Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 4
284 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS áheyrnar fyrir það, að þarna gerð ist hún. Að Dröngum ólst Eiríkur Jauði upp í æsku hjá Þorvaldi föður sínum, og þar andaðist Þovvald- ur. Þar finst mjer vera ljótt lands- lag. Drangarnir, sem bærinn og jökullinn draga nafn af, rísa úr sjónum eins og steyttir steinhnef- ar, og alt er umhverfið jötitn- heimalegt. Maður, stm hefiv átt þar heima í æsku, en flust íil Grænlands, getnr fráleitt saku- að fegurðar æskustöðvanna. En ýjnis sjávarhlut.nindi eru þar, og byggingarnar eru fremur teisu- legar. Bóndinn þar heitir Etríkur, og vantaði bara, að húsfreyjan hjeti Þjóðhildur! Drangajöku’l er stundum riðinn milli Stranda og ísafjarðardjúps, einkuni framan af sumri, meðan e gi er hlánað úr sprungum og gjám, það ev sex stunda reið milli bæja. Æskulýð- urinn á Ströndum og við Djúp hefir gaman af að rjetta úr sjer uppi á jöklurn og fást við smá- vegis jöklabúskap rjett oins og æslulýðurinn í Roykjavík, og nú v.ir von á hóp af ungu fólki ú'. Skjaldfannardal jökulleiðina tð Dröugum. Ýmis glæný auðæfi lr.fs ins eru líka framreidd fyrir gesti að Dröngum, auk hins hvíta drj-kks bændanna. En geta ferða- langar, sem koma þar í illviðri, notið þeirra fyrir tilhugsun um viðbjóðsleg sjóskrímsli, sem þefa upp í gluggana, — eða tærð, gap- andi lík, sem velkist þar í brirn- garðinum, — menn, sem hafa far- ist í illa mældum Húnaflóanum? Jeg fekk ferju frá Dröngum yfir Bjarnarfjörð nyrðri. Starsýnt varð mjer þann dag á Sigluvík- ina, sem var hvít af reka, það var rjett eins og þar hefði strandað timburskip, enda var ekki farið að hirða þar reka enn þetta ár. Nokk ur gömul trje voru byrjuð að fúna þar uppi í grasinu, og fugl- ar voru teknir að gera í þeim hreiður sín, og hunangsflugur suðuðu kringum þau, svo að gömlu trjánum gat' fundist þau endurlifa vor austur í Asíu, ineð- an þau voru skógarprýði. í einum trjábolnum var hola eftir flösku, er hafði verið með skeyti í á rúss- p?sku frá síbiriskum straumför- um. Rekaviðnum á Ströndum er það að þakka, að kuldapollar þekkjast ekki á börnum þar. Þó að byljir æði sólarhring eftir sól- arhring á vetrum, svo að börnin spyrji, hvort „guð sje reiður“, þá eru hýbýlin vel kynt og ekki síst með viði og sagi, því að góður reki er víða á Ströndum og sum árin eins og best gerðist fyr meir, s. s. árið 1936. Ríkið kaupir nú mikinn við af Strandabændum í mæðiveikisgirðingar, og bændurn- ir saga sjálfir viðinn í þær. Ýms- ir þeirra eiga líka sögunarhxis líkt og skógarbændur erlendis. Mikið verk og erfitt er að ná í viðinn suins staðar úr brimgjótum og brimbásum, flvtja liann heim og saga haun síðan með handafli, því að fæstar stórviðarsagirnar á Ströndum ganga fyrir annari orku. Sagt er, að í miklum hafís geti rekaviðurinn þjappast svo gífurlega saman í kesti, að sjálf- kveikja verði af núningnum og logi þá bál mikil, — eða vitar eins o£ það heitir á vestfirskunni, — úti á hafísnum. Það mega heita einkennileg bál. Vöxtur var í jökulánni Reykja- fjarðarósi, er jeg kom þar, en erfitt var að kalla ferju sök- um vindstöðu og fjarlægðar. Jeg ætlaði því að vaða ána, og var jeg að kanna í henni sandbleyt- una með bambusreyr úr víkinni góðu, er drengur kom frá Reykj- arfirði og sótti mig. Hann sagði, að mávahópur hefði sagt til mín, — jafnmargir mávar tæki aldrei flugið þarna, nema þeir yrðu fy.r- ir stygð. Það eru ekki tóm ævin- týri, að fuglar himinsins geti gert fólki greiða! í Reykjarfirði eru nyrstu heit- ar laugar á Ströndum, — og auð- vitað seinustu almennilega sprottnu kálgarðarnir. Þar er nú sundlaug. Frá Reykjarfirði eru þrír bygðir bæir norður að Látra- vita á Hornbjargi: Þaraláturs- fjörður, sem er undirlendislaus að kalla og er sem í bóndabeygju milli hárra fjalla, Furufjörður og Bolungavík, — hvort tveggja margbýli með sljettum engjum í litlum dölum, fríðum sem i úti- leguroannasögum. Þó vantar á, að þarna sje eins loðið og sagt er í þeim, þótt þar sjeu góðar slæg’j- ur. Mjer datt í hug frásögn Fred- riks Bööks, er jeg sá rabarbara- sprettuna á einum þessara bæja: Nyrst í Lapplandi ræktar fólk rabarbarann einungis til prýðis, segir hann. Bóndinn á einum þess ara bæja sagði við mig, að sjer þætti þreytandi að uppskera í sumum árum aðeins sama kart- öfluþunga og hann hefði sáð. Gul rófur spretta líka illa á þessum slóðum, og á svipuðum tíma sem Sunnlendingar átu kálhræring á vetrum, þá voru Hornstrendingar svo hugkvæmnir að nota skarfa- káls- eða hvannahræring. En nú eru fráfærur að kalla úr sögunni á Ströndum, skyrgerð er þar nn minni, og skarfakáls- og hvannaát er þar næstum eækert lengur. Jörðin Barðsvik milli Bolunga- víkur og Hornbjargs er nú í eyði, enda þótt þar sje jafngagnsamt og jafnfallegt og í Bolungavík og Furufirði. Sagt hefir verið, að gömul óðul þurfi ekki á veguni að halda út til fjariægra sveita eða kaupstaða, þau geti lokað öll- um hurðum fyrir umheiminum, haldið í horfinu og blómgast eigi að síður. Eu hætt er við, að Barðs- vík hafi lagst í eyði einmitt af samgönguleysinu, því að illfært er þangað bæði af sjó og landi. Það var jörðin og búið í Barðs- vík ásamt frelsi, sem Atli þræll fekk að gjöf frá Geirmundi helj- arskinni. Eitt eyðibýlanna skamt þaðan er Smiðjuvík. Meðan hvorki var bænhús í Reykjar- nje Furu- firði, þá varð fólkið í Smiðjuvík að leggja upp til kirkju á föstu- degi, ef það átti að ná messu á sunnudegi. Ýmsir menn munu hafa þóst gera sína útvalningu vissa með skemri kii'kjuferðum. A5 Látravík á Hornbjargi býr vitavörður. Hornbjargsvitinn er einn af sterkustu vitum lands- ins, en hljóðmerki vantar þar enn. Glæsilega íbúðarþiisið er sam bygt vitanum og stendur í hvilft fremst á bjarginu. Tún er þar um- hverfis. Hátt er niður að sjónum, lægst fimtán metrar, og liggur stigi mikill með handriði frá lend jngunni upp á bjargþrúnina. TU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.