Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 6
78 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þá hvernifr það "-ekk til. En heyrðu, má ekki b.jóða þjer meira kaffi fyrst ?“ „Nei, J>akka þjer fyrir“. „Við skulum ]>á kveikja okkur í sígarettu. Viltu >rera svo vel ojr haudlanga sígarettukassann, sem stendur þarna á revkingaborðinu hjá þjer.’ — Þiikk. Nei. gesturinn f\ st“. Legar reykjarmekkirnir, sem tóku á sijr alla vega kynjamvnd- ir, voru farnir að líða um loftið uns þeir hurfu út í hálfrokna stofuna. hóf Þóra frásögn sína við bjarmanu frá aringlæðunum. -¥■ „Sjerðu þessa eldstó þarna. Jeg hefi horft á allar mínar framtíð arvonir brenna þar upp tH ösku. Einu sinni hjelt je>r að lífið væri rósrauður draumur, en svo komst jejr að ]>ví seinna, 'að ]>að er alt blekking. Hugsaðu þjer, að sjá alt, sem maður hefir by<rt upp. hrynja í rústir A féeinum augna- bJikum. Það er sárt, svo átakan- le*ra sárt. Jeg hefi oft sjeð eftir því, að jeg skvldi brenna öllum brjefun- um hans. Jeg óska ]>ess stundum. að þau væru komin, þó eklíi væri til annars en lesa öll fallegu orð- in, sem í þeim stóðu. — Þau voru full af fallegum orðum. — Já. jeg hefi ineira að segja óskað þess beinlínis, að .jeg gæti brent þeim aftur, sjeð þau aftur Joga upp og tekið heita öskuna og Ját- ið hana sáldrast ; gegnum fingur mína. En það er best að bvrja á byrj- uninni. Við Eiuar kyntumst á dansleik, það er nú hjerumbil ár síðan. Það var ást við fyrstu sýn, og eftir að je<r var kvnt fyrir honum, dansaði hann ekki við aðr- ar en mig það sem eftir var næt- urinnar. Jeg sveif í sterkum örm- um hans eftir diliandi músikkinni, ölvuð af gleði. Jeg held að ham- ingjan hafi komið til mín þá, þó hún yrði skammvinn, og oft hefir mjer komið til liugar núna eftir á, að það hefði liklega verið betra fvrir okkur bæði, hefðum við aldrei sjest. Þegar ballið hætti bauð liann að fylgja mjer heim. sem jeg þáði með glöðu geði, eins og þií getur ímyndað þjer. Og þegar við gengum lieim tim nóttina — jeg vildi heldur ganga, veðrið var svo gott, ]>að var dálítið frost og tunglskni og ]>a3 marraði í snjón- nm, — þá spurði liann mig, hvort hanu gæti ekki liitt mig daginn eftir. Jeg var voða feirnin við hann fvrst í stað. en samt ákváð- um við stefnumót næsta kvöld. Og þegar við vorum komin að tröppunum heima hjá mjer, þá rjetti hann mjer höndina og bauð góða nótt. Jeg befi aldrei fundið annað eins handtak, það var svo traust og hlýtt, mjer fanst jeg hefði getað lagt líf mitt í liöiul hans. Þú hefir kannske aldrei veitt því eftirtekt, hvað er mis- munandi gott að taka í liendur á fólki? Sum handtök eru nístandi köld, önnur slepjuleg, fráhrind- andi. einstaka lieit og svo mætti lengi telja. En það er best að snúa sjer að efninu. Kvöldið eftir hittumst við eins og um var talað, við fórum í bíó og kaffihús á eftir, og þegar hann fylgdi mjer heim, þá kvsti hann mig fvrsta kossinn, jeg mau ]>að ennþá, samí fanst mjer svo óralangt síðan. Jeg titraði öll t'rá hvirfli til ilja. Jeg hljóp frá hon- nm upp tröppurnar og beint upu í lierbergið mitt, og ]>egar jeg var liáttuð, lá .jeg lengi vakandi í rúminu mínu og hugsaði um hann. Svo liðu ]>rír dagar að jíg hevrði ekkert frá honum. Jeg fór á alla þá staði, sem jeg gat helsr liugsað mjer að hann væri, en alt kom fyrir ekki, jeg sá hann hvergi. Hjartað (>g hugurinn var allur hjá honum, og ]>ó að aðrir karlmenn byðu mjer út, þá af- |>akkaði jeg. jeg gat ekki verið að slíta mjer út á því að vera að þvælast með öðrum mönnum, sem jeg hafði enga löngun til að vera með. Svo fjórða dagiiin hringdi hann til mín. Jeg ætla ekki að segja þjer, hvað jeg varð glöð. Hann spurði hvort liann gæti ekki liitt mig strax, hann gæti ekki beðið. Hann hefði orðið að fara burt úr bænum í skyndi án þess að geta kvatt mig og hefði svo hringt til mín strax og hann kom aftur. Hjartað í mjer dansaði af gleði. Jeg elskaði hann svo heitt og jeg ætlaði að verða honum svo góð. — Þegar jeg kom heim til hans, það var í fyrsta skifti, tók hann á móti mjer með opnum örmum. Hann sagðist hafa verið dauð- hræddur um, að jeg væri búin að gleyma sjer ]>enna tíma sem liann var í burtu. Og hann ját- aði mjer ást sína. ★ Dagarnir og vikurnar sem komit á eftir, jeg ætla ekki að lýsa þeim, ]>að er elíki liægt. Mjer fanst Hfið vera vndislegur draum- ur. Við vorum altaf saman, við gátum ekki sjeð hvort af öðru. Það var ekki laust við, að jeg væri stundum hrædd við þessa miklu hamingju. Það var eins og óljós gruuur hvíslaði því að rnjer, að þetta hlyti a'ð taka enda. En ]>egar hanu fullvissaði mig um ást sína sterka og heita, þá hvarf allur ótti og jeg hjúfraði mig ui>p að honum með hjartað titr- andi af sælu. Svo iim vorið fór Einar burt úr bænum, hann þurfti að fara upp í sveit að vinna við bvgg- ingar. Hann var tvo mánuði í burtu, hugsaðu þjer, tvo mánuði. Jeg saknaði hans svo mikið, jeg tærðist upp. Það eina, sem hjelt mjer uppi, voru brjefin hans og að skrifa honum aftur á móti. Og hann skrifaði mjer; ,,Jeg sakna þín svo mikið, Þóra, jeg veit ekki hvernig jeg fer að afbera að vera svona lengi burtu frá þjer. Eina huggunin mín er myndin, sem þú gafst injer, jeg kyssi liana á hverju kvöldi áður en jeg fer að sofa“. ‘Þó jeg sje búin að brenná þeim, ]>á man jeg samt margt iir þeiih einiþá. Og svo kom Jiann aftur. Það voru fagnaðarfundir. Jeg beið eftir honum, full eftirvæntingar. Hann kom strax til mín, við. föðm- uðumst og kvstumst, Jeg hallaði mjer upp að brjósti hans og jeg fann hvernig hjartað í honum liarðist. Og hann sagði: „Nú er jeg kominn aftur til þín, Þóra. Þú veist ekki hvað jeg er búiii að þrá þessa stuiid, livað jeg er búinn að líða þenna tíma, sem jeg liefi verið í burtu frá þjer. Nú skiljum við aldrei framar, jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.