Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 NORDAHL GRIEG: / I samfloti á Norður-Atlanshafi i. yrsta daginn um borð, áður en við ljetum í haf frá höfn einni í Vestur-Englandi, höfðum við björgunarbátaæfingar. Það var einkennileg athöfn. Jeg var í bátn- um stýrimannsins; róðurinn sem við fórum hefir máske staðið fimm minútur. Orðin sem þessi ungi hlægjandi inaður ljet sjer uin munn fara til þess að eggja okkur að herða róðurinn, daginn áður en við hjeldum út á hættusvæðið voru þannig valinn, að það var líkast því, að við sætum á skektu inni í friðsælum norskum firði, og að ófriðurinn væri genginn um garð fyrir mörgum árum — svo mörgum, að það þætti viðeigandi að hafa hann í flimtingum: „Herð ið ykkur, piltar, við sjáum land! Betur má ef duga skal!“ kallaði hann og með álíka uppörvunarorð um rjerum við eina umferð kring- um skipið. Sama kvöldið horfði jeg á hann með gula lokkana undir hjálmin- um standa á brúnni og vera að skjóta á þýska sprengjuflugvjel úr vjelbyssunni. Það var vont skygni og vjelarnar flugu hátt, en við og við sáum við dökka skuggi þjóta drynjandi hjá, skamt fyrir ofan höfuðin á okkur. Þá sendi stýrimaðurinn stroku af sjálflýs- andi, glóandi skotum upp í þok una. „Það er notalegt að eiga á- hald“, sagði hann. Skipstjórinn stóð berhöfðaður við hliðina á honum, með hendurnar í regn- kápuvösunumog horfði á hann með föðurlegri velþóknun. f birtingu ljettum við akkerum og stefndum til hafs, til þess að hitta skipalestina, sem við áttum að ferðast með. Það skifti engum togum að skipin ^höfðu raðað sjer í kyrfilega fylkingu og nú var sigið á stað hægt og rólega í ferð- ina yfir hafið. Nú átti að sigla átta daga sjó- ferð um svæði, sem svo margt getur gerst á — og sem svo margt hefir skeð á. Allan daginn stóð maður vörð við stóru gulmáluðu fallbyssuna. Við fórum ekki iir fötum á nótt- inni. Stýrimaðurinn og varðmað- urinn voru báðir með björgunar- belti, sjálfur gekk jeg með þykt björgunarvesti úr dún, svo að bringan á mjer var eins og æðar- fugl. Skipstjóri og stýrimenn voru einnig í vestum, sem ekki höfðu verið blásin upp; þegar þeir sett- ust til að borða sá á gúmmípípu og nik’kelhúðaðan stút upp með kraganum. Við vorum vel varðir, með átta tundurspilla og vopnaða togara. Á hverjum degi alla fyrstu vikuna voru flugbátar yfir okkur. Nótt- in var hættulegust, því að þá gátu kafbátar læðst að okkur án þess vart yrði við þá fyr en of seint. Hvernig var nú lífið um borð á þessu norska skipi á kvöldin og nóttunni, meðan við vorum á hættusvæðinu? Eitt kvöldið eftir mat, kom jeg inn í einn klefann, sem hásetarnir áttu heima í. Þar stóð maður og var að mála. Þetta var býsna stór mynd, af elgsdýri. Elgurinn stóð og fnæsti en grunnurinn að baki honum var rauður. Málarinn átti margar myndir undir rekkjunni sinni. F’jelagi hans hafði hallað sjer Qg var að reykja, en hljón svo fram úr og dró myndirnar fram. Þær voru af hvítum far- þegaskipum á bláu hafi, en í bak- sýn voru pálmavaxnar eyjar og kvennamyndir með silfurgráum lit. En eins og sakir stóðu var honum mest umhugað um, að segja eitt- hvað um myndina af elgnum. Þessi maður átti heiðurinn af, að hafa gefið öllum um borð á skipinu umhugsunarefni. Hann hafði nefnilega lagt til köttinn, sem var um borð, og hann var sameign allra. Þar var hundur fyrir, sem meira að segja var eign skipstjórans. Þess vegna voru að- stæðurnar í lagi til þess, að á- rekstrar gætu orðið um borð. — Hundurinn var elghundur og hafði jafnan nóg að gera, en kötturinu var magur og gulur, og ósköp hauslítill. Þetta var hafnarköttur, stríðsköttur. Elgmálarinn hafði komið auga á hann í rústum í enskum hafnarbæ og kötturinn elti hann. Það hafði verið gerið loftárás og þegar maðurimi kom út eftir að hafa dúsað tvo tíma í byrgi, stóð kötturinn fyrir utau og beið hans. Svo tók hann kött- inn með sjer um borð. Allir afturá voru vinir hans, hann hljóp inn um kýraugun niður á klefana þeirra og lá þar og malaði. Stundum saknaði þessi kven- köttur maka og ljet það í ljós með vælandi hljóðum. Vinur hans, mál- arinn, hafði árangurslaust reynt að finna kettinum maka í Eng- landi, „en bíðum hægir, þegar við komum til New York skal jeg út- vega henni ósvikin Ameríkana‘“. Þegar hundurinn kom þjótandi. ákveðinn í því að gera uppreisn, bar það stundum við, að köttur- inn þaut á fallbyssuturninn og hvesti á hundinn hatursaugo, þangað til hundurinn varð leiður á að gelta og sneri frá sem sigur- vegari. En oftar bar það við. aö kisa rjeðist beint framan að hund- inum og rak hann á flótta. Þá æptu allir siguróp,kötturinn varð hetja, eins og Birger Ruud hinn ósigrandi. Þá var það gefið í skyn að kötturinn nærðist eingöngu á hráu kjeti. Hann neitaði að lepja dósamjólk til þess að týna ekki villidýrseðlinu. ★ I'klefanum við hliðina á elgs- málaranum var ungur ljettmatrós. Hann hafði siglt lengi á skipinu og hafði því ýmsa híbýlaprýði inni hjá sjer, silkiteppi með út- saumuðu gulu tígrisdýri frá Jap- an og ullardúk með liggjandi últ'- öldum frá Súez og stúlku frá Sandefjord, prýðilega rammaða inn í rautt hjarta. Hann sat og las í mikið lesinni bók, sem, þó undarlegt megi virðast, hafði ein hverntíma verið eign Anthons B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.