Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 6
286 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ljósmyndasýningin í Kaupmannahöfn Björn Amórsson: Lundar Hinn 26. ágúst var opnuð í Charlottenborg í Kaup- mannahöfn norræn ljósinyndasýn- ing, í tilefni af Jiví að 100 ár eru liðin síðan að ljósmyndaaðferðin var fundin upp. Það var sumarið 1839 að hinum fræga landa vorum, myndhöggv- aranum Albert Thorvaldsen var sýnd fvrsta ljósmyndin. Hann var þá í Kaupmannahöfn. Hann varð svo hrifinn af þessari nýu upp- götvun, að hann lagði leið sína fram og aftur um Kaupmanna- höfn til þess að velja þá staði, sem að hans áliti átti að taka ljós myndir af. Lítið mun hann þá hafa órað fyrir því, að þessi list yrði almennings eign, svo að jafn- vel sveitafólk á íslandi skemti sjer við að taka myndir. Og eng- an mundi á þeim dögum hat'a ór- að fyrir því, hverja framtíð þessi list ætti fyrir sjer og bve stór- kostlega væri hægt að fullkomna hana. Því að það er mikill munur á fyrstu ljósmyndunum, sem tekn- ar voru og kvikmyndunuin og litmyndunum, sem nú eru teknar. Eða þá Röntgenmyndum, mynd- um sem teknar eru í myrkri við innrauða geisla, og myndum sem teknar eru á einum miljónasta hluta úr sekúndu. Á sýningunni eru myndir frá því er ljósmyndasmíði hófst fyrst og alt fram á þennan tíma. Mynd- ir af öllum gerðuin. Island tekur ]>átt í sýningu þess ari og á þar 55 myndir, teknar af Reykvíkingum. 10 myndir eru eftir Björn Arnórsson kaupmann og hafa tvær þeirra verið teknar í sýningarskrána. Halldór Am- órsson (Ijósm. hjá V. Sigurgeirs- syni) á þar 12 myndir, Jón Kaldal sex, Osvaldur Kuudsen fjórar, Ólafur Maguússon sex, Vigfús Sigurgeirsson tólf, og frú Katrín Nörgaard Vigfússon fimm myndir. Þessar myndir, eða öllu heldur íslenska sýningardeildin, hefir fengið| hið besta orð. Þannig segja Berlingatíðindi í frásögú um sýn- inguna: — Sýniugin er of stór, vegna þess, að 2000 ljósmyndir er meira heldur en sýningargestur getur melt. Á einkennilegan hátt eyði- leggja ljósmyndirnar hver aðra. Þessir endalausu veggir, með svart-hvítum myndum, eru ógur- lega þreytandi, og maður verður að vera mjög áhugasamur og öt- ull, ef maður ætlar sjer að vinsa perlurnar úr fjöldanum. Stórt undrunarefni skal þó nefnt fyrst. Og þetta undrunarefni heitir Is- land. Það er hreint furðulegt hvaða myndir hafa komið frá Is- landi. Þær eru aðallega af ís- lenskri náttúru og dýrum, og í þeim er furðulegur kraftur og fegurð. „Regnboginn“ eftir Vig- fús Sigurgeirsson er framúrskar- andi mynd og „Lundar“ eftir Björn Arnórsson er opinberun. Og myndir eins og „Sumarnótt“ (Halldór Arnórsson) og „íslensk- ír hestar“ (Vigfús Sigurgeirsson) geta tæplega verið betri“. Politiken segir: ,,Um ljósmynda tækni fylgjast Norðurlönd vel að og þurfa ekki að öfunda hvort annað. En það er sjerstök ástæða til þess að hrósa íslandi og Finn- landi fyrir hinar dásamlegu land lagsmyndir. Lítið breyttur. Hinn enski bókaútgefandi Mark Twains skrifaði honum og minti hann á það, að hann ætti að greiða tekjuskatt í Englandú Mark Twain svaraði: — Enska stjórnin hefir einu sinni áður leut í stríði við Banda- ríkin, vegna þess að hún heimtaði skatt af amerískum borgurum. Mig langar ekkert til að ríkin fari aftur í stríð, einkum vegna ]>ess að jeg þekki persónulega prinsinn af AVales. Jeg sat uppi á þaki á strætisvagni mitt í Straud þegar prinsinn reið þar lijá í broddi riddarariðils. Jeg er viss un( að prinsinn tók vel eftir mjer. Jeg sat sem sje á fremsta sæti, var í gráum fötum með svörtum tölum, og heilsaði honum. — Þetta brjef birtist nokkru síð- ar í ensku tímariti. Nú vildi svo til um sama leyti, að Mark Twain var kyntur fyrir prinsinum af Wales. Prinsinn tók innilega í hönd hans og sagði: — Þjer eruð mjög lítið breytt- ur. — Breyttur? át Mark Twain eftir. Yðar konunglega tign hefir ekki sjeð mig áður. — Jú, jú. Muuið þjer ekki eft- ir því? Þjer sátuð einmitt á fremsta sæti á strætisvagni mitt í Strand, voruð í gráum fötum með svörtum töluin, og heilsuðuð mjer er jeg reið þar framhjá í broddi riddarariðils.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.