Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Qupperneq 3
387
^SBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ein álman á hinum fræga To'wer-kastala í London hefir skemst í
loftárás.
á flugvjelum þeim sem koma yfir
borgirnar í myrkri.
Af handahófi.
Það leynir sjer ekki að þýsku
flugmennirnir, sem gera árásir sín-
ai að nóttu til, varpa sprengjun-
um mjög af handahófi, bæði 4
London sjálfa og úthverfi borgar-
innar. Bn næturnar þar um slóðir
og hvar sem er í landinu eru oft
hávaðasamar. Menn heyra sprengj-
ur falla við og við, og eins skot-
hríðina úr loftvarnabyssunum. Og
enginn getur verið öruggur um að
einmitt hans hús verði ekki fyrir
sprengju þá nóttina. En sem bet-
ur fer, eru það ekki nema tiltölu-
lega fáar sprengjur sem valda
verulegu tjóni. Meiri hlutinn af
sprengjunum gerir sprengjugígi
sína á bersvæði.
Menn verða að sætta sig við
lífshættuna. En hún er ekki meiri
en það ,að niénn venjast henni.
Enda er, sem fyrr er getið, langt
frá því að daglegt líf manna hafi
á nokkurn hátt færst úr skorðum.
Margir leitast. við að vera komu-
ir heim til sín á kvöldin þegar
kvöldlúðrar loftvarnanna byrja.
Og margir hafa vanið sig á að
taka upp siði hellisbúa og sofa í
loftvarnabyrgjunum. í sumum
borgum við ströndina eru börnin
orðin svo vön við skotdrunur flug-
vjelanna, að þau fleygja sjer flöt
til jarðar í miðjum leikjum sín-
um, jafnskjótt og þær heyrast.
Hávaðinn þreytir menn mest. En
hann vekur ekki eins mikla skelf-
ing og fyrst í stað, vegna þess að
nú vita menn að ekki verður ann-
að úr þessu en sprengjugýgir hjer
og þar, og glerrúður sem brotna
Lundúnabúum er farið að finnast
skotdynur loftvarnabyssanna þægi
legur, enda altaf viðkunnanlegri
en drunurnar í árásarflugvjelum
Þjóðverja.
Yerslunin.
rtflutningsskýrslur Bretlands
fyrir september sýndu, að útflutn-
ingur í þeim mánuði var meiri
en í ágúst. Að útflutningsverslun-
in hefir aukist þrátt fyrir það, þó
markaðirnir á meginlandinu hafi
lokast, sannar það, að loftárásir
Þjóðverja hafa litlu áorkað til
þess að spilla iðnaði Bretlands og
koma glundroða á framleiðslu
bjóðarinnar. Verslunarskýrslurnar
ýua, að Þjóðverjum hefir ekki
orfið mikið ágengt í því að stöðva
samgöngur við England. Að und-
anteknum íslendingum og fáeinum
öðrum eyþjóðum eru það fáir,
sem þurfa á eins miklum innflutn-
ingi að halda að tiltölu við fólks-
fjölda og Bretar. En samt sem
áður eru miklar birgðir nú í bresk-
um verslunum, og engar vörur
skamtaðar nema nokkrar matvæla-
teg. Skömtuninni er vel stjórn-
að. Hvergi sjást biðraðir fyrir
framan verslanir, og nóg hægt að
fá af mat. Birgðamálastjórn hefir
safnað miklum vörubirgðum í
lindið.
h'yrsta áfall Hitlers.
Fyrsta áfall Hitlers, sem fyrir
hann hefir komið, er það, að hon-
um skyldi ekki takast með skyndi-
lofthernaði að yfirbuga breska
loftherinn. Með því eru líkurnar
orðnar mjög litlar til þess að hon-
um takist innrás í landið. þar eð
berafli hans hefir ekki vfirtökin
í lofti. Til þess að geta komið
innrás í kring sýnist nauðsynlegt
að hafa svo mikinn loftflota að
hann geti rekið bresku herskipin
á flótta og lamað viðnámsþrðtt
landvarnarliðsins.
Eina umkvörtunin sem jeg hefi
hevrt í garð bresku herstjórnar-
innar er sú, að hiin skuli ekki hafa
lofað innrásarhernum ótrufluðuni
að búa um sig á meginlandinu,
til þess að hann legði út á sjóinn
og mætti þar breska flotanum og
flughernum og yrði þar eyðilagð-
ur. Það hljóta að vera árásir
breskra flugmenna á innráðsar-
hafnirnar og spellvirkin, sem þeir
hafa þar gert, er hefir orðið til
þess að innrásartilraun hefir ekki
verið gerð.
En áhættan fyrir Breta við
að hleypa innrásinni á stað hefði
verið of mikil. Þess er og að gæta
að eftir því sem lengra líður verð-
ur innrásartilraun Þjóðverjnm
hættulegri. Hefði hún verið gerð
rjett á eftir Dunkirk-orustunni. þá
hefðu Þjóðverjar komið að Bret-
um óviðbúnum. En þá var hún
Framh. á bls. 391.