Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1938, Blaðsíða 6
134 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ------SMASAGA---- Mannþekkjarinn Pejrar Sauders stóð augliti til au*rlits við Waterbruck veð- lánara var haun órólegur og feim- inn. Hann hugsaði með sjer að þannig væru víst flestir sem kænm í sömu erindagerðum og hann. — Jeg vona að þjer getið lánað mjer 50 sterlingspund út á hring- inn, Mr. Waterbruck. Rólega rjetti Waterbruck aðra hendina eftir stækkunargleri á skrifborðinu og horfði um leið rannsakandi augnaráði á Sanders. Gáfuleg augu, sem virtust sjá meira en yfirborðið sjálft. — Fáið yður sæti. Sanders settist vst á stólsetuna. Hann hugsaði með sjer að margir hefðu setið þannig á undan hon- um, feimnir, órólegir. Það var auðvelt að geta sjer til um þetta því stólsetan var orðin slitin. — Kvenmannshringur, sagði Waterbruck og tók stækkunar- glerið frá auganu. — Konan mín á hann. Við er- um í peningavandræðum og hring- urinn er einasta verðmætið sem við eigum. — Jeg skil. Dauðaþögn ríkti í bíiðinni með- an veðlánarinn athugaði hringinn og Sanders notaði tækifærið til að sjá sig uxn í búðinni. Húsgögn voru }>ar fá og lítilfjörleg. Beint á móti honum var peningaskápur- inn gamall og ryðgaður. Eftir því sem Sanders hafði hevrt gerðið Waterbruck mikið að því að lána fje gegn veði í perlum og demönt- um. Frá skápnum leit Sanders eftir auðum veggnum út að ein- asta glugganum, sem var á her- berginu. Ifann tók eftir þykka gluggatjaldinu, það myndi livlja gluggann vel, ef það væri dregið fyrir. Undir glugganum stóð lítið borð. Sanders var nærri farinn að brosa er hann sá það, en hann mundi þá eftir erindinu, sem hann var í og stilti sig. Nú lianu var þá ekki eingöngu kaldur og ró- legur veðlánari, hann hafði líká tilhneygingu til að hressa sig við og við. Whiskvflaskan á borðinu kom þar upp um hann. Þrjátíu sterlingspund, sagði Waterbruck. — Ekki meira? sagði Sanders vandræðalega. — Mig vautaði ein- mitt 50. — Jeg læt ekki meira en 30. — Jæja, jeg verð víst að láta mjer það lynda. ★ Frá veðlánaranum fór Sanders beint til Bush, sem beið eftir hon- um. — Alt í lagi, sagði hann. — Grunaði hann ekkert ? — Nei, blessaði r vertu. En hann hefði þá mátt vera glöggur. Jeg er ekki fæddur í gær. Veit hvernig jeg á að haga mjer undir slíkum kringumstæðum. Skápinn er hægt að opna með dósahníf. — Aðvörunarb jöllur ? — Nei, það er bara að ganga beint inn um gluggann. Það er ljettasta og auðveldasta verk, sem jeg hefi nokkru sinni átt við. ★ Strax eftir miðnætti hófust þeir handa. Hxisið var alt í inyrkri og ekkert hljóð heyrðist. Bush tókst vel að opna gluggann þrátt fj-rir myrkrið og áður en varði voru þeir komnir inn í búð veðlánarans. Bush dróg gluggatjöldin fvrir og kveikti á vasaljósinu. Ljósið fell beint á peningaskápiun. Bush glotti. Byrjandi í faginu hefði get- að opnað skápinn án verulegs há- vaða. Fyrir sjerfræðinginn Bush var það hreinasti barnaleikur. Eftir hálfrar klukkustundar hljóðlausa vinnu stóð Busli upp og sló út höndunum. — Gerðu svo vel nú kemur röðin að þjer. — Iljer liggja gimsteinar og perlur í tuga þúsnnda sterlings- punda virði. Við eigum skilið að slökkva þorstann, eftir þetta, hvíslaði Sanders og þarna stendur whisky- ið tilbúið handa okkur. Þeir heltu í glösin og skáluðu. — Skál, þakka þjer fyrir góða samvinnu, fjelagi! ★ Nokkrum klukkutímum síðar kom óljós mynd í huga Sanders um að eitthvað hefði skeð. Eius og í þoku sá hann mann. sem hann síst af öllu vildi mæta. Beint fyrir framan Iiann við skrifborðið sat Waterbruck veðlánari, alveg eins og er þeir sáust síðast. nema að nú var veðlánarinn í morgun- slopp og háðsbros ljek um varir hans. Sanders reyndi að hrista af sjer martröðina, en það var aðeins til að fullvissa hann um að um enga martröð var að ræða. Böndin, sem hann var bundinn með við stól- inn, voru veruleiki. — Hvað hefir komið fyrir? sagði Sanders ringlaður. Ilann leit í kringum sig og sá Bush bundinn og sofandi í öðrum stól. — Hann sefur betur en þjer, svaraði Waterbruck í mildum róm. Minni heila getum við líka kallað það. Blessaðir verið þjer ekki svona óttasleginn á svipinn. Jeg hefi bara notað ykkur sem til- raunadýr. Alveg hættulaus til- raun. I frístundum mínum þykir mjer gaman að athuga meðborg- ara mína. Sálfræði, heitir það víst á vísindamáli. Skemtun, sem get- ur verið nauðsynleg og hjálpað manni til að verja verðmæti, sem maður geymir. — Whiskyið, stundi Sanders. — Já, einmitt. Jeg er hreykinn af þeirri uppfinningu minni. I stað þess að setja upp glymjandi aðvörunarbjöllur set jeg fram eina flösku af whisky. Ef aðvörunar- bjalla hringir og maður kemur hlaupandi með skammbyssu í hendinni, á maður á hættu að mæta mótspyrnu. Nei, þá er betra að leggja fram eina flösku af whisky og blanda það með svefn- meðali. Ohætt er að reikna með mannlegum veikleika og ganga út frá því að menn vilji slökkva þorstann eftir erfiði innbrotsins. Þetta er það sem jeg hefi gert.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.