Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 2
426 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og nain hans munu menn kalla Immanúel, sem er útlagt: Guð er með oss. Matt. 1. 23. Og sjá, jeg er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar. Matt. 28. 20. ÞAÐ er spurt um Guð í dag. Hvar er Guð? Hvar er sá Guð, sem er máttugur og miskunn- samur? Hefir hann gleymt veröldinni, sjer hann ekki, heyrir hann ekki, veit hann ekki það. sem hvert mannsbarn veit, að böl og harmar þjóðanna og hörmungar einstakling- anna eru ægilegri en orðin rúma? Einhverjir spyrja ef til vill spottandi, eins og gert var á Golgata forðum: Hvar er nú Guð þinn? Hvar er nú sá frelsari, sem kom, til þess að frelsa heiminn? En miklu, niiklu fleiri spyrja í álvöru ýtrusfu neyðar: Guð, minn Guð, jeg hrópa, gegnum myrkrið svarta. Eða: Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig. Fá þeir svar? Lætur hátign himnanna mannshjartað kremjast án þess að bifast, spyrja í dauðans angist, án þess að svara? Eða líður máske kvöl mannsbamsins út í kaldan geiminn og frýs í eilífri þögn? Er maðurinn svo munaðarlaus í þessum feiknastóra heimi, að þjáning hans bergmáli hvergi, nemi hvergi staðar í neinni vitund, sem hljómar saman við tilfinningu hans og skynjar mein hans og mál? Vjer, sem trúum því, að skapari himins og jarðar hafi opinberað sjálfan sig, tjáð oss vilja sinn, tjáð oss hjartalag sitt, vjer erum ekki í neinum efa um svarið. Vjer vitum, að það • er hans rödd, sem talar þessum orðum: Zion segir: Drottinn hefir yfirgefið mig, herrann hefir gleymt mjer. Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi jeg þjer samt ekki. Sjá, jeg hefi rist þig á lófa mína. Jes. 49. 14.—16. Vjer vitum, að hann heyrir hvert hjartaslag í sorg þess og gleði, og heyrir það ekki í hluileysi hins alsæla og óumbreytanlega, nei, „ávalt þegar þeir voru í nauðum stadd- ir, kendi hann nauða“ (Jes. 63. 9.). En þetta er ekki jólaboðskapurinn, ekki allur. Vjer eig- um meir, frekari fullvissu, sterkari sönnun. „Orðið varð hold og bjó með oss“, orð kærleikans. Svo elskaði Guð heiminn. „Enginn hefir nokkurn tíma sjeð Guð. Sonurinn eingetni, sem hall- ctóí að brjósti föðurins, hann hefir veitt oss þekkiyg á honurn". Vjer vitum það um Guð, sem vjer sjáum í Jesú frá Nazaret, því hann er Ijómi Guðs dýrðar og ímynd veru hans. Jatan var fyrsta hælið hans, krossinn varð tákn hans, því Mannssonurinn var kominn til þess að láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Ferill hans er leydnardómur, sigur hans er leyndardómur. Það var sigur á krossi. En hjer „tylli jeg mínum tríiarstaf“, hjer sje jeg Guð, hjer veit jeg, að Guð er með oss, því hjer er Immanúel. Og hann er með oss alla daga, einnig í dag, þennan dimma dag. Jeg veit að hann sagði: í heiminum hafið þjer þrenging. En verið óhræddir, jeg hefi sigrað heiminn. Þvl fagna jeg jólunum, vegsaMa og tilbið þann kærleika, sem er hinn sami í gær og í dag og um áldir, undursamlegur, óskiljanlegur, en áþreifanlegur, örugg- ur 'og viss. Hjer fæ jeg að hjúfra mig, hrætt og fálmandi barn, og óttinn hverfur, uggurinn, kvíðinn, „gegnum Jesú helgast hjarta, í himininn upp jeg líta má“. Gáturnar eru ekbi leystar, gátur mannlegrar tilveru og mannlegra harma. Það er ekki alt opið og öndvert um Guð og hans vegi, því fer víðs fjarri. Og ætti jeg að fara fram á slíkt, jeg, duftið, blindur moldarmaðkurinn? Jeg veit aðeins það, að mín stundarörlög eru ekki alt, ekki það skin, sem um mig leikur, sá skuggi, sem jeg er lostinn, það tár, sem jeg kann að fella, það sár, sem jeg kann áð hljóta, alt þetta er ekki annað en flöktandi fis, veruleiki að vísu, en hverfull, dropi, sem leysist upp og hverfur í hvolf hins eilífa veruleika, Guðs eilífa kærleika. Döpruð er jólagleðin á mörgu heimili hjer í bæ og hjer á landi. Gleymum ekki þeim, sem heilsa jólum í sárum. Guð hefir engum gleymt. Guð gr með þeim, sem bylgjan fól, Guð er með þeim, sem gráturinn gistir. Engill Drottins stendur hjá þeim. Dýrð Drottins Ijómar yfir þeim. Hans miskunnsemi og trúfesti er staðfest yfir oss eilíflegdJ Hallelúja. 0, Ijóssins faðir, lífsins stóri vin, er leiðir sem um nótt vort breyska kyn, oss dreymir um þinn dýrðarháa söng, oss dreymir Ijós, en nóttin er svo löng, og stríðið hart við synd, við sorg og gröf. Ó, send oss meiri náð í jólagjöf. Verið óhræddir. Jeg er með yður. Minn frið gef jeg yður. Blessaður sje sá, sem kemur, í nafni Drottins. Hann blessi oss gleði og sorg, líf og dauða. Hann sje vort Ijós á Ijóssins hátíð og frá eilífð til eilífðar. Amen. Sigurbjörn Einarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.