Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 7
LKSBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 íiarðindin í Hunavatnssýslu 1886-1887 Vetrarvertíðina 1886 reri jeg frá Deild á Álftanesi. Það var dag nokkurn, er við sátum undir línu vestur á Sviði, að tíð- rœtt var um harðindi, er þá gengu, m a. höfðum við þá ný- frjett, að Sigurður bóndi í Star- dal hefði skorið fjörutíu gemlinga vegna hoyleysis. Segir þá einu skipverji, heldur vitgrannur: „Það má segja að það hafa verið harð indi um þessi aldamót“. Hlógum við dátt að Þá voru páskar fyrsta sunnu- dag í sumri, og fórum við til Reykjavíkurkirkju en meðfram til að ná í áfengi. Fyrripart dags- ins var skafheiðríkt loft og sól- skin, en um kl. 4, er við fórum suður Skildinganesmela, sáum við regnský yfir grindaskörðum. Skip okkar stóð í Þormóðsstaðavör, en svo bar rigninguna brátt yfir og úrkoman var svo mikil, að þó við rjerum sem mest við máttum yf- ir fjörðinn, þá vorum við eins og dregnir úr sjó, er við komum í lendingu á Deild. Á túninu stóðu stórar tjarnir; voru þau þó orðin vel þur áður, enda jörð farin að grænka. Um kl. sjö fló af loftinu og gerði suðaustan hlývindi og bjartviðvi um kvöldið. Er jeg kom norður um vorið frjetti jeg, að þar hefði fyrsta sunnudag í sumri verið norðan slyddu kafald fram til kl. sex síð- degis, eu þá snerist til landsunn- an þíðviðris og bjartviðris. Jeg segi frá þessu hjer vegna þess, að það var gamalla manna mál, að veðurfar sumarsins væri oft líkt því, sem væri fyrsta sunnudag í sumri. Mjer hefir löngum virst þetta rjett, og svo reyndist í þetta sinn. Þetta sumar var einmuna heyskapartíð á Suðurlandi, þar til 16—17 vikur af sumri, en þá gerði þar slíkar úrhellisrigningar, að skriður fjellu úr Esjunni niður á Kjalarne;., en í Ölfusi og Flóa var svo mikill vatnagangur, að hey- skapur hætti að mestu og kaupa fólk varð að fara suður. En á Norðurlandi voru bleytuslyddur og kaföld af norðri fram um sex- tán vikur af sumri. Var oft gras fyllir af snjó, svo ekki var slá- andi og náðist enginn baggi fyr en eftir höfuðdag, töður voru hraktar og ljelegar. En um höf uðdag gerði öndvegistíð, með landsunnanátt og sólskini, og hjelst sú veðrátta fram á sólstöð ur. Uthey verkuðust ágætlega og varð aðal heyskapur um haustið. Haustvertíð reri jeg frá Sel- tanga við Miðfjörð hjá Jóhannesi frá Utibleiksstöðum. Fiskuðum við lítið, enda var það mörg ár eftir að hvalir.a rak á Ánastöðum, að fiskur gekk ekki í Miðfjörð. Veturinn 1886—’87 var heldur harðari tn í meðallagi. Gerði eftir nýárið útsynnings veðráttu og umhleyping, skiftust á snjókomur og slagviðri. Fjárbeit nýttist því illa og var gjafasamt, töður voru hraktar, en úthey sæmileg. Var, risjuveðrátta þar til seint á góu. Einmánuðui* var bærilegur, en votviðrasamur; var þá fje alment slept. Um sumarmál gerði kast, en stóð stutt, og var góð tíð til kross- messu. Á krossmessudag, 14. maí, var norðan stórrigning allan daginn þar til um kl. níu um kvöldið, en þá hljóp í snjóbyl. sem stóð stans- laust til 23. maí Frost var lítið, rjett að skóf við, en fannkoma mikil. Ófærð var svo mikil' að t. d. var Lárus Blöndal sýslumaður heilan dag að kolast frá Brekku fram áð Hnausum. Fjenaður var kominn víða um fjöll og fenti fjöldi fjár, en fjöldi bænda orðinn heylaus, rjett að hægt var að halda lífinu í kúm og þeim skepnum, sem í húsum voru, og í skepnurnar fór allur ’pornmatur, sem til var. Sauðfje, hross og jafnvel kýr fjell þá í hrönnum, svo að sumir áttu næstum engar skepnur eftir. Ekkja, stm þá bjó á Efra-Vatns- horni, setti á um haustið 120 fjár, 2 kýr og 6 hross, en eftir hretið átti hún eftir eina skjótta hryssu, sem í leysingunum á eftir fór í Gauksmýrariækinn. Haustið eftir kom þó fram veturgömul gimbur með marki ekkjunnar. Hefir gimbrin væntanlega skriðið úr fönn. Hallgrímur, sem síðar bjó í Hvammi, eu þá á Þingeyrum, misti á annað hundrað fjár úti í Þingeyrasandi. Hallgrímur á Hnjúki misti um hundrað. Hjá Samúel á Helgavatni fóru um hundrað Og hjá Magnúsi í Hnaus- um fóru 50 ær, 50 sauðir, 130 gemlingar og þrettán hross. Magn- ús átti þó nóg hey, og það til stór- fyrninga. Sama var með þá Hall- grímana og Samúel. En þessir menn náðu ekki til fjárins fyrir hríð og ófærð, en hross króknuðu og drápust úr lungnabólgu. Á mörgum bæjum í austursýslunni í og miðsýslunni drapst frá 30 til 50 fjár á bæ, og einnig mörg hross. Bændur í vestursýslunni mistu flestir margt fje, nema þeir sem bjuggu úti ^ Vatnsnesi. Marg- ir áttu ekki eftir nema í kúgildin og sumir tæplega það. Þorsteinn Hjálmarsson, sem þá bjó í Hvarfi, misti sjö hross, en Páll í Dælir sex, öll úr lungnabólgu hjá báð- um. Hrossin voru hýst á nóttum, en þoldu ekki hrakviðrin. Sumarið var heldur rýrt og fjöldi fólks flakkaði um, mest eldra fólk. En einnig ungt fólk 20—25 ára, pví fáir voru aflögu- færir og gátu því ekki tekið vinnu fólk. Orðlagðir dugnaðarmenn, eins og Benedikt Björnsson, báðu um að fá að vinna fyrir mat. Benedikt í Miðhópi, en Friðrik bróðir hans á Lækjamóti. Þetta vor sýndi Jón Skúlason á Söndum hvílíkt stórmenni hann var. Hann tók aldrei fleiri menn *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.