Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Side 1
Jfttorðiutlil&ftðim* 49. tölubla?. Sunnudaginn 8. desember 1940. XV. árgangfur. Einhuga sigurviss þjóð FRJETlABRJEF FRÁ ENGLANDI Englendingur einn, sem var hjer á landi í stunar, en fór hjeðan í haust heim til sín, gaf Morgunblaðinu fyrirheit um, að hann skyldi senda blaðinu frjettabrjef, er hann hefði verið það lengi heima í Englandi að hann hefði fengið tækifæri til að afla sjer nákvæmrar vitneskju um það, hvernig þar er um- horfs, hvað sannast er um viðureignina í loftinu og hvaða hug- ur ríkir með þjóðinni. Brjef hans, sem hann ritar um miðjan nóvember, fer hjer á eftir. egar jeg kom til Englands átti jeg ekki von á neinu góðu Loftárásirnar voru þá í algleym- ingi, og talað um að innrás væri yfirvofandi á hverjum degi. En jeg liafði ekki fyrr stigið fæti á land ,en jeg sá, að hressandi and- rúmsloft var með þjóð minni. Henni hafði aukist hugur og þrek við hörmungar og eríiðleika og við að sjá hvernig fór fyrir Frakk- landi. Öll þjóðin var önnum kaf- in. Alt var hjer með öðrum svip en útvarpið þýska vildi vera láta í áróðri sínum, er talaði um úr- kynjaða þjóð, sem vildi berjast til síðasta blóðdropa — Frakka. Hjer var þjóð að verki, örugg með sig og ákveðin að mæta þeim hörð- ustu árásum sem hún nokkru sinui hefir mætt. Styrjöldin hafði vakið þjóðina til dáða. Síðan jeg kom hefi jeg gengið úr skugga um, að frásagnir breska útvarpsins um tjónið í loftárásun- um eru rjettar og sannleikanum samkvæmar. Þar hafa verið gefn- ar sannorðar lýsingar á barátt- unni um yfirráðin í loftinu yfir Englandi. Flugvjelatjónið. Síðan um miðjan október hafa Þjóðverjar hætt að gera hinar miklu loftárásir sínar að degi til. Þær hafa kostað þá 2719 flugvjel- ar og sýnt hve lítilsmegnugar hin- ar margumtöluðu steypiflugvjelar þeirra ern, þegar þær mæta „Hurrieane“- og „Spitfire“-flug- vjelunum bresku. Hjer eru þó að- eins taldar þær flugvjelar, sem vitað er um, að skotnar hafa ver- ið niður. En Þjóðverjar hafa mist fleiri, því margar hafa orðið fyrir það miklum skemdum í loftbar- dögunum, að þó þær hafi ekki hrapað til jarðar á staðnum, þá hafa þær ekki komist til bæki- stöðva sinna. Á þessu sama tímabili mistu Bretar samtals 769 flugvjelar. Undravert er það, hve margir flugmanna bjargast í fallhlífum úr flugvjelum þeim, sem far- ast. Og þar eð loftbardagarnir hafa átt sjer stað yfir Englandi, þá hafa þeir þýskir flugmenn, er björguðust, verið teknir til fanga, en bresku flugmennirnir verið til- búnir að leggja til orustu að nýju næstu daga. í flestum þeirra 763 flugvjela, sem Bretar mistu, var aðeins einn flugmaður. En í þýsku sprengjuflugvjelunum er 3—4 manna áhöfn. Þeir hafa því mist yfir 6000 flugmenn, er farist hafa eða verið teknir til fanga. Þetta tjón þeirra er þeim miklum muu tilfinnanlegra en flugvjelatjónið, því erfitt er fyrir þá að fá flug- menn í skarðið. Varnir hinna fáu. Flugher Breta getur íagnað því, að hafa að miklu leyti komið í veg fyrir eða dregið úr árásum hins þýska flugflota, sem hingað til hefir verið talinn svo öflugur, að enginn gæti honum viðnám veitt. Fyrir afrek þessi hefir breski flugherinn hlotið alþjóðar þökk. Því, eins og Churchill for- sætisráðherra komst að orði. „Aldrei í nokkurri viðureign, sem háð hefir verið í sögunni, hafa eins margir átt eins fáum eins mikið að launa“. Nýlega kvað stjórnarfulltrúi Bandaríkjanna í flugmálum upp þann dóm um breska flugherinn, að hann stæði að öllu leyti fram- ar þýska flugflotanum, nema að því er snertir fjöldann. Og það er þess vegna, sem breski flugflot- inn hefir staðið sig eins vel og raun er á orðin. Hvað hefði orðið um London og aðrar stórborgir landsins ef á- standið hefði verið eins og það var í Hollandi, varnirnar engar eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.