Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 2
m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og eins hitt, að margir fagrir og sjerkennilegir staðir, bæði á ör- œfum uppi, og út við strendur, eru þannig settir, að til þeirra verður ekki komist með öðru móti en því, að leggja land undir fót. Einn þeirra staða eru hinar nyrstu strendur Vestfjarðakjálk- ans, og ein þeirra ferða, sem mjer er að mörgu leyti minnisstæðust, er vikuferð fótgangandi um Horn- strandir, fyrst í júlímánuði 1940. II. Jeg fór frá Isafirði með m.b Gunnbjörn. Hann var á leiðinni norður á síld, en ætlaði að koma við á Fljótavík. Þar fór jeg í land, gisti hjá Júlíusi bónda, og morg uninn eftir fylgdi hann mjer á leiðis, til þess að vísa mjer leið i fjallaskarðið sem jeg þurfti að fara yfir. Fljótavíkin ber nafn sitt með rjettu. Meiri hluti und- irlendisins er eitt stöðuvatu, sennilega gamall sjávarbotn. I vatninu er allmikil silungsveiði og hafa nokkrir heldri menn á ísafirði leigt veiðirjettinn. Við gengum nú þarna inn meí vatninu. Meðfram því eru víí engjalönd, vafin í grasi. Virðist þarna gott land undir bú, a. m. k. skortir þar hvorki slægjur nj.; haga. Nú fórum við að sniðganga brekkurnar upp eftir fjallshlíð- inni. Júlíus tók bakpokann minn, snaraði honum á axlir sjer og þrammaði svo á undan. Jeg var með öllu óvanur göngu og fanst ærið erfiði að klífa brattann, þótt jeg gengi laus og liðugur, en ekki varð annað sjeð á bóndanum en að hann væri að ganga í hægðum sínum eftir baðstofugólfinu. Hann bljes ekki úr nös, hvað þá meira, og var þetta þó vel roskinn maður. Jeg hafði orð á því, að óþarft væri að fylgja mjer lengra, nú sæi jeg, hvernig leiðin lægi, og auk þess hefði jeg gott kort. Hann kvaðst ganga myndi lítið eitt lengra. Á leiðinni spjallaði hann við mig um alt milli himins og jarðar og útskýrði fyrir mjer skoðanir sínar á einu og öðru. Var auðfundið, að hann hafði gef- ið sjer tíma til að hugsa út í menn og málefni. Mjer þótti svo gaman að ræðum bóndans, að jeg vissi eigi fyrri til, en við voruin kornn- ir upp í háskarðið og land tók að halla undan fæti. Þá sneri Júlíus við. Leit hanu til lofts og kvaðst ætla, að jeg fengi rigningu, áður en jeg næði Hlöðuvík, en sú var bygð næst. Enga vildi hann borgun þiggja, hvorki fyrir gistingu nje fylgd. Það var hið eina, sem mjer lík- aði illa við hann, því að mjer var það skapi nær að gjalda hvern greiða en þiggja hann ókeypis. Jeg var vanur ferðalögum um samgönguhjeruðin, þar sem ferða- fólk flæðir í bílunum yfir bygð- ina, eins og fljót í vorleysingum, þar sem nauðsynin skapar sjer gististaði og greiðasölur, sem auð- vitað verða að bera sig og hljóta þess vegna að selja alt „gegn ærnu. gjaldi". Jeg hafði bara gleymt að reikna með því, að á Hornströnd um norður voru engir bílvegir og þar af leiðandi var umferð skemti- ferðafólks enn eigi orðin svo mik- il, að þessi siður væri upp tekinn. Jeg rakst fyrst á það hjá bónd- anum í Fljótavík og hjelt áfram að rekast á það hjá sjerhverjum manni norður þar, sem jeg þáði greiða af, að peningar voru alls ógildur gjaldmiðill. Enginn vildí sjá þá. Hornstrendingar kunna vel að selja afurðir sínar og kaupa nauðsynjar sínar. Þeir þykja snið- ugir í viðskiftum og láta ekki kaupmenniua snúa á sig. En þeir hafa ekki ennþá lært að gera gest- risnina að verslunarvöru. Þeir taka höfðinglega á móti gestum, sem að gr.rði bera, veita þeim vist ir og alla aðstoð, sem þeir mega — og vilja svo ekkert taka fyrir. Þetta varð í stuttu máli reynsla mín í ferðinni. — — En nú var ferðin rjett að byrja. Jeg gekk í hægðum mínum niður ár skarðinu. Fyrir framan mig blasti við þröngt og hrjóstrugt dalverpi eða hálfskapaður dalur. Myndunin var ekki komin lengra á veg en það, að undirlendið náði ekki til sjávar, heldur aðeins fram á sæbratta kletta, sem voru nokkru lægri en landið báðum megin við þá. Undir klettunum var örmjó, stórgrýtt fjara, og er svo víðast á þessum slóðum. Þessi staður ber nafnið Almenningar. Jeg gekk þarna áfram yfir dalinn ofanverð- an. Leiðin lá um stórgrýttar urðir og aurmela. Stundum urðu snjó- skaflar á vegi mínum, en þeir eoru sem óðast að leysast upp. Al ¦ staðar runnu fram lækir og vatn- ið úr þeim var bragðgott og sval- andi. Þar, sem einhver jarðvegur var, skutu græn grösin upp koll- inum, jafnóðum og snjóinn leysti ofan af þeim. Eftir nokkra stund var jeg kominn upp í mitt skarð- ið og hafði nú Almenninga að baki mjer. Nú sást ofan 1 vík eina, sem heitir Kjaransvík. Þar var nokk- uð undirlendi og náði í sjó niður. Landslagið var svipað því, sem jeg áður fór um, nema hvað hjer var gróðurmeira, þegar maður kom neðar í hlíðina. Jeg kom niður ut- r.n til við víkina. Þar voru háir sjávarbakkar, vaxnir valllendis- gróðri. Þarna voru tættur gamalla beitarhúsa. Niðri í víkinni voru bæjarrústir og tún umhverfis, sem enn virtist í nokkurri rækt. í f jör- unni lágu hrannir af rekaviðar- smælki og lengst uppi á grasi grónum grundum rak jeg hvað eftir annað tærnar í eitthvað, sem jeg hjelt að væri grjót, en reynd- ist þá rekaviður. En þetta var alt rusl, sem ekki þótti svara kostnaði að hirða og flytja burtu, því að jtg vissi, að þá var fyrir nokkru búið að hreinsa alla stór- viði af þessum reka. í Kjarans- vík var búið, þangað til fyrir eitthvað um 20 árum. Þá brunnu þar bæjarhúsin og hefir jörðin síðan verið í eyði. Meðan jeg var að skoða Kjar- ansvík skall yfir hellirigning og veður tók að hvessa. Jeg hjelt á- fram sem leið lá meðfram sjón- um, gekk langa stund undir rót- um fjalls eins, sem gengur þar nær í sjó fram. Síðan kom jeg í vík eina, miklu meiri og breiðari. Heitir sú Hlöðuvík. Veður fór enn versnandi, svo að jeg sá lít- ið, hvernig umhorfs var. Storm- nrinn stóð hartnær í fangið og jleit úr sjer stórrigningu og slyddujeljum til skiftis. Föt mín tóku nú mjög að blotna og þyngj- ast, en það sem mjer þótti einna verst var það, að jeg var að rek- ast á ár, sem jeg þurfti að vaða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.