Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 6
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSTN'S Furstadæmið Liechtenstein C1 letti niaður upp í alfræðiorða- bók, til þess að fá eittlivað að vita um Lieehtenstein, fær mað- ur þar þessar upplýsingar: Furstadæmið er sambandsríki Sviss, undir stjórn Franz I. fursta. Það er 159 km5 ^ð flatarmáli og hefir 11.000 íbúa. Tal- og ritmálið er þýska. Trúarbrögðin rómversk- kaþólsk. Aðalatvinnuvegir: Akur- j'rkja og vínrækt. Þetta er alt og sumt sem sagt er um furstadæmið Liechtenstein. En Liechtenstein er ekki minsta ríki í Evrópu. Að flatarmáli er fúrstadæmið Monaco minna, og hvað íbúatölu snertir er það stærra en lýðveldið Andorre í Pyreneafjöllum. En landið er þó að ýmsu leyti svo merkilegt, að vert er að vita meira um það en sagt er í venju- legri alfræðiorðabók. * urstadæmið er ekki gamalt, var stofnað árið 1719, er austurrísku greifadæmin Vaduz og Schelienberg voru sameinuð, og fyrst í stað var það þýskt sam- bandsríki. En eftir stríðið milli Austurríkis og Prússlands, og þar til heimsstyrjöldin skall á, var það talið hluti af Austurríki. Furstinn bjó í Vínarborg, en land hans heyrði lagalega undir dóm- stólana í Tj'rol. Eftir heimsstyrjöldina losnaði Liechtenstein úr sambandinu við Ausfurríki, og varð lítið dverg- ríki í sambandi við Sviss. * Nú er Liechtenstein eiginlega aðeins lítill hluti af Graubúnden- fylkinu, en á að heita sjálfstætt. Síðan 1929 fer furstinn þar með æðstu völd með þingið sjer við hiið. Sviss hefir eftirlit með og stjórn á fjármálum fylkisins, en Liechtensteinbúar vilja ekki heyra það nefnt, að Svisslendingar hafi nokkuð j'fir þeim að segja. Þeir telja sig algerlega sjálfstæða og vilja ekki hejrra annað. * egar maður kemur til Liecht- enstein, eftir Rínardalnum, frá Sviss, er manni greinilega gef- ið það í skyn, að nú sje maður kominn inn í nýtt land. Að vísu eru þar engir landamæraverðir, en strax og komið er inn fyrir landa- mærin, rekur maður angun í skilti með eftirfarandi áletrun: Verið velkomin í furstadæmið Liechten- stein! Og undir íkjaldarmerkjum ríkisins stendur skrifað: Kaupið leiðarvísi ríkisins um fylkið! Hann er gefinn út að tilhlutun Franz fursta I. Ágóðinn rennur í ríkissjóð. Það er ekki algengt, að æðstu valdsmenn ríkja láti semja leiðar- vísa um lönd sín, og tekjurnar fari beina leið í ríkissjóð! En það er margt fleira skrítið í Liechtenstein en þetta! Þannig kemst maður að raun um það, við lestur leiðarvísisins — sem er mjög dýr eftir atvikum — að í landinu er hvorki járn- braut nje ritsími, að það er ekki nema 20 km. á lengd, og þar hefir ekki verið neinn her síðan 1867. Aftur á móti hefir furstadæmið flota til yfirráða — fjóra verslun- arpramma, sem sigla um Rín og Bodenvatn. * Pá segir og frá því í leiðar- vísinum að höfuðborg lands- ins sje Vaduz, með um 1100 íbúa. Ferðalangur, sem er á leið til Austurríkis, mun ekki iðrast eft- ir að staldra við í Vaduz, áður en hann heldur yfir landamærin. Þjóðvegurinn, sem liggur inn í borgina, er að vísu heldur slæmur — þó hann sje besti vegur í land- inu — malbikaður hjer og þar, en annars einlægar holur. Liechtensteinbúum er það ljóst, að vegirnir þeirra eru ekki sam- bærilegir við vegi í öðrum lönd- um, en hinsvegar hugsa þeir sem svo: Til hvers ætti að vera að bæta vegina. Það noti þá sjaldan aðrir en þeir sjálfir. Og þeir kæra sig kollótta. Höfuðborgin er einstök í sinni röð. Furstahöllin Hohen Liechten- stein stendur á kletti, sem gnæfir hátt yfir bæinn, hún er líka það eina, sein minnir á höfuðborg. Eins og títt er um marga smábæi á þessum slóðum er aðalkjarni borgarinnar pó;thús, lögreglustöð — þar sem Liechtensteinlífvörð- urinn heldur til — nokkrar krár og auk þess nokkrir bóndabæir. Blasa mj-kjuhaugar þeirra við sjónum manna frá aðalgötunni! * En hinir 1100 íbúar bæjarins láta sig það litlu skifta. Þeir vita, að höfuðborgin þeirra myndi ekki standast samltepnina við margar aðrar höfuðborgir, en aftur á móti er þeim hitt ljóst, að þeir eru aðnjótandi margra lífsins gæða, sem aðrar þjóðir geta aðeins látið sig dreyma um. Fjrrst er nú það, að landsmenn borga sáralítinn skatt. Ekki þarf að krefjast skatta í vegabætur. Annað er það, að Liechtenstein- búar eru algerlega lausir við land- varnaskjddu, og þurfa ekki að „vera í hernum“, svo og svo lengi, af þeirri einföldu ástæðu, að land- ið hefir engan her. En það be?ta af öllu er líklega það, að atvinnuleysið er nær al- gerlega óþekt fyrirbrigði í land- inu, nema þá rjett að nafninu til. Þar er að jafnaði nóg að gera, og vanti íbúana atvinnu geta þeir fengið eitthvað að gera í Sviss. Aftur á móti geta Svisslendingar ekki komið í atvinnuleit til Liecht- enstein. Svo var um samið milli Liechtenstein og Sviss, er póst- og tollmál furstadæmisins voru færð undir Sviss. * ífið í þessu dvergríki er ró- legt og friðsamlegt. Endr- um og eins er rifist um pðlitík á kránum. En það líður aldrei á löngu, áður en óróaseggirnir sef- ast, við glas af hinu góða og ó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.