Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 12
436 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sumir þeirra voru heiðingjar og flestir þeirra höfðu aldrei beðið til guðs. En nú, er dauðinn beið þeirra, krupu þeir nið- ur við sigluna. Bráðlega rauf ljós á himni myrkr- ið og þeir heyrðu rödd, sem sagði: „Heyrið! Fylgið mjer. Horfið vel og þið munuð sjá mig. Stýrið skipinu þangað, sem jeg fer“. Mennirnir gripu stýrið og brátt birti til og storminn lægði. Þegar skipið að lokum náði höfn, fóru sjómennimir þegar til dómkirkjunnar í Myra til að færa þakkir fyrir björgunina. Þarna komu þeir auga á hinn unga biskup og nokkrir mannanna bentu á hann og sögðu: „Það er hann! Við sáum andlit hans í storminum og það var hans rödd, sem við heyrðum“. Nikulás gekk til þeirra. Hann bað þá að þakka hinni miklu miskunn guðs alt, og engum öðrum. Sjómenn þessir þökkuðu guði fyrir björgunina. Og Nikulás baðst fyrir með þeim. Annað kraftaverk olli því, að Nikulás hlaut ást sjómanna. Sagan segir, að einu sinni hafi hungurs- neyð vofað yfir öllu landinu. Almenningur í Myra var farinn að finna til hinnar beinaberu handar hungursins. Bömin urðu veikburða af sulti og þau vom hætt að hlæja og leika sjer á götunum. Hinn ungi biskup gekk niður að hafnarkvíun- um með biskupsstafinn í hendi sjer og kallaði á sjómennina og skipstjórana á sinn fund. „Skip ykkar eru hlaðin komvöru“, sagði Nikul- ás. „Til þess að þjóð mín farist ekki úr hungri, hefi jeg leitað til ykkar og bið ykkur að skilja hundrað sekki af korni af hverjum skipsfarmi“. „Hundrað sekki af komi“, hrópaði skipstjórinn undrandi. „Faðir, við þorum það ekki. Hver ein- asti sekkur hefir verið veginn og mældur. Og hver einn hefir verið talinn. Þetta verðum við að fara með í kornhlöður keisarans í Alexandríu. Foringj- ar hans em strangir og eftirlitsmenn hans standa hjá og merkja við hvern sekk, sem kemur upp úr skipinu. Faðir, við þorum ekki.! Við getum ekki gefið einn einasta sekk, því að við óttumst refs- ingu“. Nikulás brosti og sagði blíðri röddu: „Gerið það, sem jeg hefi beðið ykkur um og jeg lofa, að þegar þið komið til Alexandríu mun ekki vanta einn einasta sekk á farm ykkar“. Þessi orð virtust hafa áhrif á sjómennina, því að þeir létu af hendi hundrað sekki frá hverju skipi, sem Nikulás deildi út meðal manna eftir þörfum þeirra. Og nægjanlegt korn var eftir til útsæðis og til að halda hungursneyðinni frá land- inu í full tvö ár. Jafnvel áður en sjómennirnir höfðu undið upp segl og hjeldu af stað til Alexandríu, höfðu börn- in í Myra á ný tekið gleði sína og voru farin að leika sjer á götunum. Þegar sjómennimir komu til kornskemmu keis- arans í Alexandríu, stóðu þeir með öndina í háls- inum á meðan komsekkimir vom taldir. Þegar í ljós kom, að alt kornið var með skilum og ekki vantaði einn sekk, gengu sjómennirnir fyrir keis- arann og sögðu honum og ráðgjöfum hans frá kraftaverkinu. Þegar keisarinn heyrði þetta, sagði hann að nú væri ekki lengur neinn vafi á, að Nik- ulás, hin helgi biskup í Myra, væri sannur þjónn guðs. Enn ein munnmælasaga var sögð á miðöldunum, um aðalsmann, sem bað til guðs að hann mætti eignast son. Þegar drengurinn fæddist, gérði hann þakkir og lofaði að fara með drenginn til kirkju Nikulásar og gefa gullbikar, sem fóm á altari kirkjunnar. Hann fjekk því gullsmið til að smíða gullbikar- inn. Þegar bikarsmíðinni var lokið, leist honum svo vel á bikarinn, að hann sagði gullsmiðnum að smíða annan bikar nákvæmlega eins, sem hann ætlaði sjálfum sjer. Til þess að halda loforð sitt, sigldi hann til Myra til þess að láta blessa son sinn og til að færa gullbikarinn sem fórn á alt- arið. Á leiðinrii hallaði barnið sjer yfir borðstokk skipsins og reyndi að fylla gullbikarinn af sjó. Drengurinn fjell í sjóinn með gullbikarnum og sökk þegar. Hinn sorgmæddi faðir hjelt áfram ferð sinni, og er hann kom til kirkjunnar, kraup hann við altar- ið og grjet yfir missi sonar síns. Hann tók því næst hinn gullbikarinn úr umbúðunum og setti hann á altarið sem gjöf, samkvæmt heiti því, sem hann hafði gefið. En um leið og hann setti bikarinn á altarið, fjell bikarinn af því og niður á gólf. Hann tók bik- arinn upp aftur og setti hann á altarið. Aftur valt bikarinn niður af altarinu og fjell á gólfið. Hann reyndi í þriðja sinn, en bikarinn valt einu sinni enn, af sjálfu sjer, og fór nú enn legra frá altarinu en áður. Margir voru í kirkjunni, sem voru vitni að þessu einkennilega atviki og fleiri voru sóttir til að horfa á, er bikarinn skoppaði af sjálfu sjer af altarinu. Fólk kom í stórhópum til kirkjunnar, til að sjá hinn sorgmædda föður taka upp bikarinn og reyna að setja hann á altarið á ný. En allt í einu birtist á meðal áhorfendanna barn, sem hélt á gullbikar. Þar var kominn drengurinn, sonur hans, og bik- arinn, sem fallið hafði í sjóinn. Þegar barnið setti bikar sinn á altarið, kom Nikulás biskup í kirkju og blessaði barnið. Þá fórnaði faðirinn einnig sínum bikar og í þetta skifti stóð bikarinn kyr á altarinu. Þannig hitt- ust faðir og sonur á ný. Þessar þrjár helgisögur frá sjónum voru sagðar og endursagðar á hinum löngu dögum og nóttum gegnum miðaldirnar. Og aðallega vegna þessara kraftaverka á sjó, varð Nikulás dýrðlingur og vemdari þeirra, sem á sjó ferðast. I margar aldir á eftir var líkneski eða mynd af Nikulási helga haft um borð í hverju einasta skipi, sem um höfin sigldi. Jafnvel sjóræningjar báðu um vemd þessa góða dýrðlings, og þeir óttuðust áhrif hans svo mjög, að dæmi eru til að þeir gæfu helming ráns- fengs síns til þess að vinna hylli hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.