Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hálft ár eða svo, en tók svo stift- aintmaimsembættið lijer. Þjer jretið verið vissir nm, að ]>að liafa verið mikil viðbriiíði fyr- ir foreldra miiia á marga lund að koma hino'að fvrir 78 áruni. Það var 1865. Þá voru 4 re}rlule<íai' póstferðir hinjrað á ári. Svo sam bandið sem stiftamtmaðurinn hafði við yfirmenn sína i Höfn var næsta slitrótt. Hann varð því oft að gera mikið upp á sitt eindæini. Vinir Björnsons- hjónanna. — Foreldrar yðar voru í mikl- nm kunninprsskap við Björn stjerne Björnson. Hvaðan var sá kunninfrsskapur runninn! — Upphaf hans var það, að þeg ar faðir minn var bæjarfófreti í Sönderborjr var skrifstofumaður hjá honum. Reimers að nafni, sem var frændi frú Oarolinu B.jöru- son. Þejrar Björnstjerne fór i sína fyrstu Rómaferð. þá kom frú Carolina með elsta son þeirra hjóna, Björn, til þess að vera á heimili Reimers meðan maður hennar væri í burtu. Frxiin var heilsutæp um þær mundir, og drengrurinn sömuleiðis. Móðir mín kvntist brátt frú Björnson. fanst að ekki færi nægilega vel um haua oo drenginn hjá Reimers. Og það varð úr að foreldrar mínir tókn þau mæðfrinin að sjer Caro- línu og Björn son hennar. Voru þau á heimili foreldra minna í hálft annað missiri. Og svo koin Björnstjerne að sunnan og var þar um tíma. .Jeg man ekki hvert leikritanna það var Sigurður slembir eða María Stuart, sem hann lauk við þarna í Sönder- borg. Þeir urðu perluvinir faðir minn og hann, og skrifuðut á upp 'frá því. Þeir voru þó ólíkir menn, fað- ir minn hreinn íhaldsmaður en Björnson „republikani‘‘ af lífi og sál í þá daga. Þegar Kristján IX. kom. - Hverjar eru helstar endur- minningar yðar frá fyrstu árunum sem þjer tnunið? ■— Meðal þeirra eru minningarn- ar um konungskomuna 1874. Jeg var að vísu ekki nema 6 ára. En jeg man eftir öllu umrótinu sem var í húsinu meðan verið var að undirbúa komu þeirra Kristjáns IX. og Valdimars prins. Stiftamt- mannshúsið, eða Landshöfðingja húsið sem þá var kallað, því þá var íaðir minn orðinn landshöfð- ingi, var alt fágað og prýtt. Ibúð okkar var á ueðri liæð, en skrif- tofur og skjalasafn uppi á lofti. Við urðum að flytja okkur upp á Ioftið, jafnvel inn í skjalakomp- urnar, svo hinir tignu gestir gætn haft íbúðina niðri. Þeir sváfu altaf í íbúð okkar, meðan þeir dvöldu í Reykjavík, og borðuðu morgun- og kvöidverð. En við- hafnarveisla var á hverjum degi í Latínuskólanum, nema 1. dag- inn. Þá var hún heima hjá okkur. En á hverjum degi var móðir mín ,,borðdama‘‘ konungs. Kristján konungur var mjög blátt áfram og lítilþægur í daglegri Umgengni'. Daginn sem hann kom og fylgd hans vorum við lands- höfðingjabörnin í okkar fínu nýj'u fötum. Við svsturnar höfðum lært að hneigja okkur. Þegar kon ungur kom og jeg hneigði mig fvrir honum, klappaði hann á koll- inn á mjer og sagði: „Vel hefir þú lært að hneigja þig, stúlka litla“. Eitt sinn spilaði hann kroket á vellinum við Landshöfðingja húsið. Það þótti okkur ekki ónýtt. Við höfðum fengið heil kynst- ur af allskonar matföngum og vín- föngum frá herskipunum, sem hjer voru, til þess að nota meðan konungur stóð hjer við. Yfir- menn herskipanna voru föður mín- um oft innan handar með eitt og annað, enda kom það sjer vel fyr- ir hann. Því á hverju sumri komu einhverjir greifar og annað stór- menni hingað utan úr heimi, sem faðir minn varð að annast um að einhverju levti. Hann hafði mikið erfiði, enda sleit hann sínum bestu kröftum meðan hann var hjer stiftamt- maður og landshöfðingi í 17 ár. í fylgd með konungi hjer 1874 var kennari Valdimars prins. Hans Henrik Koch sjóliðsforingi. Systir mín Ragnhild, sem þá var 16 ára, og liann feldu hugi sam- an. Jeg vissi vitaskuld ekkert um það, því jeg var svo ung. En glögt man jeg þegar hann kom aftur þrem árrm síðar. Jeg sat með systur minni í norðurloftsglugg- anum á Landshöfðingjahúsinu og liorfði á skipið, er það kom. Og þegar faðir minn og hann komu yfir lækinn og upp stiginn að hús- inu, spurði systir mín mig að því. hver þarna kæmi. Jeg þekti þá að það var Koch. Það þótti henni vænt um. Nokkri m dögum seinna var brúðkaup þeirra haldið. Hún dó 22 ára gömul, frá tveim son um. Með klyfjahest í Laugar. Hverjar voru skemtanir ykkar barnanna í Landshöfðingjahús- inu 1 Það var fábreytt skemtanalíf hjer í þá daga. Eitt mikið við fangsefni okkar krakkanna var að standa uppi við Skólavörðu •þegar von var á skipum, bíða þar og bíða þangað til sást til skips- ins og stökkva síðan niður í bæ inn í hendingskasti og ségja gleði- tíðindin. Leiksvæði okkar barnanna var Battarí Jörundar konungs og sjávarströndin þar hjá. En sjer- stök skemtun var það, þegar við á þvottadögum fengum að .fara með stúlkum heimilisins inn í þvottalaugar. Þar vorum við jafnan lengi dags. Þvotturinn var fluttur á klyfjahesti. Þar sauð á kaffikatlinium allan daginn. Kenslukona okkar var stundum með okkur. Það kom fyrir að hún tók sjer bað í Laugalæknum. Það máttum við ekki gera krakkarnir. Þegar rófurnar og næpurnar fóru að vaxa í garðinum heima, þá var það okkar mesta yndi að fá ehia og eina næpu, skola af þeim í læknum og setjast síðan á lækjarbakkann og borða þenna jarðarávöxt, sem var fyrir okk- ur hið sama og epli og annað slíkt í suðlægari löndum. Faðir minn hafði Arnarhólstún- ið. Það fylgdi embættinu. Sjálft túnið var talið að ná að grjót"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.