Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 6
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nilsen: „Kenslubók í spönsku handa byrjendum“, eftir Kristofer Nyrop. Hún var opin á blaðsíðn 49 og þar stóð: „Dá muchas ex- presiones á tu hermana“, hvað út- legst: „Heilsaðu systur þinni og segðu henni, að hún skuldi mjer einn vals þegar við sjáumst á dansleik næst“. — Jeg skal ekki láta bregðast að gera það! — Góða nótt, herra minn, og sofið þjer vel! Ungi spönskunemandinn sýndi mjer mikið af myndum, sem hann hafði tekið, flestar frá austurlönd um, en innan um voru myndir frá reiðhjólaferð í Numedal. Og hann tilgreindi hvaðan hver mynd væri — frá Curacao, Yokahama, að heiman, frá Aberdeen, frá Sidney, Swansee, frá Capetown, Súez og Gíbraltar. Fjelagi hans í klefanum var frá Haugasundi, maður á fertugs aldri. Hann lá eins og klettur á bakið og góndi upp í loftið. A bitanum var mynd af honum sjáif um og konunni hans, tekin um borð á skipi. Hann sneri sjer að mjer: „Þetta er tekið í Rouen. Jeg fjekk að hafa konuna með mjer í þrjá mánuði. Jeg kom af því skipi þegar jeg rjeðst hingað. Agætt fólk þar“. „Var skipið skotið?“ spurði jeg. Hann hristi höfuðið. „Jeg var skot inn“. Hann sýndi mjer örið eftir sárið, nýtt ör og blóðrautt, á vin^tri öxl, með nálaförum eftir sauminn. Þýsk flugvjel, sú stærsta sem hann hafði sjeð, með átta vjelbyssur og tvær hríðskotafali- bjrssur hafði ráðist á skipið. Hann var að hlaupa upp stigann inn í steinbyrgið á brúnni þegar skot- ið hitti hann. Svo leið yfir hann. En byssumaðurinn um borð, Can- adamaður, stóð við vjelbyssuna og hjelt á fram að skjóta, alveg varnarlaus, og loks skaut hann vjelina niður. Versti staðurinn um borð á skipi á hættusvæðinu er víst vjelarúm- ið og kyndararúmið. Þeir sem þar eru verða að forða sjer upp svo marga stiga, þeir sjá ekkert, standa hálfnaktir í hitanum, en uppi er máske versta veður. Jeg kom niður í vjelarúmið. Varðmað- urinn var frá Bergen og jeg spurði hann um, hvernig honum fyndist að sigla á Norður-Atlantshafinu núna. Hann svaraði fáu, en sagði ofur þungbúinn: „Það er að ýmsu leyti betra núna á stríðstímanum. Jeg fæ til dæmis að reykja eins jeg vil í vjelinni núna“. Jeg fór upp á þilfar aftur og gekk fram á. Niðamvrkur: Göt- urnar í London eru baðaðar í ljós. á nóttinni, í samanburði við þil- far á skipi i Atlantshafinu. Innan frá 3. stýrimanni heyrð ust fiðlutónar. Hann var að æfa sig. Hurðin að klefa brytans stóð opin. Hann sat á stól með hand- klæði um hálsinn og þjónninu var að klippa hann. Uppi á brú fór jeg að tala við 2. stýrfmann. Við vorum að tala um sumarið heima. Einu sinni hafði hann far- ið í skemtiferð með konunni sinni á vjelbát suður með Svíaströnd. Miðdegisverðurinn var fiskur, sem þau höfðu veitt sjálf, gott smjör og nýjar kartöflur. Við fórum að tala um Svíþjóð. „Mjer líkar Sví þjóð vel“, sagði hann hugsandi. Skipstjórinn kom út á brúna. Rekkjan hans stóð óhreyfð í átta daga. Hann var lengstum við stýrishúsið eða í kortaklefanum. Oft hitti jeg hann niðri í klefan- um sínum, þar sem hann sat á skinnstól með bók í hendi eða hann var að tefla skák. Það var altaf eins og honum lægi ekkert á, og hann hefði nægan tíma ti! alls síðan hann hætti að sofu. Hann hafði haft umsjón með smíði þessa skips og ekki skilið við það síðan. Aðrir gátu gengið úr skiprúmi og hvílt sig í landi þegar þeir vildu — en ekki hanu. Hann bar ábyrgð á fleytunni. „Reynslan sýnir“, sagði hann eitt kvöldið, „að menn yfirgefi oft tundurskotin skip fyr en þörf krefur. Það er heimska. Kannske er hægt að bjarga skipinu, maður getur að minsta kosti reynt að hinkra við um borð, borða, reykja og hafa það náðugt. Það er ekki nærri eins gaman í björg unarbátunum". Loftskeytamaðurinn kom upp með tilkynningu. Talsvert mikið af þýskum kafbátum á leiðinni vestur. Jæja, við því var ekkert að gera. Ungi hásetinn, sem lærði spönsku, kom upp til þess að standa við stýrið. Fjelagi hans slepti því við hann og sagði: „A1 veg sömu stefnu og núna“. Bak við mannhæðarháan steypu- Aregginn sá jeg andlit hásetans við glætuna á áttavitanum. Um hvað var hann að hugsa? Kannske að æfa sig á setningunum? II. Fjórða kvöldið um borð, þegar við sátum yfir matnum, brakaði í skipshliðinni og alt skalf og nötr- aði. Skipstjórinn hagaði sjer eins og við mátti búast af honurn: tugði vandlega spegipylsubitann, sem hann hafði uppi í sjer áður en hann hvarf upp stigann. Skamt frá okkur á bakborða höfðu þrír tundurspillar lagst í hring, sá fjórði var í miðju og varpaði út djúpsprengjum, við sá um vatnsbólstrana gjósa upp og rjett á eftir komu smellirnir. Her- skipin biðu og svo sáust daufir merkjaljósaglampar frá þeim, sem merktu, að kafbáturinn hefði fundist og verið evðilagður. Morg- uninn eftir sást til flugbáts svo langt úti við sjóndeildarhringinn, að hann var líkastur blýanti að sjá; alt í einu stakk hann sjer í loftinu og slepti niður sprengju Hann lónaði yfir staðnum um stund ■ svo komu morsemerkin til forustuskipsins. Við rjeðum þau þannig, að þarna hefði þriðji kaf- báturinn farist. ★ Það var altaf gaman að koma til loftskeytamannsins. Klefi hans var með útveggjum og þaki úr steinsteypu, eins og stýrishúsið og kortaklefinn, og þar sat loftskeyta mgðurinn í blárri prjónaburu við græna lampann, altaf vingjarnleg- ur og athugull, með pípuna í munr, inum. Stundum hlustuðum við á stutt- bylgjusendingu frá Berlín. Frjett irnar hófust með, að slegið var á bjöllu — hvert slag átti að tákna sokkið skip — eftirherma eftir Lloydsklukkunni í London. Vitanlega hlustuðum við oftast á norsku frjettirnar frá Boston. Við kunnum vel við raddirnar. Framh. á bls. 256.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.