Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 2
282 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HORNSTRANDIR Eftir Einar Guðmundsson, kennara Kynjasagnir margar hafa spunn ist um Hornstrandir og Horn- strendinga, og hafa þær borist víða um land. Hornstrandir hafa verið sagðar fram úr hófi hrjóstrugar, bera mönnum ein- ungis þyrna og þistla, rjett eins og skaparinn hefði í fyrndinni bölvað þar jörðunni. Og Horn- strendingar hafa verið sagðir fáráðlingar og mannleysur, sem hjetu rímnanöfnum, ef þeir væru þá skírðir, og slægju sum sumur ekki túnskikana sína sök um deyfðar í hornstrendska rosanum. Jeg var á ferð á Hornströndum í sumar í júlí- mánuði, og langar mig að segja frá því, hvernig Hornstrandir og Hornstrendingar koma mjer fyrir sjónir að því ferðalagi loknu. Jeg fór í bíl snemma morg- uns áleiðis frá Reykjavík til Hólmavíkur. Yið urðum að sæta sjávarföllum með Gilsfirði, í grend við Ólafsdal, þar sem bún- aðarskólinn var fvrrum, — urðum að þræða á bílnum í flæðarmál- inu. Leiðin með Gilsfirði og á Steinadalsheiði er sums staðar vond og hrikaleg, jeg liefi ekki heyrt fólk syngja sálma í bíl fyr en þar; en þetta er líka hættuleg leið, — vestfirskir Kambar! Að kvöldi erum við í Ilólmavík við Steingrímsfjörð, kyrlátu kaup- túni með útsýni til blárra, hún- vetnskra fjalla. Fram á nótt — og þá var að sönnu náttleysa — voru drengir að stinga kola í tærri höfninni, og telpur úr þurrabúð- unum komu heiin um miðnætti með litlar skjólur, fullar af fyrstu aðalbláberjum sumarsins. Náttúr- an hefir verið móðurlynd þar í ár eins og sunnanlands. Jeg gekk tipp um ásana í tiætursólskininu; þótt þar sje ekki beint fagurt utn- hverfi og fremur megi kalla land- 18 grátt ett grænt sökum grjótsins, þá. heflr náttúrah frauireitt ntarg- ^r krástr, þat' sem nokkur jarð- vegnr er til. Melasólin prýðir naktar klappirnar, hún þarf eng- an jarðveg, sýníst manni; hvin blómgast eins og stafur Arons. Jeg tók mjer fari með gaflkænu yfir fjörðinn austur í landareign Hellu. Steingrímur landnámsmað- ur, sem fjörðurinn er kendur við, kvað hafa boðið, að hann yrði heygður í Staðarfjalli, og mælt svo nnt, að eigi færist skip á firð- inum, þar sem sæist af hattg hans. Lítt vita menn mi, hvar haugur hans var orpinn, en sagt er, að ekki liafi í manna minnum týnst maður í innanverðum firðinum. Steingrímur hlýtui að vera heygð ur nokkuð hátt í fjallinu, fyr-t verndarkraftur hans nær lengra en til Hólmavíknr, og inenn ferja þarna á gaflkænu í austanbrælu í landareign Helav eru tveir haugar úti í tjörnnm, og er skamt milli þeirra. Munnmæli herma, að hjón frá garðinum Hellu sjeu heygð í þeim, og er annar haug- urinn nefndur Kollshaugur, en hinn Lanarhaugur. Kollshaugur er stærri en hinn haugurinn, og er hann að lögun sem sykurtoppur og að nokkru leyti vaximv víði. Steinhleðslur viiðast vera undir haugunum báðum. Þeir eru ekki friðlýstir, en í t.jörnunum eru þeir í rauninni sjálffriðaðir. Kollsliavvg ur er fegursti liaugur, sem jeg liefi sjeð, — fornt listaverk nátt- úrunnar eða fornmanna. Skamt Jvaðan, á hálsi nokkrum, er svonefndur Selkollusteinn, og er nánara sagt frá þessu í Guð- mundar sögu biskups. í kaþólsk- urn sið voru piltur og stúlka. feng- in til að færa ungbarn frá Eyjum til skírnar að Staðarkirkju. Þau voru veik fyrir, og þeim tafðist utn of hjá Bteininum. Þá er þau vitjuðu barnsius aftur, var jvað dautt. Ilinn óhremi andi í óskírðu barninu liafði brotist vit, og var afturgangan nefnd Selkolla. Sel- kolla sprengdi aogu vvr fólki og var ægileg plága, uns Gvöndvvr góði var fenginn til þess að konva henni fyrir, og sökti hann henni að Ilamri. Biskup ljet setja nið- ur kross mikinn, ]>ar senv hann sökti henni, og hann bauð vnönn- urn að ákalla krossinn með ! ýsing og bænahaldi, og var það gert. Á Selströnd oru ýmis örnefni, sem benda til þess, að franskir og spænskir sjómenn hafi farið þar nveð ránum, enda er þar víða æta- samt. Frá Bæjum er refarækt nvik- il í Grímsey úti í Steingrímsfirði. Refirnir ganga þar lausir og afla sjer sjálfir ætis sunvarlangt og lengur, en þeim or smalað eins og sláturfje að hamri einum og skotn- ir þar, þegar bændurna er farið að langa í skinn þeirra. Heldnr er dýralífið í eynni fátæklegt, eins og að líkindum lætur, þar sem skolli er þar livisbóndi. Yiti er í eynni, en langt er síðan þar var bygð. — Jeg gekk fyrir Bjarnar- fjörðinn syðri, og á lijöllunum milli bæjanna Kaldrananess og Bakka sá jeg fyrsta sinni gróður og gróðurfar vestra, sem mjer var framandi: Brekkurnar voru sums staðar hvítar af skollaberj- um, og unargt var þar af kross- jurt. Stóð af ýmiss konar burknum, s. s. uxatungu, óx þar undir ber- um himni án þess að hafa nokkra skugga aðra en þá, sem frekar þröngir dalir veita. Strandirnar eru snauðar af hellum og skútum og yngri hraunum, svo að burkn- arnir hafa orðið að venja sig við birtuna. Milli bæjanna Naustvík- Ur oj? KjÖrvogs sá jeg síðar blAtt áfram slægjur af burkitum. Þrenningargras vex vílt í Goðáal I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.