Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 5
Það er ekki óvanalegt að vera ávarpaður þannig á götunni, af Sauðkrækingum: „Hvar holað- ir þú þjer niður?“ „Hefirður borðað nokkuð í morgun?“ „Viltu ekki koma heim og fá þjer bita með okkur, eða mið- dagskaffi?" Og sje þessu neit- að, er sagt í lægri róm „Viltu þá ekki koma heim og fá þjer strammara? Þú ert svo djeskoti rotinpúrulegur eftir nóttina“. Einhvernveginn hef jeg grun um, að því sje sjaldan neitað. Aldrei heyrist kvartað undan á- troðningi. Nei, það er nú eitt- hvað annað. Það er eins og Sauðkrækingum finnist aldrei sje ofgert fyrir aðkomufólkið, og hitt það vanalega, að það fæst ekki að launa risnuna, þó menn vilji. Þetta hefir mjer fundist hámark gestrisninnar, í þessu gestrisna hjeraði. Petta getur maður nú kall- að almennar hugleið- ingar um sæluvikuna. En ef þú vilt, lesari góður, kynnast henni betur, komdu þá með mjer í huganum á þessa, sem nú er nýafstaðin. Jeg fór úteftir síðustu daga vikunnar. Nú sest maður í bíl- inn. Það var nú reyndar venju- legur mjólkurflutningsbíll, full- ur af mjólkurbrúsum, en auk þess nærri jafnmargir menn, sem verða að troða sjer á bíl- inn úti og inni. Já hvað skyldi blessaður frændi minn, Björn Blöndal löggæslumaður segja um þetta. Sá mundi hafa út- varpað nokkrum skrokkum, uns honum hefði þótt hleðslan „normal“ og hættulaus. „Er ekki Geir búinn að setja vega- bann?“ spyr einhver. Því nú er hláka og rigning og hvergi snjó að sjá, nema í háfjöllum. „Ekki á mjólkurbílana“, segir annar. En nú lofa allir ham- ingjuna fyrir, að þessir mætu menn, eru báðir búsettir á öðru landshorni. Nú er haldið á stað og með sama er byrjað að kveða, því með einhverju verða þeir að halda á sjer hita, sem úti sitja. „Þegar finst mjer lífið ljett, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS löngum gleymist varinn. Sjái jeg einhvern sólskinsblett, svo er jeg þangað farinn. Bíllinn dregur illa, því hlass- ið er ógurlegt, og þeim mun ver, sem lengur sækist lejðin. Hana, þarna stansar hann, kemst á stað aftur dálítinn spöl, stansar enn, og þannig mjökumst við áfram. Hvað gengur að skrjóðnum? spyr einhver. „0, ætli hann sje ekki búinn að fá mæðiveikina“, seg- ir annar, og eftir það furðar engann, þó hann færi ekki hart. Loksins erum við komin á Krókinn, og nú er kvikt á göt- unni. Heilir hópar koma út úr sölubúðunum, og aðrir inn, í þeirra stað. Þarna er verið að enda við söngskemtun, og þar flæðir fólkið út úr samkomu- húsinu. Já, en hvað er að fást um slíkt, þó allir sitji nú ekki heima í þessari blíðu. Við för- um inn til einhvers kunningj- ans og förum úr ferðafötunum. Já ekki hefir hann farið var- hluta af aðsókninni. Hjer hef- ir verið fult af næturgestum. Ekki fær maður að fara út, fyr en kaffi er drukkið til að taka úr sjer ferðahrollinn. En að því loknu er svo farið út í býinn. Alstaðar eru auglýsingar á hverjum staur, hvaða skemtan- ir sjeu í boði í dag. Þarna er auglýst að leikin verði „Ráðs- kona Bakkabræðra“ og ofar, annað leikrit, sem heitir: „Við þjóðveginn“. Tveir menn eru að tala saman hjá staurnum. „Ætlar þú á Þjóðveginn“ spyr annar. „Nei, jeg held jeg fari nú heldur að sjá Ráðskonuna", segir hinn. Jeg tek undir með honum í huganum, því af þjóð- veginum er jeg búinn að fá nóg á leiðinni og öllum þeim hnykkjum og skrykkjum sem jeg varð fyrir og vil endilega snúa mjer heldur að „Ráðs- konunni“. Jeg næ í aðgöngu- miða, en leikurinn byrjar ekki fyr en í kvöld, svo eitthvað verður maður að gera þangað til. Eins og ráðsetur maður, sem kemur htngað ekki eingöngu sollsins vegna, geng jeg inn á 117 sýslufundinn. Þar er nú heldur fáment af áheyrendum, því nú eru engar útsvai’skærur leng- ur á hans vegum. Þarna situr oddviti sýslunnar fyrir miðju borði, skörulegur að vanda, og við hans hægri hlið, hinn virðulegi „sekreteri“ sýslu- nefndar Guðmundur á Hraun- um. En nú skrifar Guðm ekk- ert „ósjálfrátt", því hver dags- fundargerð er samþ. óbreytt hjá honum, óðar en hún er upp lesin. Þarna situr síra Arnór með brimhvítt skegg um bringu alla. Það sópar altaf að honum hvar sem hann fer. Mjer dettur altaf í hug mynd, sem jeg sá af Tolstoy, er jeg sje karlinn. Mjer sýnist hann vera með daufara móti. Ætli það sje Elli, sem nú sje búinn að taka hann fangbrögðum. Ekki er það ólíklegt því hann er kominn á áttræðisaldur og lief- ir aldrei hlíft sjer við líkam legu eða andlegu erfiði. Nú, ætli það sje ekki af hinu, að hann sakni vinar síns og kollega síra Hallgríms Thor- laciusar í Glaumbæ, sem nú er farinn úr sýslunefndinni og af landi burt — „og drakk nú með djörfuir . rekkum Þeir nefnilega fjörguðu hver annan upp og þar með alla sýslunefndina. Því ekki voru þeir að jafnaði sama sinnis, um hin veraldlegu málin. Leið aldrei sá fundur að þeir ættu ei „turniment“ saman og brutu margar burtstengur jiver fyrir öðrum, þó þeir köstuðu ei hver öðrum af baki, því svo fast sátu þeir í söðlum sinna röksemda. Þarna eru ýmsir gamalkunnir sýslunefndarmenn, Tómas á Bústöðum, Hermann á Mói, Jón á Stað, Jón í Bæ og Jón Bakka- skáld. Það er verið að slíta fundinum í þetta sinn, sem hef- ir verið næsta rólegur, því „— þar eymdi ei hjá skálum of ófríðarbálum. Vart vonsku í sálum, nema — í vegamálum. Niðurl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.