Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Blaðsíða 4
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
38»
Oscar Clausen:
Sveinn „borgari“
Ein af fyrstu endurminningum
mínum er bundin við það,
þegar fyrst var farið að kenna
mjer að þekkja stafina. — Mjer
var komið í kenslu hjá gamalli
heiðurskonu í kauptúninu, sem
mörgu barninu hafði kent að stafa
um æfina. Hún var orðin fjör-
gömul, áreiðanlega um áttrætt og
mjög farin og ellihrum. Ellin
hafði tálgað af henni holdin og
nú var hún orðin mögur og beina-
ber. Mjer er enn í minni hversu
hendin á gömlu konunni var mög-
ur og kræklótt, og hvað bar þar á
öllum æðum og taugum þegar hún
benti mjer á stafina með band-
prjóni. Þá varð mjer ósjálfrátt
að horfa á hendina hennar í hvert
skifti, sem þögn varð eða hvfld
og bera hana saman við mína
eigin hönd, — holduga og ólúna
barnshöndina.
Gamla konan hjet Sigrún og var
hún af góðri ætt komin. Hún hafði
einhverntíma verið gift kaup-
manni eða verslunarmanni og var
því altaf titluð madama. Madama
Sigrún var altaf vel klædd, eða
eins og heldri konu sæmdi að
þeirra tíma sið og yfir henni var
einhver hefðarblær. Hún var á
peysufötum með svarta svuntu og
slifsi, en það var úr flaueli með
svörtum blúndum úr glerperlum
á endunum. Gamla konan var blfð
og þýð við okkur börnin, en við
vorum tvö, hitt var telpa, sem
ólst upp á heimilinu. Hún lagði
alúð við kensluna og þess vegna
gekk okkur vel að læra hjá henni.
Madama Sigrún var á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar. Þau
voru efnuð hjón og áttu gott
heimili og snoturt hús, sem gaf
ekki eftir húsum kaupmannanna
og embættismannanna f kauptún-
inu að myndarskap, nema hvað
það var ekki eins stórt og þau. —
f borgarahúsinu miðju, en svo var
hús þetta nefnt, var forstofa og
var gengið úr henni í tvær stof-
ur, sitt til hvorrar handar. Til
hægri var „stássstofa“ eða gesta-
stofa, en til vinstri var setustof-
an, sem notuð var daglega og þar
var gamla konan að kenna okkur
að stauta. — Stofan sii var vist-
leg og hlýleg. Veggirnir voru
klæddir timbri í smáferhyrningum
og blámálaðir. Þar var ofn, feikna
mikið bákn, einn þessara gömlu
ferhyrndu vindofna. Hann var
þrjár hæðir með miklu steyptu
rósaverki á hliðunum og að ofan,
en í efstu hæð hans stóð skínandi
fáguð eirkaffikanna fyrir innan
gegnumsæja járnhurð úr laufa-
verki. — Mjer varð í fyrstu star-
sýnt á þennan stóra ofn. Hann
var svo ólíkur sívölu sljettu kola-
ofnunum í húsi foreldra minna, ocr
þegar jeg minnist hans nú, verð-
ur fyrir mjer hlýja og ylur, því
að það var altaf svo vel lagt í
stóra ofninn í borgarahúsinu og
það var svo heitt í stofunni þar
þegar madama Sigrún var að sýna
okkur stafina.
Húsmóðirin í borgarahúsinu var
einstök gæðakona og húsbóndinn,
tengdasonur madömu Sigrúnar,
var mesti myndarmaður. Hann
hjet Sveinn og var kallaður „borg-
ari“ af því að hann fór á hverri
vetrarvertíð undir Jökul og rak
þar smávegis verslun við ver-
mennina. Einkum var það tóbak
og brennivín, sem hann seldi þeim.
Þann varning þraut svo oft í versl-
unum, en þegar svo vildi til, var
hægt að ábatast vel á því að versla
með slíka vöru. — Að vísu var
þá ekki annar gjaldeyrir en fisk-
urinn, en þegar vel fiskaðist var
hann líka sjómönnunum laus í
hendi. Það hafði oft. komið fvrir
að borgarar og aðrir, sem fengust
við „prang", gengu niður í fjör-
una þegar bátarnir voru að koma
að og seldu þá munntóbakstugg-
una fyrir roskinn þorsk, og svo
var brennivfnspelihn oft seldur
þreföldu verði þegar lítið var orð-
ið um þann „metall“. —
Það átti fyrir mjer að liggja,
þegar jeg var orðinn fullorðinn
maður, að kynnast Sveini borgara
allmikið, en þá var hann orðinn
maður á efri árum. Sveinn var
í stærra meðallagi að vexti og
þrekinn, fríður í andliti, dökk-
hærður og vel hærður, skeggprúð-
ur, með snöggklipt vangaskegg. —
Hann var hæglátur og óáreitinn
góðvildarmaður. — Hversdagslega
var hann ávalt snyrtilega til fara
og háttprúður, blíður í máli og
viðmótsþýður, en gat þó stundum
verið smákíminn í orðum. Avana
orðtæki hans var: „Minn kæri“,
og bætti hann því oft við þegar
hann ávarpaði náungann eða kast-
aði á hann kveðju. Sveinn þótti
greiðvikinn og gestrisinn, en sá
þó altaf fótum sínum forráð í fjár-
málum og var því vel bjargálna
maður.
f fari Sveins borgara var eitt,
sem menn tóku eftir og þótti ein-
kennilegt, en það var hversu hann
var alvarlegur á svipinn þegar
hann þagði eða ef málhvíld varð
í samtali. Þá var eins og einhver
óraþungi legðist vfir alla persónu
hans, en svo ef yrt var á hann,
leit hann upp ljettur og mjúkur í
máli, og ef vinir hans áttu í hlut.
voru dökku augun hans þá eins
mjúk og flauel. — Mjer var lengi
ráðgáta hver var orsökin til þeirr-
ar alvöru, sem hvfldi yfir Sveini
gamla borgara, en nú, þrem ára-
tugum eftir að hann er farinn til
feðra sinna, þykist jeg hafa fund-
ið líklega skýringu á þessu. —
Mjer hefir sem sje verið sögð saga
um atvik úr lífi Sveins borgara,
sem gæt.i hafa slegið alvöru yfir
líf hans og skal hún nú sögð, en
ekki seld dýrar en jeg keypti.
Þegar Sveinn var forðum undir
Jökli á vetrum, var þar oft mikið
af refum og gengu þeir niður að
sjónum þegar hart var á jörð. Þar
náðu þeir fiskrifrildum og kel-
fiski sjer til ætis. — Margir menn
stunduðu refaveiðar á _þerm árum
og voru þeir einkum- sfcótnir þég-