einu sinni dró jeg þar 80 skötur á fjórum klukkutímum. ójá, margt hefir maður nú reynt, karl minn, en heilsan er fyrir öllu. Og hún hefir verið stálslegin altaf. Fyrir 9 árum kom þó einhver lympa í mig. En þá var jeg læknaður í draumi. Og það var nú svo, að mig dreymdi að jeg var kominn austur á Þingvöll og sat þar á steini svo sem línulengd frá öxará. Sá jeg þá tvo menn ganga suður með og stefna að Kárastaðavör. Horfði jeg nokk- ura stund á eftir þeim, en er jeg leit mjer nær, sá jeg að maður sat við hliðina á mjer. Hann spurði hvort við ættum ekki að fara á eftir hinum, og heldum við svo á stað. En þeg- ar kom vestur með ósnum kvaðst jeg ekki vilja fara lengra; jeg væri ónýtur í fót- unum til gangs, en það væri annað ef jeg væri kominn aust- ur yfir .ósinn. Hann kvað ein- hver ráð myndi vera með það að koma mjer þangað. Og svo er ekki að segja af því, að við svifum þarna yfir og lentum á sljettri klöpp með grasi grón- um lautum tveggja megin. Þá segir maðurinn: Þú ert lasinn. En það getur skeð að jeg geti hjálpað þjer. Þá þarf jeg að reisa hjer tjald. Og áður en orðinu slepti var tjaldið komið. Þar lagði hann mig á eitthvert hægindi og stakk málmplötu, með álímdum áletruðum blöðum beggja meg- in, í brjósvasa minn. Setti þá að mjer hroll. Lá jeg svo nokkra stund og kólnaði meir og meir. En úti við tjalddyr var hrúga af einhverjum hvítum slæðum. Tókust þær nú á loft og lögð- ust yfir mig. Fór mjer þá þeg- ar að hlýna aftur og smáhlýn- aði þangað til mjer var farið að líða vel. Þá vaknaði jeg og var albata. Síðan hefi jeg ekki kent mjer neins meins, nema hvað jeg fæ köst í höfuðið stöku sinnum og gleymi þá öllu. En svo er jeg ágætur á milli. Og sjónin er nokkuð góð ennþá, og skapið sama og það var. Það er satt. Sigurður hefir ekkert elst seinustu 10 árin. A. ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.