Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 335 Bálstofur Eftir dr. med. O. C/aessen. Framh. af bls. 331. ákveðin í sambandi við Bálstof- una. Þegar það er fengið, þarf ekki að flytja lík af spítölum í heimahús. í líkgeymslu á nútíma bálstof- um er hver kista höfð út af fyrir sig, og er ekkert fráfælandi fyrir aðstandendur við fyrirkomulagið. Jeg skal geta þess, að á sumum bálstofum erlendis er útbúið sjer- stakt, lítið herbergi, sem er kælt með kælivjelum og notað, ef lík þarf að standa lengur uppi eu ella, t. d. ef beðið er eftir að fjar staddir vandamenn komi til að sjá líkið, eða taka þátt í útförinni. Jeg er sannfærður um, að Bál- stofan mun þarna bæta úr sárri þörf hjer í höfuðstaðnum, enda er það sjálfsagður hlutur, að kista verður tekin þar til geymslu, þótt, jarðað kunni að verða síðar, en ekki brent. Líka má benda á það, að kveðjuathöfn getur alt eins farið fram í kapellusal Bálstof- unnar, þótt líkið verði á eftir flutt til greftrunar. Bálstofan mun á- reiðanlega með líkgeymslu sinni leysa vanda allra bæjarbúa, bæði þeirra, sem eru hlyntir bálförum, og þeirra, sem heldur fella sig við gamla lagið, að trúa betur jörð- inni fyrir kistunni. Útfararsiðir. Það er ekki nema eðlilegt, að útfararsiðir sjeu eitt- hvað ólíkir í ýmsum löndum. En það eru vissar kröfur, sem ættu að vera ófrávíkjanlegar. Útfarar- siðir eiga að vera einfaldir og prjállausir, og útförin á að vera ódýr. Er þessum kröfum fullnægt í höfuðstaðnum ? Það er fjarri því. Menn vilja ekki horfast í augu við það, sem líkamans bíður í moldinni. Kistan er fínasta möblu- smíði, en á þó ekki annað fyrir sjer en að verpast moldu eða leir, og standa kannske í vatni. Kistu- verðið er margfalt á við það, sem þyrfti að vera. Prýðilegar trje- kistur, til bálfara, eru smíðaðar í Danmörku fyrir 50 krónur. í stað þess að hafa eina kveðju- athöfn, eins og ætíð gerist í bál- stofu, eru þær mi þrjár: Fyrst húskveðja, svo í kirkju og loks í kirkjugarði. Afleiðingin er, að líkmönnum, söngmönnum og út- fararstjóra þarf samanlagt að borga talsverðar upphæðir, en öll líkfylgdin eyðir miklum og ó- þörfum tíma. Jarðarfarir — a. m. k. í Reykjavík — eru því um- stangsmiklar og svo kostnaðar- samar, að það er fjarri öllu viti. Það hefir mjög aukið fylgi bál- faranna erlendis, að kostnaðurinn er miklu minni en við greftranir. Þessu hafa bálfarafjelögin áork- að með því að koma á „standard“- bálförum, fyrir fast verð. Þá fer bálförin fram með sama sniði — eins fyrir alla, alveg eins og les- inn er sami handbókartextinn yf- ir barni, sem skírt er, hver sem í hlut á. Þetta getur bálfarafjelag gert, sem hefir yfir bálstofu að ráða. En fyrir einstaklinga er varla hægt að taka sig út úr og breyta þeim óheppilegu venjum, sem nú eru komnar á. Það verður verkefni Bálfarafjelags íslands að gera út- farirnar einfaldari og ódýrari í framtíðinni — en þó með full- komnum virðuleik og ræktarsemi við hinn látna. En fyrir svo mann- margan bæ, sem höfuðstaðinn, er hjer um mikið fjárhagsmál að ræða. ★ í vetur sem leið tók ríkisstjórn íslands ákvörðun um, að fram- vegis skyldu mestu menn þjóðar- innar greftraðir á kostnað ríkis- ins, og sem grafreitur var valinn kirkjugarðurinn eða túnið á Þing- völlum. í kirkjugarðinum þar liggja kisturnar í vatni, en á tún- inu vantar jarðveg ofan á hraun- ið, til þess að þarna sje forsvar- anlegur grafreitur. Þessi ákvörð- un ber vott um, að lítil hugsun liggi hjer á bak við. Hvað gera Bretar í svona til- felli? Þeir geyma merkustu sonu þjóðarinnar í helgistaðnum West- minster Abbey. En nú hefir verið tekin sú ákvörðun, að fyrst verði að brenna líkið, en duftkerið skuli síðan varðveitast í Westminster Abbey. Jeg vona, að íslensk stjórnarvöld sjái sig um hönd, og fari frekar að hætti Breta, heldur en að hallast að úreltum greftrun- arvenjum. Árið 1915 flutti sendiherra Sveinn Björnsson, sem þá var al- þingismaður, frumvarp til laga á Alþingi, um líkbrenslu, og var það samþykt. En sendiherrann hef- ir ætíð verið mesti áhugamaðuv um, að bálfarir verði upp teknav hjer á landi. Þetta þótti mikið ný- mæli 1915, enda var þessi laga- setning miklu frjálslyndari en tíðkaðist annarsstaðar. Jeg hefi oft sjeð þess getið í útlendum bál- fararitum, að íslensku likbrenslu- lögin væru mikil fyrirmynd. í ár — 1940 — eiga þessi lög 25 ára afmæli — en bálstofan ev enn ókomin. Fyrir sex árum — 1934 — var Bálfarafjelag íslands stofnað, til þess að hrinda málinu áleiðis. Það kann að þykja seinagangur á framkvæmdum Bálfarafjelagsins. En það er ekki hlaupið að því að raska aldagömlum venjum — eins og jarðarfarasiðunum. Bálfaramennirnir íslensku vita, að betur hefði mátt halda á mál- inu. En þeir hafa þó upplýst þjóð- ina æði mikið um þetta nútíma menningarmál. Þeir hafa fengið ákveðinn stað í höfuðstaðnum undir bálstofu — það er á Sunnu- hvolstúni, og þeir hafa fengið lof- orð bæjarstjórnar og bæjarráðs um, að bærinn leggi til þessa lóð endurgjaldslaust. Þeir hafa fengið því til vegar komið, að Ríkissjóð- ur og Bæjarsjóður Reykjavíkuv telja sjer skylt að styrkja bál- stofubygging, á móti framlögum prívatmanna. Fjelaginu hefir og tekist að koma upp álitlegum vísi að byggingarsjóði bálstofu. Reynslan í öðrum löndum sýn- ir undantekningarlítið, að nokkuð mörg ár líða frá stofnun Bálfara- fjelags og þangað til fyrsta Bál- stofan kemst á fót. Jeg hefi þá sterku trú og von, að á íslandi þurfi ekki að bíða nema fá ár enn eftir þessari menn- ingarstofnun, sem jeg veit, að mörgum verður kærkomin. 13. sept. 1940,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.