Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLABSINS 391. Einhuga sigurviss þjóð Framh. af bls. 387. ekki reynd, hvort heldur það var af því, að undirbúningur Þjóð- verja var þá ekki komin nægilega langt til þess, ellegar það var vegua þess að llitler kaus heldur að ljúka fyrst viðureigninni við Frakka. Mistök Þjóðverja í því að ná yf- irköndinni yfir breska loftflotan- um hefir vakið óbifanlegt traust almennings í Bretlandi á framtíð- inni. Þó útlitið sje á margan hátt ískyggilegt og framtíðin muni bera margskonar þrautir í skauti sínu bresku þjóðinni til handa, hœtt- urnar og erfiðleikarnir í Miðjarð- arhafi og víðar eru öllum aug- ljósar, þá er það enginn sem læt ur sjer annað til hugar koma, en Bretar sigri. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að á næsta ári hafi breski loftflotinn ekki aðeins yfir- burði yíir þann þýska að því er snertir flugvjelatækni og þjálfun flugmanna, heldur verði bresku flugvjelarnar þá orðnar fleiri en þær þýsku. Og þessir yfirburðir fari hraðvaxandi úr því, eftir því sem áætlanir um flugvjelasmíðar innan heimsveldisins komast í framkvæmd, og framleiðsla Banda- ríkjanna eykst. Á hinn bóginn er það álit manna, að þrátt fyrir framgang Þjóðverja sje ekki alt í eins góðu lagi þar eins og manni kann að sýnast. Hvorki í lofti nje á sjó hafa Þjóðverjar sýnt sama atgerfi og liðsmenn keisarans í síðustu styrjöld. Þá höfðu Þjóðverjar yf- irburði í lofti yfir Bandamenn alt fram til 1918. Þá kom ekkert svip- að fyrir þýska flotann eins og Graf Spee-sagan nú. Þá söktu Þjóðverjar aldrei sínum eigin skip um. Hve mikið svo sem veldi Hitlers er, þá vænta Bretar þess, að þeim takist að brjóta það á bak aftur, eins og þeim tókst með veldi Napoleons. Að vísu áttu Bretar þá bandamenn á meginlandinu, sem þeir eiga ekki nú. Ekki er heldur hægt að búast við því að upp- reisn verði í löndum þeim, sem Hitler hefir yfirunnið, því vopna- vald einræðisherranna er svo mikið með hinum nýtísku hernaðartækj- um. En frá samveldislöndum Breta og frá Bandaríkjunum geta Bret- ar fengið feikilega mikla hjálp Eina ferlega vitleysu hefir Hitler gert og það er að tilkynna opin- berlega bandalag Japana við „öx- ul“-ríkin. Með þessu örfaði hann Bandaríkjamenn til þess að standa sameinaða í því að beita iðnfram- leiðslu sinni Bretum til styrktar, og haga framleiðslunni eins og best hentar í ófriði. Þegar þess er gætt, að iðnframleiðsla Bandaríkj- anna getur orðið tvöföld til þre föld á við alla framleiðslu Evrópu- þjóða, að frádreginni framleiðslu Breta sjálfra, þá er það augljóst mál, að erfitt er að gera of mikið úr þeirri hjálp, sem Bandaríkja- menn geta veitt. Þar við bætist það, að Bandaríkjamenn munu vinna að hernaðarlegri aðstoð til handa Bretum af heilum hug, en vafasamt verður að teljast að eins verði um Evrópuþjóðir og aðstoð þeirra til Þjóðverja, þrátt fyrir alla skipulagshæfileika Þjóðverja. Hinir miklu möguleikar Breta í iðnaði og iðnaðarleg aðstoð Banda- ríkjanna og samveldislandanna sýnir hve mikils Bretar geta orðið megandi í langri styrjöld. En úr- slit styrjaldarinnar velta ekki síð- ur á gerfileik liðsmannanna, hern- aðartækjunum, magni þeirra og kostum, en á hermannafjöldanum. Hugrekki almennings meðal hern- aðaraðila hefir líka sín áhrif. í þessu sambandi má ekki held ur gleyma einbeitni og þreki hinna frjálsu þjóða samveldislandanna. Áður en styrjöldin braust út var fimti hver flugmaður í breska flug hernum sjálfboðaliði frá samveld- islöndunum. Brátt mun aragrúi flugmanna frá æfingaskólum Kanada streyma til Englands. Nú þegar er sá straumur orðinn ör- ari en ráð var fyrir gert. Flug- mennirnir, sem þaðan koma, eru hinir fræknustu. Þeir fá þjálfun sína í víðáttum Kanada, fjarn ófriðartrufluhum. Bretar eru fljótir að gleyma mótgerðum, eins og sýndi sig eftir 1918, og seinir til að leggja í ófrið. Þeir hafa altaf verið seinir til. En þetta seinlæti hefir líka á síðasta ári komið þjóðinni í hina mestu hættu. En þegar út í bar- áttuna er komið eru þeir seigir fyrir. í Bretlandi eru engar lýðæsing- ar nú. En þjóðin er meira sam- liuga en hún hefir nokkru sinni áður verið. Bretar eru samhuga í fyrirlitning sinni á öllu athæfi nazista, og í því að láta einskis ófreistað til að berjast gegn naz- ismanum. Steypiflóð hörmunga hefir ekki dregið kjark úr Bretum. Þjóð- verjar eru reiðir þeim fyrir það að þeir skyldu ekki hafa viðurkent það í júní, að þeir væru sigraðir. En Bretar hafa þar þvf einu að svara, að vel mættu Þjóð- verjar muna, að Bretar vinna aldrei orustur — nema þá síðustu — eins og 1918. — Var það leynilögreglusaga, sem þjer vilduð fá-------? * Kennarinn; Hvar er hæsti f jalls- tindur í Asíu, og hvað er nafniðf Nemandinni Hœsta fjall í Asíu er á Hímalaya og hafn mitt er Óiseh! it í>á minhir thíg 4 Paderewski. •>— En hanh kann ekki að leika á fiðlu. — Það kant þú heldur ekkil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.