Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Side 5
LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS 389 ar tunglsljós var og snjór á jörð, og lágu menn 'þ* rftundum út.i heilar nætur í leyni fyrir refum Sveinn borgari var mesta veiði- kló þegar hann var á ljettasta skeiði og notaði hvert tækifæri til öflunar. Hann átti þá líka bestu byssuna í verstöðinni og kunni vel að handleika hana svo að aðrir gerðu ekki betur. Einu sinni var það eftir miðjau vetur að tunglsljós var bjart og jörð alhvít. Sveinn fór með byssu sína um kvöld og hugðist liggja fyrir refum um nóttina og skjóta ef færi gæfist. Hann gekk upp undir fjallið og fann þar refsspor í snjónum og rakti þau til svávar. Meðfram sjávarströndinni var all- mikill kambur, sem brimið hafði hlaðið upp, en fyrir neðan kamb- inn voru þarahrúgur og þangað hafði rebbi farið að snapa eftir æti og því misti Sveinn slóð hans þegar mjöllina þraut. Hann tók nú það ráð að leggj- ast í skjól af stórum steini, ef vera kvnni að refurinn kæmi í Ijós og hlypi aftur til fjalls. Svo lagði hann byssuna við, spenti gikkinn og beið tilbúinn til þess að hleypa af, — en biðin varð löng. Tunglið lýsti og kyrð var vfir öllu, en hörkufrost um nótt- ina. Sveinn tók á þolinmæði sinni og hefði eflaust legið til morguns ef á hefði þurft að halda, en skömmu eftir miðnætti sá hann alt í einu eitthvað dökt hreyfasr eftir kambinum og sló föstu að þarna væri rebbi kominn. Hann vandaði sig nú að sigta, hleypti af, spratt síðan upp og hljóp til að gá að hvort hann hefði hæft, en þá varð Sveini ekki um sel. — Þetta var maður, sem þarna var á göngu fyrir neðan kambinn, en höfuðið hafði borið við himinn fyrir ofan kambinn. Sveinn hafði skotið hann í hðfuðið og lá hann nú þarna dauður í blóði sínu. Eins og gefur að skilja, kom fát á Svein í fyrstu. Honum varð ráðafátt, en svo -náði hugur hans valdi á kaldri yfirvegun. Hann lyfti nú þeim dauða um öxl sjer og bar hann fram í sker, sem var þar skamt undan landi, lagði hann þar og byssu sína við hlið hans. Gekk síðan heim, fór hljóðlega inn og háttaði I rúm sitt og þar lá hann þegar aðrir risu úr rekkjum um morguninn. Engan grunaði neitt, en seinna um daginn fanst hinn örendi maður í skerinu og var því slegið föstu að hann hefði fengið lánaða byssu Sveins borg ara til þess sjálfur að binda enda á veru sína í „þessum táradal". Það þótti nefnilega eðlilegast að svo hefði verið, því að hann hafði, í heilögu hjónabandi, verið tjóðr- aður við kvenskass, sem sýrði fyrir honum tilveruna, en þeir góðviljuðu hjeldu því fram, að skotið hefði hlaupið óvart úr byss- unni. — Seinni hluta næturinnar hafði þykknað í veðri og undir morgun hafði fent í spor beggja, Sveins borgara og refsins, sem hann var að elta. — Engan grun- aði neitt um að Sveinn hefði verið þarna að verki, enda sagðist hann hafa lánað manninum byssuna, eu kunnugustu menn tóku eftir því að hann varð óvenju fálátur otr þungbúinn viktirnar eftir að þessi atburður gerðist, og þau þyngsli vfirgáfu hann aldrei. Bvssuna seldi Sveinn lágu verði þeint fyrsta, sem falaði hana, en hann var ekki vanur að selja nokkurn hlut ódýrt og vakti það líka eftir- tekt manna eins og það, að eftir þetta snerti Sveinn borgari aldrei bvssu. Va r það nú þetta atvik, setn lá eins og farg á Sveini borgara alla æfi? Þessa heiðursmanns, sern engum vildi mein gjöra og var góðvildin sjálf. Ekki hafði hann viljandi orðið manninum að bana. En ætli honum hefði orðið ganga lífsins ljettari, ef hann hefði um morguninn farið til hreppstjórans og tilkvnt honum verknað sinn og síðan tekið hegningu samkv. lög- um mannanna og þá verið sviftur Frelsi svo sem þriggja mánaða tíma fvrir að hafa orðið manni að bana í ógáti? Það er og verður óráðin gáta. Síðast man jeg eftir Sveini borg- ara þegar bann lá banaleguna. —- Hann átti -engln börn, en vildi gera-erfðaskrá-ng-gefa litlu telp- unni, sem -ólst upp hjá honum. en nú var orðin fullorðin kona, alla jarðneska fjárjnuni sfna. Það var því sent eftir yflrValdi og lækni að banasænginni. Sá borða- lagði samdi skjalið og ljet Svein skrifa undir það í viðurvist tveggja votta og var jeg annar, en læknirinn vottaði að Sveinn hefði verið með fullu ráði þegar hann skrifaði undir. Mjer er það minnisstætt hve Sveinn borgari var óstyrkur þegar hann reís upp í rúminu og skrifaði nafn sitt í síðasta skifti. —• Nóttina eftir þyngdi honum banasóttin, en um hádegi daginn eftir bráði snögg- lega af honum, — það var hel- fróin. Var þá sent eftir prestin- um og veitti hann honum heilagt sakramenti ,en hvort hann skrift- aði fvrir honum leyndardóm lífs- síns, veit enginn. — Um kvöldið fekk hann hægt andlát. Jeg perlu minni sökti í sortans haf, er sorg og þjáning hafði brjóst mitt gist. Og handan dags hin dula grafar- vist í dimmri gleymsku beið mín bjeð 8’4. af Og öllum litum lýsti perlan mín, hið lvgna djúp, sem brynni töfra- sól. uns loks hún hvarf — og ljóma hennar fól, hinn leyndi hylur minni döpru sýn. En eitt sinn, þegar brimið brýst að strönd, af botni hafsins flyst hún enn á land. Og farandsveinn við fjöruhvítan sand mun finna hana — og taka sjer í hönd. Þótt ljúki mold um leifar dáins manns, hún Ieiftrum slær á draumaveginu hans. • Ólafur Jóh. Sigurðsson • -»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.