Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 4
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Herðubreið sjeð úr Herðubreiðarlindum. Myndin tekin 30. júlí. Upp á Herðubreið. í baksýn hátoppur fjallsins, suðvesturröndin í gígnum. Samt sem áður dvöldum við 2 klst. á fjallinu og nutum hins dásam- lega útsýnis, en þaðan sjest norð- ur á Langanes, út á ystu fjöll beggja vegna við Hjeraðsflóa, alt Austf jarðahálendið, háfjöllirr sunnan Vatnajökuis og langt vest- ur um heiðarnar norðan Hofsjök- uls. Niður af fjallinu gekk ferðin greiðlega. Renduin við okkur fót- skriðu niður allar fannir á örfá- um mínútum. Hjeldum síðan norð- ur fyrir fjallið og niður í Lind- irnar, en þangað komum við eft- ir 15% klst. útivist og þóttumst hafa unnið gott dagsverk að ganga á hátind fjallsins og hriug- inn umhverfis það. Við lögðumst því til hvildar, glaðir og ánægð- ir, og meðan tjaldsúðin blakti i sunnangoiunni og ljett lindahljóð- ið barst til eyrna okkar, svifum við inn í land druumanna. En rjett. þegar við vorum að festa blund- inn heyrðist kveðið: Tjaldið hrærir sunnansvali, suða lindir hægt og rótt. Nú er að síga draumadvali á drengi þreytta. Góða nótt! ★ Mánudaginn 1. ágúst tókum við saman pjönkur okkar og hjeldum úr Lindunum kl. ll1/^. Gengum við austan og norðan við Herðu- breið og stefndum síðan í vestur á Bræðrafell, sem er mjög ein- kennilegt móbergsfell, við suður- rætur Kollóttudjuigju. Vindur var allhvass á móti, dálítið sandfok, og áttum við von á leiðinlegu, ó- sljettu hrauni og fáu markverðu þenna dag. Alt fór þétta þó á annan veg. Vindinn lægði, þegar kom lítið eitt vestur í hraunið, og gerði mjög þægilegt gönguveður. Megin- þorri leiðarinnar reyndist egg- sljett helluhraun og við fundum þarna í hrauninu fjölda gíga og niðurfalla. Einkurn var einn gíg- urinn mjög stórfenglegur. Við nefnílum hann Tunglið, af því hann minti á myndir af tunglfjöll- um. Yst var gejrsistór hraun- hringur, sem sýndi takmörk gígs- ins, þegar hann hafði verið upp á sitt besta, og mun þvermál hans þá hafa verið um 300—400 m. Síð ar hefir gígurinn gengið saman og mj'ndast anuar hrauuhringur innar, inst er sv > djúp hvylft og í henni miðri keilumyndaður hrauntappi, 15—20 m. hár, vaf- inn upp úr mjóg einkennilegum hrauntaumum. Við Bræðrafell tjölduðum við kl. 9 um kvöldið, eftir að hafa skoðað fellið, sem er mesta furðu- verk. Móbergið er mjög sorfið af vatni og vindurn og má sjá þar hinar furðulegustu kynjamyndir. Sunnan í fellinu eru háir drang- ar. sem haldast tnman af blágrýt- isgöngum, sem ganga í gegnum fellið sunnanvert. frá SA til NV. Þar sunnan í fellinu hefir komið upp lítil hraunspýja og hefir hraunið slest utan í móbergsklett- ana, svo þeir eru þaktir þunnri hraunkápu á þeirri hlið, sem hefir vitað að gosinu. Að lokum er fell- ið klofið að endilöngu af gríðar- mikilli sprungu. ★ Um nóttina var heiðskírt veður og talsvert frost. Klukkan rúm- lega 3% á þriðjudagsmorguuiun 2. ágúst lögðum við af stað í heið- skýru veðri til að skoða Kcllóttu- dyngju. Er uppgangan hæg og auðveld. Margt er þar merkilegt að sjá. Á toppi dyngjunnar er gej'simikill gígur, um 1000 m. i þvermál, en grunnur. I honum miðjum hefir svo myndast stórt niðurfall eða spi'engiop, afarmikið gímald, líklega um 200 metra vítt og 60—80 m. á dýpt, með þver- bröttum hliðum. Þó má komast þar niður á stöku stað. Þá eru mjög hrikaleg og einkennileg jarðföll austur frá Bræðrafelli, í dyngjunni neðanverðri. Eru þau fjögur í röð. Eru 2 þau austustu ferhj'rnd og um 200 m. á hvern veg, en 2 þau vestustu alt að km. á lengd. Gll eru þessi jarðföll í beinni línu, um 40—50 m. djúp, og aðskilin hvert frá öðru með þuun- um hamrabríkum. Neðar í dj'ngj- unni er enn eitt j&rðfall, sem opn- ast fram á sljettuna við rætur fjallsins. Þarna á milli þessara jarðfaila hittum \ið á litla holu, um 6—8 m. víða, með hyldýpis- vatni í, og voru ekki meira en 2 m. niður að vatnsvfirborðinu. Er næsta óskiljanlegt hvernig vatn getur staðið þarna í gljúpu hraun- inu, sem virðist annars gleypa alla vætu, og milli gínandi jarð- falla. Jeg klifraði niður í þessa gjótu, til þess að ná í vatu, en þá heyrðist alt í einu drunur miklar, og hjeldum við fyrst, að dj'ngjan væri að vakna til lífs á nýjan leik, eftir langan dvala. En brátt kom í ljós, að svo (Framh. á bls. 79)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.