Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 359 hvar hægt væri að k'omast yfir fjármuni á auðveldan hátt með innbrotum og ránum. Gekk hann í fjelag við gamla bófafjelaga sína og ljet þá framkvæma glæpina, en skifti þýfinu með þeim, en ljet lögregluna handtaka þá. Hann gekk jafnvel svo langt, að hann framdi sjálfur innbrot með að- stoðarmönnum síuum innan lög- reglunnar. ★ ð lokum komst upp um hann og mönnum þótti það ein- kennileg sjón, er sjálfur yfirmað- ur rannsóknarlögreglunnar var fluttur í járnum til rjettarins ákærður fyrir glæpi. Dómari í máli hans var maður, að nafni Pabre, sem ekkert þekti til fyrra lífernis Vidocq’s. Dómarinn spurði, eins og Jög stóðu til, sakborninginn hvort hann hefði verið dæmdur áður? Vidocq svaraði ofur rólega: „Já, í 8 ára þrælkunarvinnu á galeiðunum í Toulon“. Orð fá ekki lýst undrun dómar- ans. Sjálfur yfirmaður rannsókn- arlögreglunnar í París var gamall galeiðuþræll! Vidocq bætti við í afsökunarróm ; „Já, það var 1793, en nú er 1833“. — Vidocq, sem er þetta gerðist, var 58 ára að aldri, var dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu- á gal- eiðunum í Toulon, en hann hafði nú ekki hugsað sjer að ílendast þar. Hann langaði heim til Parísar og tveimur áriun seinna gekk hann frjáls maður í trjágöngum Pailais Royal garðsins. Hvernig á því stóð vita menn ekki neitt um frá opinberum heim- ildum, en bó er ekki erfitt að geta sjer til um orsakirnar. í þau mörgu ár, sein hann hafði verið í þjónustu lögreglunnar komst hann að ýmsum leyndar- málum háttsettra manna og stjórn inálamanna. Þessir menn kærðu sig ekkert um að það kvisaðist sem hann vissi um þá. Vidocq hafði safnað saman „merkilegum plöggum“ — og þar sem margir voru hræddir um að hann myndi birta þau, kusu þeir heldur að kaupa þögn hans með því að gefa hann frjálsan.. Hann kom því aftur til Parísar- borgar og þá leið ekki á löngu þar til orðrómur fór að ganga um það, að hann væri að skrifa stóra bók, sem ætti að heita: „Hinir verulegu leyndardómar Parísar borgar“. Það liefði getað komið s.jer illa að fá nafn sitt í þessari bók og það voru því margir, sem greiddu off.jár til að vera lausir við það. En bókin kom aldrei út. ★ æst þegar sögur fara af Framjois Vidocq, hefir hann sett á stofn einkaleynilögreglu- stofu, sem var alveg nýtt þá og hvergi hafði verið reynt áður svo vitað sje. Ilonuni var kunnugt, að fólk þurfti oft að láta rannsaka hitt og þetta, sein það kærði sig ekki um að lögreglan blandaði sjer í. Það gátu verið fölsuð skjöl, ástamál, peningamál o. s. frv. Hann tók nú að sjer að kippa öllu slíku í lag fyrir fólk. Við þenna starfa notaði hann alt sitt vit og sinn lærdóm. Margar sögur eru sagðar af honum frá þessum tímum, t. d. fór hann einu sinni einn á illa þokkað veitingahús og gekk rakleitt að manni einum, sem liann barði með göngustaf sínum, þar til maðurinn játaði að hann hefði haft á brott barn og falið það á ákveðnum stað. Þegar þetta skeði var Vidocq kominn á sjötugsaldur. Einu sinni fór hann vopnaður á fund okrara eins og neyddi hann til að láta af hendi skjöl, sem hann hafði komist yfir. En þetta starf hans tólc einnig énda. Samfara eftirgrenslana- starfi sínu tók Vidocq að 'sjer að innheimta reikninga og þegar skuldunautarnir vildu ekki þorga reikningana lokliaði Vidocq þá heim til sín og lokaði þá inni þar til þeir lofuðu að greiða reikning- inn. Þetta var vitanlega ólöglegt með öllu og hann var kærður. En á ný kom fyrverandi yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í París fyrir rjett í járnum. Hann var dæmdur í nokkurra ára fangelsi, en var þar þó ekki nema í nokkr- ar vikur. Frangois Vidocq var nú orðinn gamall maður og ákaflega fátæk- ur, því hann hafði aldrei lagt peninga fyrir. Að öllum líkindum hefði hann endað æfina sem sveit- Sir John Anderson fyrverandi landstjóri Breta í Bengal, sem nýlega var skipaður innsiglis- vörður konungs. Chamberlain sagði um hann í þingsetningar- ræðu sinni, að hann ætti að skipuleggja öryggi fyrir al- menning á ófriðartímum. arómagi, ef honum hefði ekki dottið nýtt ráð í hug til að afla sjer fjár. Hann leigði sjer íbúð með dýr- um húsgögnum og náði í mann, sem hann vissi að hafði áhuga fyr- ir að ávaxta sitt fje. Hann skrif aði erfðaskrá og arfleiddi þar mann þenna að öllum sínum eig- um gegn því að hann greiddi sjer 250 franka í lífrentu árlega. Þar sem Vidocq var þá orðinn 75 ára hjelt maðrinn að ekki myndi líða á löngu þar til hann færi veg allr- ar veraldar og gekk að þessu. — En það fór eins nú í þessum við- skiftum sem fleirum er Vidocq hafði átt í um dagana; hann sveik viðskiftavin sinn. Ekki nóg með að hann yrði 82 ára gamall, heldur kom í ljós, er hann var dauður, að hann hafði í alt gert 10 slíkar erfðaskrár. — Allir nenia þessir tíu menn hlóu er það frjett- ist hvernig Vidocq hafði leikið á „erfingja“ sína. Fran§ois Vidocq Ijest 1847.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.