Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sæluvikci Skcigfirðinga. Sjeð með augum Stefáns Vag'nssonar, Hjaltastöðum Þetta er sann nefnd sæluvika, sú á skilið lof og prís. Skift ’enni mundi margur hika, móts við ár í Paradis. Syona líta Skagfirðingar á sæluviku sína, eða a.m.k. sá, sem setti þessa vísu saman, og mundi mörgum langt geng- ið, að vilja ekki hafa skifti á henni og heilu ári í alsælunni. En það kemur líkl. til af þeim efa, sem lýsti sjer í svari Hjálm ars Hjálmarssonar (Hauganes- Hjálmars) er einhver sagði við hann að kona hans, er þá var nýdáin, væri sæl að losna hjeð- an. „Ó já, maður veit altaf hverju maður sleppir, en ekki hvað maður hreppir“. Ekki veit jeg með neinni vissu, hvenær sýslufundarvikan náði þessari hefð og hylli, sem aldrei mun verða frá henni tekin. Fyrir og eftir aldamótin var brennivínsöld mikil og drykkjur stórar um það leyti á Króknum, svo það var ærið er- indi þeim, sem voru við það kendir. En einnig höfðu menn gaman að fylgjast með ýmsum þeim málum, er komu fyrir sýslunefndina, og þá sjerstak- lega útsvarskærunum er áttu drjúgan þátt í að menn fjöl- mentu þangað, því þá hafði sýslunefnd æðsta úrskurð í þeim málum. Voru þær oft margar, því menn voru þá her- skáir og vildu lítt búa undir ósvinnu hreppsnefndarinnar, er altaf átti að hafa á röngu að standa í þeim málum, eftir því sem lýðurinn áleit. Tóku þær einatt langan tíma, og sóttu kærendur og hrepps- nefndir mál sitt fyrir sýslu- nefndinni ,sem fyrir kviðdómi. Urðu þá stundum allheitar um- ræður, og þótti áheyrendum það hin besta skemtun, er vaskir menn áttust við. Svo var farið að leika sjón- leiki. Fyrst í pakkhúsi einu miklu, er Poppsverslun átti. Má nærri geta að þar hefir verið kalt og óvistlegt, en menn gerðu heldur ekki háar kröfur til þægindanna þá. Síðan kemur Good-Templarahúsið upp og þá var um langt bil ráðin bót á samkomuhúsleysinu, og pakk- hústímabilið þar með úr sög- unni. Good-Templarahúsið var gott hús á þeim tímum, enda leikið í því enn fullum fetum, og þar heldur sýslunefnd fundi sína. Löngu seinna bygði U.M.F. Tindastóll ágætt samkomuhús, er Bifröst heitir. Einnig hefir verkamannafjel. Sauðárkróks komið sjer upp fundarhúsi. Þegar húsrúm var orðið svo mikið urðu skemtanirnar fjöl- breyttari. Samsöngvar voru haldnir, bíósýningar, sjónleik- ir og fyrirlestrar fluttir. Auk þess, eftir að Framf.fj. Skagf- var stofnað, stofnaði það til um- ræðufunda seinni hluta sælu- vikunnar, með völdum ræðu- mönnum. Var þar oft lagður grundvöllur að þeim málum, sem síðar urðu hin mestu nytja- mál fyrir hjeraðið, og unnið ó- sleitilega að þeim. Þrátt fyr- ir pólitískan skoðanamun gátu menn staðið hlið við hlið um heill hjeraðsins, eins og góðum drengjum sómdi. Þá má ekki gleyma dansin- um, sem einatt hefir verið að- alskemtun unga fólksins. Var stundum dansað nætur allar, sjerstaklega seinni hluta vik- unnar og jafnvel í öllum þrem- ur samkomuhúsunum samtímis. Altaf hrúgaðist fólkið svo hundruðum skifti á Krókinn Mikið orð fer af hinni svonefndu „sæluviku“ Ska^firðinga, eða hjer- aðsmóti því sem haldið er á Sauðárkróki í sam- bandi við sýslufundinn ár hvert. Lítið mun þó hafa verið ritað um samkomu þessa eða há- tíðahöld. Eftirfarandi frásögn hefir Stefán bóndi Vagnsson að Hjaltastöðum sent Les- bók. sæiuvikuna. Oft var akfæri gott um það leyti (í febr. og mars), mátti þá sjá heilar lestir af sleðum á ferð út eylendið, fullum af fólki og þá stundum farið greitt ef færið var gott. Var þá einatt sungið og hátt kveðið á sleðunum, því gleðin greip um sig, strax og var á stað farið. F.n eríiðast var að fá hús fyrir hestanna er á Krókinn kom og vantaði þó ekki vilja hjá þeim þar, að bæta úr því á allan hátt. Hest- ar voru settir á fjósbása, tómar hlöður, skúra og hvar sem hægt var, og svo var farið með þá á næstu bæi. Þetta breyttist mik- ið er hið myndarlega hesthús var bygt á Króknum, að miklu leyti fyrir samskot og svo veitti sýslunefnd það, sem á vantaði að það kæmist upp. Nú er það að verða óþarft, alt er farið í bílum, vetur, sumar, vor og haust. En fólkið munið þið spyrja, hvar kemst það fyrir? Ja, það er nú bara það undar- lega við þetta alt saman, að þó að íbúatala Sauðárkróks nær því tvöfaldist um sæluvikuna, fá allir aðkomumenn fæði og húsaskjól hjá Sauðkrækingum. Gistihúsið er auðvitað yíirfult, en þannig er líka með prívat- húsin, alt er fult af fó!ki, og alt er í tje látið með gleði og ánægju-af hendi húsráðenda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.