Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1940, Qupperneq 8
m
LESBÓK MORGUNBLAÍJSINS
Vísur Qamla í Dal
Eftir Hjálmar á Hofi
Ei mjer geðjast gat að því,
glasið mitt að fela,
hvenær sem jeg kaupstað í
kevpti á vasapela.
Þama oft jeg hafði hitt
hrausta bændasyni.
Gaf þá stundum glasið mitt
góða hressing vini.
Eftir væna vinaskál,
varma sló í geðið —
þeirra er áttu sanna sál,
svo var ort og kveðið.
Oft var ljett um orðakast,
af því leiddi gaman;
stimpast við og staðið fast,
stundum tekið saman.
Þið hafið varla ungir enn,
unað fegri tökum.
Það voru sannir sveitamenn,
sem þar öttu bökum.
Þið sem hafið dáð og drift,
drengir, þetta sýni.
Fjekk jeg tunnu í fangið lyft
fullri af brennivíni.
Ef að hindra engin bönd,
aflið fyrst við þekkjum.
Kastaði jeg með hægri hönd
heilum tunnusekkjum.
Um þær mundir áttum við
engan — hund í bandi —
þá hver undi sínum sið,
sólskinsstund í landi.
Hugsaði hver um sig og sitt,
sálarhress og glaður.
Þetta bölvað brensluspritt
þragðaði enginn maður.
Engum dugði að ala sút,
eldi brenda tárið;
fjekk jeg þá í fullan kút
fyrir ullar-hárið.
Þó jeg lítinn ætti auð,
innan hálsinn skola;
kom þó heim með korn í brauð,
kaffi og sykurmola.
Og þá var mjer undur kær,
að eiga klárinn glettinn;
hattinn neðar hafði fært,
hleypti 8V0 & sprettinn.
Hvergi var þá Krumma vægt,
klárinn rendi veginn;
af Blesa mínum bar jeg hægt,
baggann öðrum megin.
Ef þeir vildu mæta mjer,
mínar dugðu hendur.
Kom svo heim og orðinn er
ofurlítið kendur.
Þó jeg byggi þar í dal,
þjóðar langt úr vegi;
búðarsnarl og snúðaval
snapa þurfti eigi.
Fanst mjer önnur fæða holl,
fremur hæfa kjörum.
Blómusmör og 1 ringukoll
bar jeg mjer að vörum.
Vertu góði velkominn,
við mig konan sagði.
Kysti jeg hana og kútinn minn,
karlinn hress í bragði.
Þegar vistin þrýtur hjer,
þagnar lífs míns óður.
Segir þjóðin samt að mjer
sopinn þætti góður..
Samt við skiljum sátt og kvitt,
sie je? þó í minni;
láttu drjúpa á leiðið mitt,
lögg úr pitlu þinni.
Hjálmar á Hofi.
FROSTAVETURINN
Framh. af bl. 390.
1918 voru mikil, en þau voru sem
ekkert móts við það sem var vet-
urinn 1880—1881.
Eftir miðgóu 1881 fór heldur að
draga úr frostum, en þó voru
harðviðri og skafrenningar í fjalla
sveitum fram í miðjan einmánuð,
en stilt veður í lágsveitum. Á sum-
ardaginn fyrst batnaði veðrátta
og var vorið gott.
Grasspretta var ekki mikil, eu
nýting heyja góð. Mátti segja að
tíð væri sæmileg til áramóta.
Skepnuhöld voru góð og f je vænt
um haustið.
Jón L. Hantaon.
Skák
Grúnfeldsvörn.
Hvítt: Ragozin. Svart: Botvinnik.
1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, d5;
4. Bf4, (Ef til vill best.) 4....
Bg7; 5. e3, 0—0; 6. Hcl, c5; 7.
dxc, (Alt áður þekt sem besta
leiðin fyrir báða. Botvinnik, sem
teflir flestum mönnum betur byrj-
anir, kemur nú með nýjan leik,
sem ruglar mótleikandann í rím-
iuu.) 7.....Be6!; 8. Rf3, (Hvítt
gerir ekki tilraun til að halda
peðinu. Ef 8. pxp, þá Rxp; 3.
RxR, BxR; 10. b3, Da5+; 11.
Dd2, DxD+; 12. KxD, Hd8; og
svart nær sókn fyrir peðið.) 8. ..
.. Rc6; 9. Da4, Re4;
(Erfið staða á hvítt. Eí 10. RxR,
þá pxll; 11. Hdl, Da5+; 12. DxD,
RxD; og svart á unnið endataíl.)
10. Be2, BxR+; 11. pxB, pxp; 12.
Rd4, Bd5; 13. Bh6f, (Tímatap.
Hvítt hefir engin tök á að nota
sjer veiluna á g7.) 13......He8,
14. 0—0, e5!; 15. Rf3, (Ef 15.
RxR, þá BxR; 16. Dxc4, Dh4!; o.
s. frv.) 15.......Rxc5; 16. Db5,
b6; 17. Hfdl, a6; 18. Dbl, b5!;
19. Bg5, Dd7; (Ef 19........Í6; þá
einfaldlega 20. Bxf6.) 20. a4,
(Meiri vonir gaf e4, því svart má
nú ekki leika Rxp, en eftir 20. ..
.. Bxp; á svart unnið tafl.) 20.
.... e4; (Nú er öll hætta úti og
staðan unnin.) 21. axb, axb; 22.
Rd4, (Ef 22. Dxp, þá Ha5; og
hvítt tapar manni.) 22......RxR;
23. exR, Rb3; 24. Dc2, (Ef til
vill best.) 24....RxH; 25. DxR,
Ha7; og hvítt gafst upp nokkrum
ieikjum seinna. tíkákin var tefld
síðsumars 1940.