Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 429 Gottskálk biskup Nikulásson hafði tekið af Jóni Sigmunds- syni afa Guðbrands í ýmiskon- ar sakferli. Gengu þau mál bæði fljótt og vel fyrir Guð- brand, og hefði hann átt að láta sjer það nægja. En því fór fjarri. Hann hafði ekki náð öllu, sem hann vildi, og skap hans var svo stórt, að hann gat engu unað nema sigri út í æs- ar. Spannst svo af því ýmislegt annað, fjandskapur við ýmsa mestu höfðingja landsins, svo sem Jóhann Bockholt höfuðs- mann, Jón Jónsson lögmann og síðar Jón Sigurðsson lögmann, bróðurson Jóns Jónssonar. En þeir voru báðir lagamenn ágæt- ir, fylgnir sjer og kænir, en Guðbrandur á hinn bóginn skapstór og nokkuð fljótfær er hann reiddist, og það gerði hann oft. Hefði hann haft gott af því að kunna spakmæli frænda síns, Hallgríms Pjeturs- sonar, hefði það verið til orðið og hann farið eftir því: Athugagjarn og orðvar sjert, einkum þegar þú reiður ert, Brjefabók Guðbrands bisk- ups ber þess ljósan vott, hví- líkur skörungur hann var í biskupsstjórn allri. Hófst hann þegar handa um það, að bæta kjör presta bisk- upsdæmisins, en þau voru afar bágborin eftir siðaskiftin, því að tekjur þeirra rýrnuðu mjög við það, að ýmislegt fjell nið- ur, sem áður hafði gefið þeim nokkrar tekjur. Notaði Guð- brandur konungstraust sitt og aðstoð Páls Madsens til þess að fá launauppbætur handa prest- unum og ábýlisjarðir handa þeim. Sýndi hann þá, að áhugi hans á velgengni prestanna var meiri en fjegirndin, því að hann Ijet nokkrar jarðir frá stólnum til ábýlis fyrir presta. Þá sótti hann það og afar fast, að prest- ar einir gegndu prófastsstörf- um, en það hafði tíðkast, að leikmenn gegndu þessum störf- um og hirtu tekjur þær er því því það skorti hann meira en flest annað. Hann var aldrei dulur í máli og þegar kapp var í honum tók svo 1 hnúkana, að varla mun hafa verið hjer á landi stórorðari maður og ber- söglari en Guðbrandur. Þarf ekki annað en lesa Morðbrjefa- bæklingana svonefndu til þess að sjá þetta. Hefir Sögufjelag- ið gefið þá út, og ættu þeir að lesa þá, sem vilja sannfærast um þetta. Jókst þetta svo orð af orði, áratug eftir áratug, og lauk hörmulega fyrir Guðbrand, með stór fjesektum og vanvirðu. Er hörmulegt til þess að vita, að Guðbrandur skyldi fá það að ellilaunum fyrir starf sitt alt, að verða að greiða greipilegar fjesektir. En sje litið á mála- ferli hans ein, fjegirnd þá og ágengni, er hann sýndi og rekstur þessara mála allan af hans hendi, verður ekki annað sagt, en að það væru makleg málagjöld, sem hann hlaut að lokum. fylgdu. — Átti Guðbrandur í miklum brösum út af þessu við forustumenn ýmsa. Vann hann það að vísu á, eftir harðar deil- ur og útvegun konungsblrjefa æ ofan í æ, að prestar einir skyldu gegna störfunum. — En hitt fekk hann ekki, að tekj- urnar fjellu til presta og lentu þær að nokkru eða mestu leyti hjá konungi. Þá má nærri geta, að Guð- brandur var æði umsvifamikill um stjórn stólseignanna. Hafði íyrirrennari hans, ólafur Hjaltason verið liðónýtur ráðs- maður þessara miklu eigna, og latið fjölda jarða ganga undan stólnum, en Guðbrandur heimti þær aftur með oddi og egg og varð mikið ágengt. Hrýs manni næstum því hugur við því fjár- safni, sem orðið hefði á dög- um Guðbrands ef hann hefði starfað í katólskum sið. Guðbrandur hefir án efa ver- ið mikils virtur af prestum sín- um. Hefir hann verið þar eins og einvaldur konungur í ríki sínu og allir setið og staðið eins og hann vildi, ýmist af virðingu fyrir honum eða hræðslu við hann. Hefir hann og verið þeim hinn traustasti verndari og for- svarsmaður í hvívetna, og á hinn bóginn svo vitur, að hann vissi vel, hverja honum bar að meta mest. Kom það t. d. fram í skiftum hans öllum við hinn mikla höfðingja í prestastjett, síra Sigurð Jónsson, Arasonar biskups, á Grtenjaðarstað. — Vildu prestar norðanlands tví- vegis fá hann að biskupi og í síðara skiftið, þegar Guð- brandur hlaut embættið. — Má nærri geta, að síra Sigurði hef- ir mátt þykja það hart, er ungl- ingur innan við þrítugt var tek- inn fram yfir hann, þótt vel væri gefinn og vel mentur. En aldrei sáust þess nokkurmerki. Guðbrandur bar og hina mestu virðingu fyrir honum og bar oft undir hann vandamál. 5. Hjer var þó ekki um neina hræðslu að ræða af hendi Guð- brands eða skriðdýrshátt. Það sýna brjef hans til síra Sigurð- ar, ef einhver ágreiningur var milli þeirra. En best sjest þetta af brjefum hans til Þórunnar á Grund, hinnar skaphörðu höfðingskonu, sem Jón Arason kallaði Þórunni son sinn, er hann sendi þeim kveðju frá Skálholti, börnum sínum. Virð- ist svo sem Þórunn hafi ekki verið þægur ljár í þúfu ólafi Hjaltasyni, og að frá Grund hafi ýmislegt það komið, sem var ólafi til lítils frama. Hefir henni sennilega ekki þótt mik- ið koma til þessa unga frænda síns, sem nú settist á biskups- stólinn. En hún fekk þar brátt aðra raun á. Jeg tek sem dæmi smáklausur úr brjefi Guð- brands til hennar frá 1574. „Vinsamleg heilsan með þakkargjörð fyrir framkomna meðkynning . . . Vitanlegt sje yður þar næst, að mjer er til eyrna komið, að 4. Sem einvaldur í ríki sínu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.