Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 285 Vitinn á Horni og vitavarðarhúsið marks um jarðveg og sneggju túnsins má nefna, að fjandafæla vex í því. Samt ræðst ríkið eða vitavörðurinn í að brjóta þar land, stækka dálítið túnin. Annars sæk- ir hann mest heyskap að bænum Horni. Utsýni af Hornbjargi er sjerkennilegt og jafnvel mjög fallegt í góðu skygni. Miðnætur- sólin er talin vera jafnfalleg að sjá þaðan og af Kap Nord í Nor- egi, ferðamannastaðnum. Röstin prýðir sjóinn, þar sein hún fellur eius og hvítfyssandi elfa út eða inn, eftir því, hvort er aðfall eða útfall. Allir lækir stíga fram af bjarginu í fossum. Þetta er mesta fuglabjarg landsins. Jeg gekk hátt upp, þangað sem kliðurinn úr því þagnaði og ekkert hljóð heyrðist í stafalogninu, og einmitt þar varð samræmið í línum og lituín best, allur sjónjeildarhringurinn var fullur af músik, þótt enginn fingur hreyfðist, ekkert hljóðfæri væri snert og enginn barki bærð- ist. Það var ósnortin náttúran. 17 rái Látravita helt jeg aftur til Furufjarðar. Þaðan fór jeg Skorarheiði tii Hrafnsfjarðareyr- ar. Lækir á þeirri leið voru í vexti og mjög straumharðir, en suma þeirra mátti ennþá skríða á snjó- brúm. Það var enn maímánuður þarna á heiðinni, þótt almanakið segði, að það væri júlímánuður. Hrafnsfjarðareyri er kuldakot, sem hefir stundum verið í eyði. Bóndinn þar fær nú smástyrk til þess að greiða fyrir ferðamönnum, sem fara heiðina. Nú í vetur var þess m. a. brýn þörf, því að mán- uðum saman var svo snjóþungt á heiðinni, að hvergi sá á vÖrðu eða stein. Talið er, að Fjalla-Eyvind- ur hafi borið beinin í þessu koti eftir allan útiganginn. Snjóiun hafði tekið upp af dys hans, og ferðalanga setur hljóða, er þeir lesa þessi látlausu orð klöppuð í stein á dys útilegumannsins: „Hjer liggur Fjalla-Eyvindur Jónsson“. Kirkjan hefir gleymt honum, en bókmentirnar ekki. Frá Hrafnsfjarðareyri gekk jeg að Stað í Grunnuvík, og þar náði jeg í Djúpbátinn, sem jeg fór ineð um Djúpið, en jeg gekk síðan Steingrímsfjarðarheiði til Hólma- víkur. Þaðan fór jeg með bíl suður. Landslag og veðráttufar er mjög ólíkt á Suðurlandi og á Ströndum. Strandirnar eru mjög opnar móti Ishafinu og haf- ísnum og „norðanslögunum“, þar er víða þur jarðvegur og oft af skornum skamti; lítið er þar um frjósamar áveitur, gróuar lieiðar og stór tún, laudið er yfirleitt snjóþungt, hrjóstrugt og kjarn- gott, en skógarleifar eru þar eng- ar. Náttúran er þó Strendingum gjöful í mörgu þaðau er skamt á góð fiskimið, þar er víða góður trjáreki, selveiði og varplönd, enda lifðu þeir furðanlega af hallærin fyr meir, sem, oftast stöf- uðu af hafís. Votviðri og óþerrar eru þar mjög tíðir á supirin, en nú hafa bændur þar lært súrheys- gerð. Samgöngurnar eru Htlar og erfiðar; á norðurströndunum kost ar nú á annað hundrað króntir að sækja lækni að vetrarlagi. Unga fólkið sækir í kaupstaðina, fólk- inu hefir heldur fækkað í seinni tíð, enda er heimilisiðnaður, til dæmis úr rekaviði, úr sogunni að kalla, móts við það, sem áður var, en sýnishorn af þeirrí göntiu, merkilegu ir.etiningu geta menii nú sjeð í förngripasaíniriu. Hörf- in er nú hjátrúin með Hornstrerid ingum, sem Eggert Olafsson gat um og margir, menn hafa haldið á loft síðan. Víst heita sumir Hornstrendingar rímnanöfnuin enn í dag, en þau eru síst ljótari en reyfaranöfnin á sumum Sunn- lendingum, s. s. Kapítóla og Rúrik Nevel. Horustrendingar eru eðlilegir í framkomu, gestrisnir og greiðviknir, en auðvitað eru allar lýsingar ferðalanga á lynd- iseinkunnum íbúa heilla hjeraða meira skoðanir eu skýrar sann- anir. Göfgi og háttprýði í fasi og framkomu hefi jeg naumast sjeð meiri hjá nokkrum konum heldur en mæðgum tveim á Hornströnd- um. Sú hæverska er gott dæmi um hæversku, sein er eðlileg, en er ekki sprottin af setningi, og í rauninni virðast mæðgurnar tákn- legar fyrir hið besta í konum Strandanna allra. Sá þokki er Sunnlendingi í raun og veru nokk uð framandi af því, hve hann hef- ir þróast við ólík skilyrði og kvenþokki hjer syðra. Hann liefir þróast við óð hinnar ósnortnu natt úru, við liafísbreiður og miðnæt- ursól. Einar Guðmundsson. — Því situr þú á píanóstólnum? Þú getur ekki spilað. — Það getur heldur enginn annar á meðan jeg sit hjer. ★ — Seppi minn borgaði sjálfur hundaskattinn sinn núna. — Hvernig? — Hann fann um daginn vasa- bók með 75 krónum í.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.