Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 1
28. tölublað. Sunnudag-ur 13. júlí 1941. XVI. árgangur. ItUaU OSCAR CLAUSEN: Arnes útileguþjófur Frá Arnesi útileguþjóf er sagt í þætti Gísla Konráðssonar*) af Fjalla-Eyvindi, Höllu og fjelög- um þeirra, en af því að Arnes er eiginlega sögulegasta persónan í þessu fjelagi, að Eyvindi undan- skildum, er ekki úr vegi að segja nokkuð sérstaklega frá honum. Þáttur Gísla var að vísu gefin út fyrir 25 árum, én á ljelegan pappír og í svo litlu upplagi að hann er nú svo að segja alveg ófáanlegur og í fárra höndum. — Jóhann Sig- urjónsson hefir gjört Arnesi góð skil í hinu fræga leikriti sínu Fjalla-Eyvindi og þá hefir Harald- ur Björnsson leikari leikið Arnes meistaralega vel í því leikriti. — Mönnum er því eflaust forvitni á því, að kynnast sjerstaklega lífi þessa útlaga og skal því nokTiuð sagt frá því hjer og aðallega stuðst við fyrnefndan þátt Gísla Konráðssonar. — Arnes var Pálsson og ættaður af Kjalarnesi og er sagt að foreldrar hans hafi haft mikið dálæti á hon- um í uppvextinum og alið hann upp í eftirlæti, og ekkert vandað um við hann þó að hann sýndi varmensku og ójöfnuð á unglings- árunum. Hann var þegar á unga aldri hinn knálegasti maður og »vo fóthvatur að fáir hestar tóku hann á hlaupum, þó að þeir væru *) Lbs. 1259 4to. vel fljótir, en harðgeðja var hanu og grimmur í skapi og fram úr hófi fégjarn. — Þegar Arnes var orðinn útileguþjófur var lýst eftir honum á Alþingi 1756 ög er hon- um þá lýst svo, að hann væri smár vexti, smá- og snareygður, með mjóa höku og lítið skarð í, hálsgildur, með litla vörtu hár- vaxna neðarlega á kinninni, gjörnum á að brúka það orðtak „karl minn“. En síðar er honum lýst svo: „Lágur vexti, þrekinn, kringluleitur, þó kinnbeinahár, munn við hæfi, litla höku, snar og dökkeygur, dökkur á háralit, mælti við völu“. — ★ Þegar Arnes var um tvítugt er sögð af honum fyrsta sagan, sem lýsir frekju hans og yfirgangi. — Það var eitt haustið, að bónda nokkurn vantaði tvo sauði, sem höfðu haldið sig, um sumarið, í fjöllunum fyrir ofan Krísuvík. Þegar svo bóndi frjetti þetta, fór vonar um að ná sauðunum, hét hann því að gefa þeim annan sauðinn, sem næði þeim báðum. Arnes fór þá að leita sauðanna og fann þá, en átti við þá miklar elt- ingar sunnan úr fjöllunum og náði þeim loks í Mosfellsheiði. Síðan fór hann með sauðina heim til sín og slátraði þeim báðum. — Þegar svo bóndi frjetti þetta, fór hann að finna Arnes og heimtaði af honum borgun fyrir annan sauðinn, en Arnes neitaði harðlega, þar sem þeir hefðu verið eigand- anum tapaðir með öllu. Hann kvaðst best kominn að þeim, þar sem hann hefði mest fyrir þeim haft, og eigandinn hefði enga mannrænu haft til þess að ná þeim og handsama. Ekki vildi bóndi láta sjer þetta lynda og kvaðst kæra Arnes, en þá hvarf hann um stund af Kjalarnesinu og fór austur í Fljótshlíð og varð þá ekkert af sauðamálinu og fjell það niður. Eftir þetta dvaldi Arnes á ýmsum stöðum, en hafði hvergi heimili, heldur var „laus í hylm- ingu“ og er sagt að þá græddist honum mikið fje, sem hann kom mest í peninga, enda hafi hann aldrei haft neina samvisku af því hvernig hann aflaði þessa fjár. — Eitt haustið var Arnes grunað- ur um sauðaþjófnað og var það fyrsti þjófnaðargrunurinn, sem á hann fjell. Hann var sakaður um að hafa stolið mókollóttri, geldri á. Þetta mál komst í hendur yfir- valdsins og var rannsakað, en hvorki fullsannað sakleysi Arnes- ar nje sekt hans, svo að hann yrði tekinn fastur. Honum hefir samt eflaust þótt sjer heppilegast að hverfa úr byggðarlaginu um stund, enda yfirgaf hann þá Kjalarnesið og Mosfellssveitina og fór, eins og áður getur, austur í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.