Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 4
244 LESBOK MORGUNBLAÐSINS OSCAR CLAUSEN: Arnes útileguþjófur Framh. Þorkell bóndi í Sandvík var nú fluttur til sýslumanns og yfir-, hevrður. Hann meðgekk að hann hefði haldið Arnes langa tíma heima hjá sjer í Saltvík og tekið við 18 ríkisdölum hjá honum, sem hann hafði kevpt fyrir ýmsa hluti vegna Arnesar, af mörgum mönn- um. Þorkell hjelt því þó fram, að hann hefði ekkert vitað um úti legu Arnesar eða þjófnaði hans og var sú staðhæfing Saltvíkur- bóndans harla ótrúleg, enda sann aðist það í hjeraði, að Þorsteinn hafði farið með kaupskap þennan fyrir Arnes, með mestu leynd. — Þorkeli var líka dæmd þung refs ing. Guðmundur sýslumaður dæmdi hann til þess að verða hýddur, bundinn við staur, brenni- merktur sem hver annað þjófur, og loks til þess að þrælka æfilangt á hinu illræmda tugthúsi, Brimar- hólmi í Kaupmannahöfn. — Þess um harða dómi var þó skotið „til konungsmildi" á Alþingi 1759 og hafði það þær góðu afleiðingar, að hans hátign konunginum, Frið- rik V., þóknaðist allramildilegast að breyta þrælkunarhegningu Þor- kels bónda í fjesektir og slapp hann þar við staurhýðingu, brenni merkingu og hegningarhúsið „gegn fjebótum ærnum“, eins og frá er sagt hjá Gísla Konráðssyni. — Það er næst frá Arnesi að segja, að þegar Kjalnesingar höfðu tekið hreysi hans og alla matbjörg, átti hann ekkert sjer til munns að bera nokkur næstu dægur og varð því að svelta, því að nú þorði hann ekki ofan í byggð til þess að stela sjer til bjargar. Hann flýði nú inn á Botnsheiði og ljet þar fyrirberast nálægt svokallaðri Skilmannagötu, sem liggur upp yf- ir heiðina og ofan hjá Bakkakoti í Skorradal, en þá var hann orð- inn máttfarinn af hungri og skó- laus. A heiðinni var dimm þoka, en þá varð Arnes þar var við mann á ferð. Honum þótti nú tvent um að velja fyrir sig, nú væri annaðhvort að duga eða drep- ast. Hann herti upp hugann og ákvað að ráðast á manninn um- svifalaust og ræna hann og jafn- vel drepa, ef þess þvrfti með, til þess að ná í nesti hans. En svo hafði maður þessi góð plögg með- ferðis og freistuðu þau Arnesar, sem var svo illa útbúinn. *— Ar- nes sveif nú á manninn og heils- uðust þeir með allri kurteisi og sagðist hann heita Bergsteinn og vera frá Bræðratungu í Biskups- tungum, en Arnes laug til nafns síns. Bergsteinn þessi var mesti sæmdarmaður, greiðvikinn og ör á fje við snauða menn. Honuin þótti Arnes illa útbúinn og aum- um, aumkvaði hann og gaf honum mat að jeta. Arnes þáði matinn og varð honum feginn eins og við mátti búast. Svo gaf Bergsteinn honum bæði sokka og skó, sern hann hafði með sjer og síðan skildu þeir og reið Bergsteinn leið- ar sinnar. — Síðar sagði Arnes frá því, að þarna hefði Bergsteinn gjört á sjer mikið góðverk. — ★ Næstu mánuðina hjelt Arnes sig í fjöjlunum og skrapp svo við og við til byggðar til þess að stela sjer til viðurværis, en stundum flakkaði hann um sveitir, snýkj- andi og laug þá til nafns sins. — Það mun hafa verið veturinn eftir þetta, að Arnes varð vart nyrst í Húnavatnssýslu og er þessi saga sögð þaðan. Gísli hjet maður Helgason og bjó á Refsstöðum í Laxárdal, sem er norðarlega í Húnavatnssýslu, fyrir vestan Reynistaðarfjöll. Sonur hans hjet Jón, er síðar varð hreppstjóri og bjó að ytra-Vallholti í Vallhólmi í Skagafirði, merkur maður og sannorður, og hefir hann sagt sög- una, en hann var á unglingsárum þegar hún gjörðist. — Það var á jólaföstunni að Gísli á Refsstöðum stóð yfir fje sínu og var hríðar- veður á norðan. í baðstofunni á Refsstöðum var kvenfólkið við ullarvinnu, eins og þá var siður. Það var í rökkrinu, að maður klæddur síðhempu, alsnjóugur, kom alt í einu inn á baðstofugólf- ið, kastaði kveðju á fólkið og baðst gistingar. Húsmóðirin varð fvrir svörum og sagði: „Ekki get- um við konurnar dregið þig út“ En svona svaraði hún kuldalega vegna þess að henni þótti megn ó kurteisi að ókunnugur maður gengi inn í bæ. Komumaður sagði þá: „Einhverntíma hefði jeg ekki ver- ið dreginn út af fáum kvenvæfl- um“. — Kvenfólkinu þótti hanu vera nokkuð frekur og fasinikill. Hann spurði nú hvort nokkur karl- maður væri þar heima, en þær sögðu að húsbóndinn stæði yfir fje. í þessum svifum kom Gísli bóndi og rak sauði sína í baðstof- una, en í þá daga voru kindur oft hafðar í öðrum enda baðstofunnar, sem ekkert timburgólf var í. Með Gísla var Jón sonur hans og svo förumaður, sem Jón hjet og var kallaður Vigguson. Var nú orðið aldimmt og búið að kveikja, og varð þeim Gísla og fjelögum hans hverft við, er þeir sáu gestinn, sem kominn var og fauk í hús- bóndann. Hann bölvaði allhressi- lega og spurði hver stæði þar fyrir geldingum sínum, því erfiðlega gekk að koma þeim inn. — Þá baðst aðkomumaðurinn gist- ingar, en húsbóndinn var stuttur í spuna og kvaðst þó ekki hrekja hann út í náttmyrkrið og illviðrið. Síðan spurði gesturinn bónda hvort-hann gæti ekki gefið sjer bragð af tóbaki. Hann kvaðst máske geta það og rjetti honum mola, og eftir það fór allvel á með þeim og spjölluðu þeir sam- an um kvöldið. Aðkomumaðurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.