Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Page 6
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frostaveturinn 1880-1881 Haustið 1879 gerði hret um veturnætur; var þá fje enn víða um fjöll. Hret þetta stóð ekki lengi. Úr því fram að jólaföstu gerði öndvegistíð, en á jólaföst- unni var logn og nokkurt frost, og hjelufall svo mikið að hross og fje stóð í kröfsum. Jón Jóns- son, sem lengi bjó á Grund og í Vesturhópshólum, var þá vinnu- maður hjá Birni Sigvaldasyni á Aðalbóli í Miðfirði. Fór Jón á jólaföstunni tvær ferðir í eftir- leitir fram heiðar, suður hraun og alt í Jökulkrók. Fann hann um sextíu fjár, þar á meðal fjögur lömb frá Haukagili í Vatnsdal. Ljet faðir minn sækja lömbin og fóðraði þau um veturinn. Lömbin voru feit og sælleg sem dilkar, en fóðruðust illa. Frostin hjeldust fram yfir nýár 1880 og alt til þrettánda. Þá fór að gera dimmviðris-kaföld af norðri og mikla snjókomu, en aldrei veruleg hríðarveður. Hjelst þessi veðrátta þar til þrjár vikur af þorra og var komin botnlaus ófærð. Þá hlánaði og rann snjór- inn sundur sem hjela, og varð al- autt upp á háfjöll alstaðar í Húna- vatnssýslu og fje slept alstaðar seint á góu. Var vetur þessi ein- hver sá besti, sem jeg man eftir. Seinnipart vetrar þessa sá jeg fugla þá, er jeg hefi ekki sjeð fyr nje síðar. Jeg var staddur uppi á háfjallinu fyrir ofan Þór- eyjarnúp og sá þá koma geysi- stóran fuglahóp, líklega þeir hafi skift þúsundum, fljúgandi í stefnu frá Eiríksjökli. Fuglarnir flugu fram hjá mjer með gargi miklu. Þeir voru svartir á lit með ljós- leita bringu, talsvert minni ei hrafnar. Hópririnn stefndi norð- vestur yfir fjajlið og hvarf mjer þar. Mjer var sagt að þetfa mundu hafa yerið fspreyskir hrafnar, en þeir eru fásjeðir á NPi^urlandi. Hvert þessi mikli fuglaskari hefir haldið er mjer óljóst, jeg heyrð: hvergi að þeirra hefði orðið vart annarsstaðar. Eftir Jón L. Hansson Á sumardaginn fyrsta var búið að vinna á túninu og það algrænt, var þá einnig búið að bera tað í hlaða. Á krossmessu var alment smalað og fje rúið, það er náðist, en fje komið víðsvegar um fjöll. Hvítasunna var þá í fimtu viku sumars. Á hvítasunnumorgun var komið norðan slyddukafald, sem hjelst allan þann dag, og varð alhvítt niður á láglendi. Var þá smalað og látið inn riiið fje og óbornar ær. Á annan var þokuloft og dumbungsveður um .morguninn. með norðan kalda, sem smáherti er á daginn leið. Var á hádegi kominn stórastormur og ljetti þá til. Á hverjum degi frá því fram um messur var ljettskýjað loft og sólfar. rauk upp um sólaruppkomu með norðan stórviðri, en logn á nóttum og jörð hvít af hjelu á hverjum morgni. Um .Jónsmessu linaði næturfrost og gerði áfall á nóttum, en þurt veður með sólfari á daginn. Sú korka, sem þá var komin í gras- vöxt, var lengi að ná sjer. Gras- spretta varð þó í meðallagi, en sláttur byrjaði ekki fyr en tólf til þrettán vikur af sumri. Var um sumarið norðan kulda veðr- átta og þurviðri, nýting heyja ágæt og heyskapur í meðallagi. Fje var um haustið óvanalega vænt, en það er margreynt, að fje safnar best holdum í köldum þur- viðrasömum sumrum, þegar gras- spretta er ekki mikil. Haustið var kalt með mikilli snjókomu, en allagði að í þriðju viku vetrar og bvrjaði þá frosta- veturinn alræmdi 1880—1881. Voru þrjár hríðar ofboðslegar um veturinn: Jólahríð, fjögra eða fimm daga stórhríð; Fönixhylur- inn á þorranum, og góiihríðin, sem stóð látláust í' á'tta sólarhringa. Var frost, veðu’rharka og fann- koma afskaþlegt. t Fönixhvlnum var veðrið svo mikið, að viða reif af allan grassvörð, og voru mold- arflög í túnum nörðan í móti. Botnfrusu þá ár og lækir, og varð sumstaðar að sækja vatn langai leiðir í uppsprettur. í jólahríðinni var Jóhannes Sveinsson á ferð framan úr Mið- firði, var hann að sækja tryppi. Brast veðrið á hann á Miðfjarð- arhálsi. Komst hann ekki lengra en í hlíðina austan Miðfjarðar- vatns, og varð þar að skilja trypp- ið eftir í skjóli undir holti. Sjálf- ur fór Jóhannes upp á háholtið og hamaðist þar alla nóttina og fram á hádegi daginn eftir, til að halda á sjer hita. Þá rofaði til svo hann sá bæinn á Neðra-Vatns- horni og komst hann þangað heim ókalinn og furðanlega hress. Var þó brunafrost, en engir mælar þá til. Þá bjó á Neðra- Vatnshorni Þorgrímur Jónatansson, sem síðar bjó lengi á Kárastöðum. Jóhannes þessi viltist eitt sinn úr göngum á TAÚdægru. Fór hann að elta tvö lömb og komst með þau niður í Stafholtstungur í Borgarfirði. Skildi hann lömbin eftir í Örnudal, en hjelt á stað upp úr ÞA’erárhlíð, norður Hellis- tungur, niður í Hrútafjörð og yfir háls, og kom tímanlega rjettar- daginn í Miðfjarðarrjett. Var hann þrantseignr ofurhugi. Frostaveturinn gætti jeg fjár og kól mig á andliti á leið í fjár- húsin, en úlnliðir og fætur voru stokkbólgnir og blásvartir af frost bólgu. því ómögulegt var að klæða sig t.il hlítar, svo voru frostin bit- ur. Var jeg og margir aðrir lengi með svörtum kalsárum. Músagang- ur var svo mikill að fje músátst í húsum svo það varð að skera. Suma daga urðu konur að liggja í rúminu með börnin, til að halda á þeim hita, því hörkufrost var í baðstofunum, en engin tæki til að hita þær upp. Mundi það þvkja hörð aðbúð nú. AðraT eins frosthörkur og þá voru og veðurofsa hríðanna geta vart neinir gert sjer hugmynd um, aðrir en þeir er revndú. Frostin Framh, á bls. 392.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.