Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 Þá komum við að því, sem til- tölulega var mest til a£ á þessu heimili, en það var smíðað silfur af ýmsu tægi, bæði kvensilfur og borðbúnaður. Það hljóp á nærri 100 dali, en það voru hvorki meira nje minna en 6 kýrverð. Þar var silfur á tvenna kvenbúninga, belt- ispör, hnappar, doppur og spenn- ur, sem vega jafnt 20 spesíum silfurs. Silfurdósir, sem vigta jafnt 3 spesíum og aðrar perle- morsdósir með silfurgjörð, mjög vandaðar, voru þarna til og voru virtar á 4 dali. Svo eru skeiðar af ýmsri stærð og gerð, þ. á. m. ein með kringlóttu blaði og með hnapp á enda skaftsins. Ennfrem- ur eru tveir „gaffalhnífar með silfursköftum“ og loks stór silf- urbikar með loki, sem lagður er á móti rúmum 6 spesíum, og hefir það því verið góður gripur. — Ekki er þó þarna getið stóru silf- urkönnunnar, sem til var í búi Magnúsar sýslumanns, en hún hefir þá eflaust verið komin úr eigu madömu Elínar. Þessi merki lega kanna stendur nú vel fágu? í glerskáp í Vídalínssafni á Þjóð min.jasafninu. Gamla konan átti 277 dali ' peningum í fórum sínum, en fast eignir hennar voru 60 hundruð Alt hljóp lausafjeð á 2412 dali. — Þrem dögum síðar var svo þessu gamla og rótgróna biii splundrað. Þá komu allir erfingjarnir aftur saman í ílúðardal og tók þá hver það, sem honum hafði tilfallið í arf og reiddi heim með sjer, og þar með var alt þetta gamla heim- ili Magnúsar sýslumanns Ketils- sonar úr sögunni. Madama Elín dó 14. júní 1827 og var svo til ætlast, að hún væri iarðsett við hliðina á manni sín- nm, innan kirkju í Búðardal, en það var ekki hægt, því að nokkr- um árum áður hafði danska stjórnin bannað að jarða nokk- urn mann innan kirkjuveggja. Líkið var, af ástæðum, sem síðar verður sagt frá, flutt inn að Stað- arhóli í Saurbæ og jarðað þar, en við þá jarðarför urðu einkenni- legir atburðir, sem nú skal sagt frá. Síra Eggert Jónsson á Ball- ará, sem vegna konu sinnar var einn erfingja mad. Elínar, sá um útför hennar og ákvað hann að flytja líkið inn að Staðarhóli, bæði vegna þess að það var eign- arjörð hans og svo var Brynjólf- ur í Fagradal, faðir Elínar, þar grafinn. Annars hefði óneitanlega verið nærtækara að jarða líkið á Skarði, næsta bæ við Búðardal, en það var eflaust ekki gert vegna ósættis, sem var á milli síra Egg- erts og Skarðsmanna, sem einnig voru erfingjar Elínar. í Staðarhólsþingum var þá prestur síra Eyjólfur Gíslason. Síra Eggert kom með lík mad. Eílnar inn að Staðarhóli og ætl- aði sjer að jarðsyngja það þar sjálfur, en síra Eyjólfur neitaði því harðlega, þar sem hann væri þjónandi sóknarprestur til Stað arhólsþinga og því bæri sjer að gegna þar öllum prestsverkum. Út af þessu varð deila milli þessara guðsþjóna í kirkjunni á Staðar- hóli, sem vakti nokkuð mikla at- hygli safnaðarins. Síra Eggert hjelt því fram, að af því að mad. Elín hefði dáið í sínum sóknum og Staðarhólskirkja væri sín eign, þá væri sjer leyfilegt að jarð- syngja líkið, en síra Eyjólfur sat fastur við sinn keip og að lokum gaf síra Eggert sig. Það er sagt að síra Eyjólfur hafi sagt við síra Eggert, þegar þeir voru að þrátta um þetta í kirkjunni: „Líkið er mitt, jeg geng á undan næst kist- unni, þú gengur á eftir, byrjar sönginn og kastar á rekunum“. — Þetta varð svona að vera, en eftir að búið var að jarða, gekk líkfvlgdin öll í kirkju og söng sálm að þeirrar tíðar sið. — En þá var það, að síra Eggert ætlaði að snúa laglega á síra Eyjólf og sagði við hann svo allir heyrðu: „Verður er verkamaðurinn laun- anna“. En um leið rjetti hann honum 58 sk. (1 kr. 16 aur.) í líksöngseyrir fyrir Elínu. Síra Eyjólfur leit þá í lófa sinn og þótti sjóðurinn ekki rausnarlega útilátinn, þó að honum reyndar bæri ekki meira að lðgum, og spurði: „Er þetta allur líksöngs- eyrir fyrir þá ríku framliðnu matrónu?“ Þá svaraði síra Eggert að honum bæri ekki meira, en síra Eyjólfur kallaði til sín hreppstjór- ann í ^aurbæjarhreppi, sem var í kirkjunni og afhenti honum þessa skildinga, og bað hann þarna í heyranda hljóði að skifta þessum myndarlega útilátna sjóði milli fátækra í sókninni. — Svo var þessari „hátíðlegu" sorgar athöfn þar með lokið. — Erfi var svo drukkið í Búðardal og fóru báðir prestarnir þangað og er sagt, að þar hafi verið drukkið nokkuð fast og þar hafi þeir jafn- að deilumál sín. — ★ Tíu árum eftir lát mad. Elínar 1 Búðardal dó Sigmundur gull- smiður í Akureyjum á Gilsfirðí, en hann var sonur Magnúsar sýslumanns Ketilssonar og var ríkur maður. Bii hans varð 2689 dalir að upphæð og eru þar ýms- ir munir áþekkir því, sem til var hjá mad. Elínu, stjúpu Sigmund- ar. Þar eru sængurföt klædd skinni og silfur fyrir 100 dali, og alt eftir því. — En á því sama ári (1837) deyr annar bóndi í eyju á Breiðafirði, sem var stór- auðugur maður. Hann ljet rúm- lega eins mikið eftir sig og þau bæði til samans, mad. Elín sýslu- mannsekkja og Sigmundur gull- smiður í Akureyjum, því að bú hans var virt á 5521 ríkisdal. — ★ Þetta var Einar Ólafsson danne- brogsmaður í Rauðseyjum, faðir Sturlaugs, er þar bjó síðar. Einar var í röð heldri bænda og var í svo miklu vinfengi við Skarðs- menn, að Skúli sýslumaður Magn- ússon fekk honum Kristján son sinn (síðar kammerráð) til fóst- urs, og ólst hann þar upp á með- an hann var á barnsaldri. — Þ. 11. nóvember 1837 var bú Einars í Rauðsevjum skrifað upp og skal sú skrá nú athuguð að nokkru. — Er þar byrjað á íverufötum 'dannebrogsmannsins og eru þá fvrst viðhafnarföt hans, klæðis- treyja með gyltum „kaupstaðar- hnöppum", flauelsvesti svart með doppum, bláar stuttbuxur og silki- hattur. Svo eru tvö blá klæðis- vesti, tvíhnept með 24 silfurhnöpp um, en hversdagsklæðnaðurinn var blá prjónapeysa með 24 silf- urhnöppum og bláar, stuttar prjónabuxur. Sokkar voru hvítir, ljósbláir og dökkbláir. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.