Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Qupperneq 2
386 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og þar, eftir því sem utanríkis- ráðherra Hollendinga segir í bók sinni um kúgun Niðurlanda. Þar segir hann, að í Rotterdam einni hafi þýski flugherinn drepið 30 þús. manns á hálfri klukkustund í heiftugri loftárás, er gerð var á þá borg. Þannig framkvæmdu Þjóðverjar „leifturstríð" sitt í lofti gegn þjóð sem gat ekki var- ið sig og sem þeir höfðu ekki einu sinni sagt stríð á hendur. Af þessu sjest greinilegast hve hroðaleg ör- lög stórborga Englands hefðu orð- ið ef breski flugherinn hefði ekki verið og aðrar loftvarnir, og et' ekki hefði unnist tími til að skipu- leggja varnirnar. Manntjónið. í septembermánuði urðu loftá- rásir Þjóðverja á England 7000 manns að bana, en 11000 særðusr. í októberlok höfðu 14.300 manns farist í loftárásunum, frá því loft- hernaðurinn byrjaði, en 20.500 höfðu særst. Manntjón þetta er smávægilegt í samanburði við mannfallið í bardögunum í síðustu styrjöld. Árásir Þjóðverja hafa upptendrað reiði almennings gegn Þjóðverjum, en á engan hátt orð- ið til þess að menn ljetu hugfail- ast. Hið staðfasta hugrekki almenn- ings, og einkum kvenþjóðarinnar, er aðdáanlegt. Allir vinir mínir og kunningjar í London, og sumir þeirra eru í háum stöðum, sem unnið hafa að því að koma sjúkra- liúsmálumun í gott lag, koma upp loftvarnabyrgjum og unnið að hjálparstarfsemi fyrir fólk, sem orðið hefir húsnæðislaust og þarf að sjá fyrir fæði og húsnæði, eru sammála um, að glaðværð og stað- festa Lundúnabúa sje eins aðdá- unarverð og lýsingar blaða og út- varps skýra frá. Er menn koma til London undr- ast þeir hve borgarlífið er þar með sama svip og áður. Hjer og þar eru skörð í húsaraðirnar með- fram götunum, þar sem sprengjur hafa fallið. En í flestum borgar- hverfum eru þau skörð alls ekki mörg. London með eama svip. Þrátt fyyrir árásir Þjóðverja er daglega lífið í London lítið breytt frá því sem það á að sjer. Mann- fjöldinn á götunum eins og áður, sem fer ferða sinna. Og þó menn lieyri skotdrunur yfir höfði sjer eða hvininn í loftvarnalúðrunum, láta þeir það ekki á sig fá aö degi til. Strætisvagnar, leigubílar og einkabílar streyma um göt- uruar, og járnbrautarlestir fara á hverjum degi frá London til allra hjeraða landsins. Þegar dimma tekur hliðra menii sjer hjá að vera á ferð á götun- um, vegna niðamyrkursins, og til þess að forðast að verða fyrir kúlnabrotum úr ioftvarnabyssum, sem eru að verki meðan nætur- árásir standa yíir. Mörg hundruð þúsund manns leita þá í loftvarna- byrgi, sem eru þannig útbúin, að fólk geti hvílst þar og sofið. — Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að fólk geti fengið fæði á kostnað hins opinbera í Loudon og í öðrum borgum lands- ins. Forystumaður þeirrar starf- semi er fiskkaupmaður einn, sem er mörgum Islendingum kunnur. Fyrsta sprettinn eftir að loft- árásir hófust fyrir alvöru, var slökkvistarfið eitt erfiðasta vanda- máiið. Þá lýstu oft miklir eldar upp loítið yfir borginni. En nu gengur alt slökkvistarf mikið hraðar, og aliur almenningur hef- ir fengið mikla æfingu í því aó finna öll eldsupptök og kæfa elds- voða í fæðingunni. Eldhættan er því hverfandi hjá því sem hún var áður. Póstgöngur eru seinni en áður, en halda viðstöðulaust áfram. Og símaviðskifti eru ótrufluð. Jeg hefi sjaldan orðið þess var að bið verði á afgreiðslu símtala frá landsbygðinni við London. Þegar bilanir hafa orðið á vatns- leiðslum, holræsum, rafmagns- stöðvum eða öðrum þeim mann virkjum sem nauðsynleg eru í hverri borg, hafa þær fljótlega verið endurbættar. 567 þús. börn höfðu verið flutt frá London fyr- ir lok október, en um 300 þús. eru eftir í borginni. Ekki hafa stjórnarvöldin verið örfuð til þess að hraða brottflutningi barnanna. Þvert á móti. Örfa hefir þurft foreldrana til þess að leyfa að börnin færu heimanað. Margir, sem enga jerstaka atvinnu hafa í Londou, hafa flutt sig þaðan. En aldrei hefir borið á neinum skyndilegum flótta þaðan. Miljón- ir manna halda áfram að lifa og starfa í London, og svo mun verða áfram. Sprengjuvarp yfir borgino af handahófi mun ekki eyða borg- inni nje yfirbuga þjóðina. Það sem meira er: Til London koma enn vörubirgðir frá flutningaskipum og höfnum, frá skipalestum sem sigla um Dover-sund. Og frá Lond- on er vörunum dreift út um land ið. — Skift um aðferð. Frá því í miðjum októbber liain Þjóðverjar skift um flugvjelar til árása á London. í stað hinna stóru sprengjuflugvjela, hafa þeir uot- að síðan litlar bardagavjelar, sem geta ekki flutt nema lítið aí sprengjum. Þær fljúga í 4000— 7000 feta hæð. Loftið yfir Eng- landi er ekki eins tært og gagi,- sætt og oft er á íslandi, og því er það ógerningur að miða og hitta ákveðin skotmörk úr þessari hæð. Að Þjóðverjar urðu að breyta þannig til, stafar af því hve loft* varnirnar reyndust duga vel. Þess- ar flugvjelar eru ekki eins hættu- legar og hinar, enda hrekja flug- menn Breta þær oftast á brott. Sá er munurinn á æfingu og þjálfun breskra og þýskra flug- manna, að breskir flugmenn voru æfðir í því að fljúga að nóttu til og hæfa ákveðin mörk með sprengjum sínum, en æfingu í slík- um árásum höfðu þýskir flugmenn ekki, því þeir bjuggust við að þeir hefðu yfirtökin í lofti yfir Englandi að degi til, og þyrftn því ekki á því að halda að æfast undir næturárásir. En vegna þessa þá bera næturárásir Þjóðverja á England ekki sama árangur eins og næturárásir Breta yfir Þýska landi. Æfing og þjálfun á þess- konar flugi tekur langan tíma, svo þýskir flugmenn geta ekki afl- að sjer þeirrar skotfimi í skjótu bragði. Á meðan vinna breskir sjerfræðingar að því að gera loít- varnir Breta gegn næturárásum virkari en þær hafa verið, og finna leiðir tii þess að vinna bug

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.