Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 2
338 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skorarhlíða og Aðalvíkur. Jafn- framt því, sem athuganir minar hafa verið alhliða jarðfræðilegar, hefi jeg revnt að gera mjer sem gleggsta grein þeirra jarðefna, sem á þessum slóðum finnast, og ætla má, að hagnýta megi. Hjev skal drepið dálítið á sum þessara efna, en fyrst verður gerð grein fyrir jarðlagaskipun þessa lands- hluta. Þó verður í því efni aðeins stiklað á því stærsta. Það er vel kunnugt, að Vest- f jarðakjálkinn er hálendi, - sem djúpir firðir, dalir og víkur. hafa skorið sundur í spildur, eða há- lendisálmur. Þær eru allólíkar að stærð. Stefna dalir og firðir út frá hálendisbungunum í allar áttir, en hálendisálmurnar á milli teygjast sæbrattar að sjó fram. Enda múl- arnir víða í þverhnýptum björg- um. Óvíða á landinu þykja mjer snjallari nöfn en á sumum þess- ara vestfirsku andnesja: Göltur, Spillir, Barði, Kópur, Tálkni, svo nokkur sjeu nefnd. Hálendið er hlaðið upp úr blágrýtis- (sums- staðar grágrýtiskendum) lögum, gömlum hraunum, sem endur fyrir löngu hafa breitt þarna úr sjer hvert á fætur öðru. Auðsætt er, að firðir og dalir hafa grafist eft- ir að hraun þessi brunnu. Hraun- sárin gægjast út í fjallahlíðunum. Við köllum þau oft klettabelti. Sumsstaðar utan í múlunum er hægt að telja þessi gömlu hrauu frá fjöru til fjallsbrúnar. Þau eru all misþykk, og ólík að tölu, eftir því hvar reynt er að telja, en 30— 70 er sæmilega auðvelt að rekja. Á milli klettabeltanna koma í ljós lög íir molabergi. Er það hálf- harnaður leir, sandur, möl, gjall og gosaska. Þessi millilög eru ólík að þykt. Sumsstaðar næfurþunn, á öðrum stöðum skiftir þykt þeirra metrum. Flest eru þessi molabergs- lög þegjandi vottur hinna ytri afla, hitabrigða, svörfun vatns og vinda og þessháttar krafta, er eiga rætur sínar að rekja til sólar, og hægt og bítandi losa hið fasta berg jarðaryfirborðsins sundur ' í dust. Þegar langt leið á milli hinna vestfirsku hraungosa, veðraðist y£- irborðið og þaktist stundum þykku jarðvegslagi. Oftar en einu sinni hefir landið fengið tíma til þess skipun Þórishlíðarfjalls. að gróa, áður en næsta hraunflóS rann og fól undir sjer helsviðinn svörðinn. Það væri ólíku saman að jafna, nútímajarðvegi Vest- fjarðakjálkans, sem víðast hvar er frekar þunnur, og þeim, er stund- um áður hefir grafist undir eld- heitar og vellandi hraunmóðurnar. Það er í þessum inniluktu molabergslögum, sem merkin eftir hinn forna vestfirska gróður liggja. Merki þessi eru aðallega: 1) surtarbrandur, 2) för eftir blöð og stöngla, er markast hafa í önd- verðu í mjúkan leir og í sand, og 3) fræ og aldin, og för eftir þau, er upphaflega hafa myndast með sama hætti og blaðförin. Surtarbrandurinn er þrennskon- ar eftir myndunarhætti. í fyrsta lagi er viðarbrandur, sem til er orðinn úr trjábolum' og greinum. Oftast eru bolirnir flattir út und an farginu. Stundum sjest votta fyrir berki og viðarvendirnar eru jafnan greinilegar. Steinbrandur nefnist sú tegund surtarbrands- ins, sem upphaflega hefir mynd- ast úr jurtkendum gróðri. Hann er stökkur og auðklofinn. Loks er leirbrandur, en svo kallasí surtarbrandurinn, sje hann að helmiugi, eða meir, úr leir. Yfir- borð hans bráir oft af olíu. Svo margir eru nú surtarbrands • fundarstaðirnir á Vestfjarða- kjálkanum orðnir, að óhætt er að segja, að brandurinn muni liggja þar í flestum fjöllum. En brand- lögin liggja, sem kunnugt er, mjög mishátt yfir sjó. Sá hæðarmis- munur stafar sumpart af því, að jarðlögin hafa misgengist og rask- ast nokkuð, eftir að surtarbrands mjmdunin hófst. Sama surtar- brandslagið getur legið hátt í hlíð á einhverjum stað, en er horfið niður í fjöru á öðrum. En hæðar- mismunurinn orsakast sumstaðar af því, að lögin eru þar fleiri en eitt og ólík að aldri. Skýringa- mynd sú, er hjer fylgir, er af jarð- lagaskipun Seljamýrarfjalls við Rafriseyrardal. a er basalt, og nær yfirborð þess í 580 m hæð yfir sjó. Ofan á því liggur um eins metra þykt leirsteinslag, b, og allra efst í því er 15—20 cm. þykt, samfelt steinbrandslag. Næsta jarð lag, c, í skipuninni er gráleitt basalt, er nær upp í 635 m hæo. Þá tekur við tveggja til þriggja metra þykt leirsteinslag, d. Efst í þessu lagi er töluvert af viðar- brandi og í sjálfum leirsteininum, sem er hvítur að lit, eru blaðför og jurtaleifar. Efsti hluti fjalls- ins, e, er svo úr gráu, blöðróttu basalti, sem nær upp í rúma 700 m hæð. í Seljamýrarfjalli eru greinileg merki eftir tvö aðskilin gróðrar- skeið, og hlýtur nokkur aldurs- munur á þeim að vera. Allvíða á Vestfjörðum hefir surtarbrandur verið unninn til eldsneytis, en gefist misjafnlega. Nú hafa ísfirðingar hafið nýja til- raun, sem mjög er þakkaverð. Með góðum tækjum og vönum verk- stjóra, sem þeir hafa fengið frá Færeyjum, ætla þeir að brjóta kolalögin hjá Botni í Súganda- firði. Ríkisstjórn hefir sýnt þessu fyrirtæki rjettan skilning með því að veita því nokkurt styrktarfje. Ætti nú að fást úr því skorið, hvort hyggilegt geti verið að vinna kol á Vestfjörðum. Aðstað- an á þessum slóðum verður að teljast sæmilega góð, og hefir hún batnað stórum við vegasamband það, sem í sumar komst á milli Suðureyrar og ísafjarðarkaupstað- ar. För eftir blöð, aldin og fræ þekkjast frá nokkrum stöðum á Vestfjarðakjálkanum. Þau eru, eins og að framan er getið, mörk- uð í leir- og sandstein. í töflunni' hjer á eftir eru nefndir þeir stað- ir, sem jeg veit um, að ákvarðan- legar plöntuleifar þekkjast frá:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.