Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 1
JWorgtMjMaj&SMJS 35. tölublað. Sunnudgur 7. september 1941. XVI. árgangur. Böðvar frá Hnífsdal: YSTU ÚTNES Ystu útnes faðmar úfinn sœr. Rísa hamrar þar hæst úr hafi sjálfu. íslands útskaga engir litið ' hafa Hornströndum hrikalegri. I. Tj^ inn af skagfirsku hagyrðing- unum er sagður hafa kveðið þessa vísu: Burt frá heimsins harki og skríl hjeðan mænir sálin þreytt, en fái hún ekki far í bíl, þá fer hún sjálfsagt ekki neitt. Hagyrðingurinn beinir ör sinni að einu áberandi einkenni í þjóð- lífi voru — og hittir í mark. Því er haldið fram, og það með rjettu, að síðan vegakerfið lengdist og batnaði og bílasamgöngur hófust að marki, hafi ferðalög fólks um landið aukist stórum. Miklu fleira fólk fer nú á fjarlæga staði til þess eins að kynnast landinu. Er það vel, því að fáar skemtanir veita jafn holla ánægju og eru jafn þroskandi og einmitt slík ferðalög Það er bara ein hætta, sem í þessu liggur, og á hana bendir hagyrðingurinn í vísu sinni. Margt fólk er að verða svo háð bílunum, að það getur ekki hugs- að sjer að fara sem svarar ís- lenskri bæjarleið, öðruvísi en í bíl. Sumt af þessu fólki bölvar ef til vill bílunum í sand og ösku, svona aðra stundina, og finnur þeim margt til foráttu, segir, að þeir sjeu háværir, vont loft í þeim, bensínfýla, ryk og óhrein- indi, og svo þjóti þeir svo hratt yfir, að maður geti varla áttað sig á því, sem fyrir augun beri. Með öðrum orðum, það þykist illa geta þolað bílana, en getur ennþá síður verið án þeirra nokkurn spöl, ef það þarf að hreyfa sig. Að nokkru leyti er þetta vegna þess, að þá þarf ekkert fyrir ferð- inni að hafa, en svo er önnur á- stæða, hún er sálræns eðlis og eldri en elsti bíllinn í heiminum. Hjer áður fyrr var það ófrávíkj- anlegt siðalögmál í ýmsum sveit- um, að bændur fóru ekki í heim- sókn á aðra bæi öðruvísi en ríð- andi. Þótt ekki væri nema háli- tíma gangur, sem fara átti, en tveggja tíma verk að ná í hest- ana, var haldið sjer við lögmálið. Það var ekki vegna þess, að bænd- urnir væru óvanir göngu eða hræddust erfiðið. Nei, það voru bara óskrifuð lög, að ef bóndinn á annað borð átti hest, varð hann að fara ríðandi. Færi hann gang- andi, bar hann með sjer auglýs- ingu þess, að hjer færi svo aum- ur kotbóndi, að hann ætti ekki svo mikið sem hest og reiðtygi. Þessvegna kostaði bóndinn kapps um að sýna, að hann ætti hvort- tveggja, og það í betra lagi. Og nú á tímum, þegar bílarnir hafa að mestu tekið við hlutverki hest- anna, færist þetta yfir á þá. Marg- ur maður vildi ef til vill ferðast eitthvað gangandi, en kann bara ekki við það, honum finst það svo kotungslegt, það er eins og hann hafi ekki efni á því að ferðast í bíl. Og ef til vill verkar þetta svo á huga hans, að hann verður grip- inn minnimáttarkend, sem eyði- leggur alla skemtun ferðarinnar. En ferðalög þurfa að vera skemtileg, andlega og líkamlega hressandi, þetta á þó alveg sjer- staklega við um menn eins og mig og mína líka, menn, sem eru bundnir innanveggja við einhvers- konar andleg störf mestalt árið. Þessvegna hefi jeg hugsað dálít- ið um ferðalög í sambandi við sumarleyfi. Og þó að jeg hafi bent á nokkrar augljósar staðreyndir viðvíkjandi bílferðum, er slíkt víðs fjarri, að jeg deili á bíla- notkun yfirleitt. Sjálfur hefi jeg öll einkenni nútímamannsins í því efni. Jeg vil langhelst ferðast í bíl, alstaðar, þar sem mögulegt er að koma því við og harma stundum það eitt, að jeg skuli ekki eiga bílskrjóð sjálfur, svo að jeg geti ráðið mínum næturstað. Hinsvegar er mjer það ljóst, að stundum væri það miklu heilsu- samlegra að ferðast fótgangandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.