Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Qupperneq 6
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eftirleit í Þórsmerkur óbygðum Eftir Einar Guðmundsson etta var einni hluta miðviku- dagsins 4. desembr. Fjórir leit- armenn rölta fetið í kafaldsdrífu, en í götunni fyrir framan þá trítla fjórir, snjóugir rakkar. Leitar- menn fara nú hjá Katanesi, þar sem Ásgerður, amma Njáls nam land. Það er svo skuggalegt, að þeir sjá ekki Markarfljót, sem rennur þar rjett hjá, en þeir heyra eigi að síður glaðkakkalegan nið þess í kyrðinni. Má vera, að fljót- ið sje að hlakka yfir því, hve það hafi gjöreytt aðalbóli Ásgerðar, svo að nú veit enginn, hvar það var. Má vera, að það sje líka ein- mitt að spá og hlakka yfir slysi í eftirleitinni, því að það er „slægt í skapferðum og illgjarnt í ráð- um“, eins og Mörður. Leitarmenu beygja nú inn hjá hinum forna garði Ulfs örgoða og Runólfs úr Dal sonar hans. Þeir geta snöggv- ast greint rauðan kirkjuturninn þar í drífunni. Markarfljót hefir skorið land hinna fornu Dalverja meira en að knjám. Úti í fljótinu grilla leitarmenn nú óljóst hnúk, er áður stóð lambhús Dalverja í miðjum engjum þeirra að sögn. Hnúkurinn er orðinn vje ránfugla, en engjarnar fornu langa vegu í kring eru gráir malaraurar. Bólgið fljótið virðist mala af ánægju eins og kviðfult rándýr, er það rennir tungunni upp í efstu, þvkku jarð- lög hnúksins. Leitarmenn rölta áfram inn með fljótinu um stund. Þá taka rakkarnir allt í einu að urra og láta ófriðlega, þeir gelta, svo að undir tekur í ásunum, — herða æ sóknina, eins og þeim liggi lífið á að fæla einhverja for- ynju úr götunni. Leitarmenn sjá þar þó enga sál á ferli. „Ætli rakkarnir sjái vatnsskratta úr fljótinuf' spyr einna leitarmanna og tekur fastara um vatnstöngina sína. „Má vera, að þeir sjái öllu heldur löngu dauðan sakamann, er hafi samviskubit“, ansar annar þeirra. „Skammt hjeðan, er nú ríðum vjer, voru vegnir þeir Þrá- inn og Tjörvi og Víga-Hrappur. Haldið þið kannske, að Víga- Hrappur sje kominn í sjöirnda himinf' Leitarmenn slá í hestana, hund- gáin þagnar. Stundu síðar ríða þeir í hlað í Stórumörk, innsta bænum undir Eyjafjöllum. Þeir eru hvítir eins og dauðinn af dríf- unni. Þarna gista þeir um nóttina. ★ Morguninn eftir var komið frost og heiðríkja. Þá í bítið halda leit- armenn, fimm alls, frá Stórumörk. Leitarforinginn, Auður Jónsson frá Ystaskála, Bergur Magnússou og Sigurgeir Tryggvason frá Steiu um, Sigurjón Sigurðsson frá Mið skála og Einar Sæmundsson úr Stórumörk. Venja er með Eyfell- ingum að fara þessa leit, — þriðju leit — oftast vetur hvern í desember. Leitarmenn voru allir einhesta, þeir höfðu allir vatna- stangir og allir fjallajárn með ferðis, og þeir voru með sinn rakkann hvor. Frá Stórumörk höfðu þeir með sjer tvo kapla af töðu, sem þeir skiptu í klyfjar á hesta sína, auk annars farangurs, svo að þeir urðu að ganga á af- rjettinn. Jökulárpar þrjár á heið- inni; Jökulsá, Krossá og Steins- holtsá, sem alltaf er ófær á jökli sökum hamra, voru allar væðar þenna dag. Þæfingur af snjó var í byggð, en hann óx jafnt og þjett til óbyggðanna. Oldusteinn, hið forna landmerki Ásgerðar land- námskonu á aurnum skammt frá Þórsmörk, var sem stór hjarnborg úr snjó' og flóameti. Hvítari getur enga draumaborg. Það var varla kvartil af tungli: svo að kvöldsett var, en fyrir rökkur komu leitarmenn inn að Valahnúk á Þórsmörk. Á Þórs- merkur óbyggðunum er ekkert sæluhús, en í Valahnúk er ból, þ. e. hellir, sem frá ómunatíð hefir verið hafður fyrir náttstað af gangnamönnum. Skjólgarður úr grjóti var fyrr meir fyrir framan bólið, og var stór viðarhurð fyrir; garðurinn er nú hruninn að kalla, og hurð er þar engin, og er því ærið kalt og hráslagalegt í bólinu. Leitarmenn teymdu hestana inn fyrir grjótgarðinn og háruðu þeim þar. Þeir lituðust síðan um á Mörkinni. Fell, gnýpur, tindar og björg, dalir og ásar voru ýmist lagðir fönnum, svellbunkum eða flóameti, grænleitum blæ sló á krapablár ánna, en skamt burtu lýstu hjarnbreiður jökulsins. Þórs- mörk er eigi að síður hjarðsælust á íslandi. Fyrir 60 árum gengu 400 fjár sjálfala á vetrum í óbyggð unum, sem leitarmenn áttu að smala, þ. e. í Þórsmörk, Almenn- ingum, Goðalandi, Stakkholti og í Teigs-, Múla- og Merkurtungum. Verið gæti, að sumu skemtiferða- fólki þætti fegurðin þarna köld nú, fólki, sem hefir ekki dvalist nema í sólsigndum dægrum við skógarilm og þrastasöng á þess- um frjóu blettum, — sem veitt myndi athygli þótt í miklu frjó- samara umhverfi væri. En leitar- mönnum fanst annað. Hjarnið huldi uppblástur og hrjóstur, rústir og skinin bein, og þó var landið engu.fegurra en þeir áttu von á. Og sauðkindinni þykir björkin jafn ljúffeng á vetrum sem sumrum, grasið, sem hún krafsar upp úr snjónum kjarn- betra þarna en á láglendinu: frelsisþrá hennar, útþrá og átt- hagatryggð er fullnægt í Þórs- merkur óbyggðunum. Leitarmenn hurfu nú til bóls, kveiktu á prímusi, hituðu sjer kaffi og snæddu hangið sauða- kjöt og smjör, auk annars góð- gætis. Konur nesta vel í þessar ferðir, enda er ekki laust við hroll. og lamandi ugg í unnustum, kon- um og mæðrum mannanna, er fara í skammdegisleitirnar, þar eð þær uggir um afdrif þeirra. Það eru ekki heldur 20 ár síðan er sjö Eyfellingar fóru í eftirleit með tvo hesta, og kól fimm leitarmann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.