Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 333 únablaðsins, „Daily Mail“ fengu. Utaf þessu hófst tryggingastríð milli eiganda „Daily Mail“, Northcliffs lávarðar og Beaver- brooks. Hvor um sig yfirbauð hinn. Þegar þessu stríði lauk, var hver kaupandi beggja blaðanna líftrygður fj’rir gO þús. sterlings pund og Seotland Yard var farið að búast við dauðsföllum í stór- um stíl. Tryggingastríðið kostaði Beav- erbrook um 600.000 sterlingspund á ári, en upplag „Daily Express“ hækkaði líka upp í rúmlega 500.000 eintök. Líftryggingastríðið kostaði Northcliffe helmingi meira árlega, því upplag hans blaðs var 2.000.000. En það var „Daily Ex- press“, sem óx í áliti. Upplagið hækkaði stöðugt og Beaverbrook hóf að gefa út sunnudagsútgáfu, „Sunday Express“, og kvöldút- gáfu, „Evening Standars“. „Daily Express“ komst brátt fram úr „Daily Mail“ og er nú gefið út í 2.600.000 eintökum á dag er því langútbreiddasta dag- blað heimsins. Beaverbrook hefir ávalt valið sjer færa menn í blaðamannastöð- ur við blað sitt. Einn frægasti blaðamaður Beaverbrooks er Castlerosse lávarður. Beaverbrook kyntist þessum lávarði í París skömmu eftir síðustu heimsstyrj- öld. Castlerosse lávarður var áð- ur sjóliðsforingi. Hann vegur 300 pund. Castlerosse, sem er af gamalli aðalsætt, átti höll og víðlendar veiðilendur í írlandi, en þrátt fyrir það voru tekjur hans rýrar, einkum þar sem hann taldi sjer ómögulegt að draga fram lífið, nema að hann hefði að minsta kosti 25.000 sterlingspunda tekjur árlega (um 650.000 krónur!). Beaverbrook ákvað að gera hann að yfirmanni fjármálanna hjá „Daily Express“. En það hepnað- ist ekki. Beaverbrook ákvað þá að kenna Castlerosse vini sínum að skrifa og honum tókst það svo vel, að lávarðurinn er nú einhver víð- lesnasti blaðamaður í öllu Breta veldi. Flestir blaðaútgefendur eru því m'arki brendir, að ekki má minn- Gftd.S'f*. Lord Bcaverbrook ís r/gjiT. A confcrence should be held at once. Col. BUMPSPRIMTS ast á þá í blöðum þeirra, og allra síst nema þá lofsamlega. Beaverbrook er hinsvegar þeirr- ar skoðunar, að engum detti í hug að trúa því, sem um hann er sagt í hans eigin blöðum, að minsta kosti ekki ef skrifað er vel um hann. Hann gaf þessvegna starfs- fólki blaða sinna leyfi til að skop- ast að sjer á prenti hvenær sem því þætti svo horfa. Hingað til hefir hinn frábæri teiknari Low hjá „Evening Standard" notað sjer þetta leyfi framar öllum öðr- um starfsbræðrum sínum. Hann lætur aldrei tækifæri ónotað til þess að skopast að húsbónda sín- um. William Hickey og Kinross lá- varður draga húsbónda sinn sund- ur og saman í háði í dálkum „Daily Express“ og „Evening Standard1 ‘. „Beaverbrook líkar Glsrbygging „Daily Expresa“ T 4UDCEMEHT 0F COl.BLIMP svo vel þessi meðferð, að dæmi eru til, að hann hefir veitt verð- laun fyrir mestu skammirnar um sjálfan sig. Þegar Beaverbrook keypti „Daily Express“, sagði hann við vini sína, að nú væri hann hættur að græða fje, þar sem hann hefði ekki neina löngun lengur til að verða auðugur maður. Það er lít ill vafi á, að Beaverbrook hefir meint þetta. En samt hefir það nú farið svo, að blaðaútgáfa hans hefir gefið vel af sjer. „Daily Ex- press“ er gefið út á þremur stöð- um í London og auk þess í Glas- gow og Manchester, og breitt það- an út um alt England. Þegar stríð ið braust út græddi blaðið 1.050.000 sterlingspund árlega. Fyrir 10 árum ljet Beaverbrook byggja stórhýsi úr gleri í Fleet Street í London, þar sem „Dailv Express“ hefir aðalskrifstofur sínar nú. Þá þóttist hann ætla að draga sig í hlje og kvaddi starfs- fólk sitt fyrir fult og alt með þess um orðum; „Jeg er viss um, að þið hald- ið áfram að gefa út gott blað, piltar“. — En Beaverbrook gat ekki slitið sig frá blaðinu. Hann hjelt áfram að vera besti blaðamaðurinn við blaðið og dag- lega símaði hann því frjettir og greinar, hvar sem hann var stadd- ur í heiminum. Hann hætti í raun- inni ekki að vinna við blaðið fyr •n nú fyrir 3 mánuðum. Tvær skopteikningar eftir Low úr „Evening Standard“. Á fyrri myndinni stendur: „Beaverbrook lávarður hefir á rjettu að standa. Það ætti að halda ráðstefnu undir eins til að ákveða að Bandaríkin greiddu fje það, sem Evrópu löndin skulda þeim“. Á seinni myndinni stendur: „Beaverbrook lávarður hefir á rjettu að standa. Hæstirjettur Bandaríkjanna ætti að dæma kreppuna ólöglega samkvæmt stjórnarskránni".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.