Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 6
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skemfiferð fif Islcmds fgrir 325 árum. Hjer birtist síðari kafli af ferðasögu Pól- verjans Daniel Streyc, er hingað kom árið 1613 eða 1614. Þar sem fyrri kaflanum lauk var hann á Albingi við Öxará. Biskupinn, sem hann var samferða heim í Skál- holt og: getur um í bess- um kafla, hefir verið Oddur Einarsson. Asama þinginu hittum við bisk- upinn, er tók okkur með virktum, er við sögðum honum hverjir við værum, og hvert væri erindi okkar. Hann bauð okkur að sínu borði. og eftir að þingið var úti, tók hann okkur með sjer til Skálholts. Við vorum hjá honum í 4 daga og 4 nætur, eftir því sem dagar þar eru reiknaðir. Þar lifð- um við við allsnægtir, enda feng- um við alt sem hann best gat í tje látið. Við fengum t. d. bæði steikt og soðið kjöt og fisk, og einkum alveg sjerstaklega góðan lax. Það versta var, að alt var soðið og steikt saltlaust. En þarna var altaf borið salt á borð, svo við gátum saltað matinn eftir því, sem okkur þóknaðist. En íslend- ingarnir notuðu alls ekki saltið, því þeir voru einu sinni orðnir því vanir, að salta ekki mat sinn. Eitt sinn fengum við nautakjöt að borða, sem var soðið árið áður, en ekki yfir eldi, eða í neinum potti, heldur í hinum heitu laug- um, sem eru þarna svo heitar, að hægt er að sjóða í þeim. Slíkt kjöt geyma þeir eins lengi og þeir geta. Þeir hafa það hangandi uppi í rjáfrinu svo það líkist hangikjöti. Það er alveg bragðlaust, svo það er alveg eins að tyggja eins og kaðalspotta. Brauðið voru menn líka mjög sparir á. En við feng- um þó altaf eitthvað af því. Tvennskonar ágætt öl fensrum við, Hamborgaröl og lýbskt 51. Þegar nú 5. dagurinn í Skál- holti rann upp og við fórum að týgja okkur til brottferðar, sýndi biskup okkur eunþá betur gest- risni sína, með því að láta fram- reiða handa okkur mikilfengleg- an morgunverð. Sjálfur tók hann þátt í honum, ásamt konu sinni, börnum og öðrum ættingjum. Til þess að sýna okkur ennþá meiri heiður, skipaði hann svo fyrir, að sótt yrði ein kanna með víni, ein með því besta öli sem hann átti, ein með hunangi og ein með brennivíni, og fimta kannan með mjólk. Þega þessu öllu hafði verið blandað saman í „bollu" drakk heimilisfólkið okkur til í drykk þessum. En er það kom í ljós að okku líkaði ekki sem best blanda þessi, þá hófðu þau hana handa sjer, og drukku hana út, en við fengum öl fyrir sig og vín fyrir sig er okkur fjell mjög vel. Er við síðan lögðum af stað, gaf biskup okkur 20 álnir' af klæði því er þeir kalla „vatmal" (vað- mál), og framleiða þar í landi, og bætti þar við tveimur skeiðum, annari úr horni, en hinni úr hvals- tönn. Honum var þó þetta ekki nóg, heldur afsakaði hann það mikillega við okkur, að hnn skyldi ekki gefa okkur neina peninga, „því af þeim hefi jeg enga", sagði hann. En slíkt hafði okkur aldrei til hugar komið, því við sáum vel, að það þvert á móti vorum við, sem hefðum átt að borga honum fyrir allan hans greiða við okkur, en það gátum við ekki nema með því einu að fullvissa hann um þakklæti okkar og viðurkenning fyrir velgerðir hans. Auk alls þessa lánaði hann okk- ur hesta og gaf okkur meðmæla- brjef til hins konunglega höfuðs- manns, þar sem hann fór fram á, að hann tæki okkur með á skip sitt. Þá fyrst kvaddi biskup okk- ur, ljet okkur í tje fylgdarmann og alt það nesti sem við þurftum til ferðarinnar. I bakaleiðinni urðum við sem áður að fara yfir hræðileg fjöll, kletta, vötn og mýrar, og lentum oft í mikilli hættu, uns við loks komumst til strandar, þar sem „kongsgarðurinn" er. Þar var höfuðsmaður enn, og þar var tekið hjartanlega á móti okkur. * Petta er þá frásögnin um veru okkar á eyju þessari. Nú er eftir að segja fáein orð im heim- ferðina. Höfuðsmaðurinn hefði viljað, samkvæmt ósk biskups, taka okk- ur á skip sitt. En þar eð full- skipað var í öll rúm á skipi hans sendi hann okkur í bát út í annað skip sem þar var frá Hamborg, og ljet útvega okkur far hjá kaup- manni þeim, er tekið hafði það skip á leigu, og borgaði strax farið fyrir okkur, en það vissum við ekkert um fyrri en seinna, og borguðum því fyrir okkur bæði fargjald og fæði. Við vorum 3 daga hjá kaup- manninum í landi, og fyrst á 4. degi sigldum við úr höfn. I upp- hafi fengum við jafnan hægan byr, en síðar því nær logn. Er við vorum komnir suður á milli Skot- lands og „Hyllands", skall á okk- ur ofviðri mikið, sem óx sífelt í 3 sólarhringa. Ofviðri þetta var miklu meira, en það er við hrept- um á norðurleiðinni, þá gátum við, með því að slaga, komist of- urlítið áleiðis, en nú var slíkt öldungis ómögulegt, því hásetar vorir urðu að draga saman hvert segl, og láta skipið reka á reið- auum. Það var ákaflega erfitt að halda sjer á þilfarinu, og urðum við því allir að hafast við í káetunni, þar eð enginn okkar kærði sig um að honum skolaði fyrir borð, eða hann yrði gegnvotur í öldunum, sem skullu hvað eftir annað yfir skipið, svo menn urðu að ríghalda sjer til þess að fara ekki útbyrðis. Hve hræddir við vorum og skelfdir, geta þeir einir gert sjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.