Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 1
JHloirðttMtfolaððms 42. tölublaö. Sunnudaginn 20. október 1940. XV. árgangur. BALSTOFUR Eftir dr. med. Gunnlaug Claessen Ijl yrir íslendinga, sem enn eru •*- ekki svo langt á veg komn- ir, að eiga bálstofu — er þykir sjálfsögð menningarstofnun víðast erlendis — er heppilegt að fá stutt yfirlit um, hve langt bál- faramálunum er á veg komið í öðrum löndum. Á Norðurlöndum hafa Danir orðið fljótir til að taka upp bál- farir, enda eru rúmlega 100 þús. meðlimir í „Dansk Ligbrændings- forening“. Bálstofur eru þar 1S og bálfarir á 5. þúsundi á s.l. ári. í Kaupmannahöfn er þriðji hver maður brendur. Af misskilningi hefir kirkjan í Danmörku lagst frekar á móti bálförum, og það þóttu því góð tíðindi, þegar ný, dönsk bálstofa var á s.l. ári vígð af dönskum biskupi. Annars nær það vitanlega engri átt að hugsa. að bálfarir komi í bág við krist- indóminn. „Dansk Ligbrændingsforening" hefir gert Bálfarafjelagi íslands þann greiða, að sjá um brenslu þeirra, sem hjeðan hafa verið sendir í því skyni. Það hafa ver- ið sendar hjeðan fáeinar kistur síðustu árin. Þrátt fyrir flutningskostnað hefir það reynst öllu ódýrara að senda lík út, til báífarar í Kaup- mannahöfn, heldur en að jarða það í kirkjugarði í Reykjavík. Er þetta ekki gott dæmi um, hve útfararkostnaðurinn hjer í höfuð- staðnum er hneykslanlega hár? í Svíþjóð starfa 24 bálstofur, en einar 10 eða 12 eru í undir- búningi í ýmsum borgum. Bálfar- ir voru nálega 5 þúsund á s.l. ári, og hefir talan tvöfaldast á 6 ár- um. Bálstofan í Helsinghorg þyk- ir ein merkasta nútímahygging í Svíþjóð. Húsameistarinn var Ragnar Östberg, sá sami sem bygði ráðhúsið - eða Stadshuset - í Stokkhólmi. Sænska bálfarafje- lagið nefnist „Svenska Eldbegáng- elsesf öreningen“. Það gefur út prýðilegt mánaðarrit um bálfara- mál, og heitir það „Ignis“. í Noregi starfar „Norsk Kre- mationsforening“ að bálfaramál- um. Þar eru 12 bálstofur — tvær í Osló og 2 í Bergen. Bæði þar, og í fleiri norskum borgum, er lík- brensla ókeypis. Það gera bæjar- fjelögin af peningalegum ástæð- um, því aukning og viðhald kirkju- garðanna er svo dýrt, að það borgar sig betur fyrir hæjarsjóð- ina að brenna borgarana ókeyp- is, en að auka kirkjugarðana. Væri gott ef Reykjavík vildi taka sjer þetta til fyrirmyndar. Bálstofan í Tönsberg er'þannig til komin, að einn prívatmaður — Finn Wilhelmsen, verksmiðjueig- andi — gaf 130 þús. krónur til byggingarinnar, en bærinn lagði til lóðina. Yfirleitt er það segin saga, að margar bálstofur á Norð- urlöndum hafa komist upp, að miklu leyti með framlögum efna- manna, sem hafa áhuga á bálför- um. Og mjer vitanlega hefir fyrsta bálstofan aldrei komist upp í neinu landi, nema með gjöf- um frá prívat efnamönnum, sem hafa haft skildingaráð, og sýnt örlæti sitt. Bálfaratölur eru háar í Þýska- landi. Þar í landi voru áður mörg bálfarafjelög; en nú eru þau öll sameinuð í landsfjelaginu „Gross- deutsehe Feuerbestattung". í þessu fjelagi er 1 y2 miljón með- lima. Nú eru í Þýskalandi 131 bálstofa, og bálfarir um 90 þús. á ári. Jeg heimsótti bálstofuna í Jena í Thúringen, fyrir fáum ár- um, og fjekk þá að vita, að 90% voru brendir þar í borginni. Jeg spurði, hversvegna þessir 10%, sem eftir voru, væru jarðaðir, og svarið var, að þeir væru kaþólsk- ir. En kaþólska kirkjan hefir aldrei felt sig við bálfarir, eða leyft þær fyrir sitt leyti. í Bretlandi hefir bálstofum nú síðustu 5 árin fjölgað úr 27 upp í 56. Bretar, sem annars þykja fastheldnir mjög við fornar venj- ur, hafa tekið upp mjög einfald- an sið um meðferð öskunnar, sem eftir verður, þegar líkið er brent. Þeir strá duftinu í grasgarð um bálstofuna („gardens of remem- brance"). Jeg ætla nú ekki að tilgreina fleiri lönd. í 10 Evrópulöndum, sem jeg hefi skýrslur um, fóru ár- ið 1939 fram 126 þús. bálfarir. í AmerOsu er auk þess fjöldi af bál-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.