Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 445 Hann vildi búa í London mest vegna uppeldis barnanna, svo þau fengju þá skóla, sem honum líkaði. Annars hefði það verið eins hentugt fyrir hann að vera t. d. í Noregi, því þar voru flestir þeir, sem voru við Þjórsárfjelagið riðnir. Á þessum árum komum við alltaf heim á hverju sumri. Svo mikill tími fór í ferðalög. Einar þurfti líka tilbreytingu. Hann undi því ekki að vera lengi á sama stað. Það átti ekki við hann. Hann þurfti ný áhrif og yrkisefni, bæði í heimi ljóða og framfaramála. FRAMFARIR ISLANDS Hann hafði, eins og allir vita, alveg bjargfasta trú á því, að landið okkar ætti mikla fram- tíð. En hann vissi líka, að það mundi koma við sögu í átökun- um um yfirráðin á heimshöf- unum. Jeg lifi það kannske ekki, sagði hann við mig oftar en einu sfhni. En þú lifir það. Sannaðu til. Þegar byrjað var að tala um símasamband til Islands, þá ■> ildi hann loftskeyti. Þau voru þá að vísu ófullkomnari en þau eru nú. En hann vildi held- ur ófullkomið samband, held- ur en ekkert. — Hann vildi fá sambandið strax. >11 bið var honum erfið. Hann átti sinn þátt í því, að Marconi- fjelagið setti upp tilraunastöð- ina hjerna við Rauðarárvík. — Hann var upphafsmaður þess. Það mun sannast þegar skjölin verða rannsökuð ofan í kjöl- inn. Og að þetta frumkvæði hans studdi það að koma síma- málinu áfram til skjótra enda- iykta. Hann hitti í London einn af forstjórum fjel. og fekk hann á sitt mál, að reist yrði tilrauna- stöð þessi. Veturinn eftir andað- ist Kristján IX. Kvöldið, sem sú fregn var send, var vont veður. Það var að því kom- ið að loftskeytamaðurinn treysti sjer ekki inn að Rauðará. En hann fór samt og náði í fregn- ina um andlát konungs. Það þótti merkilegt, að hægt var að byrja að syrgja konunginn hjer EINAR BENEDIKTSSON rúmlega tvitugur. „þessari mynd hafði hann mestar mœtur á“. í Reykjavík, sama daginn, sem byrjað var á því í Danmörku. — Og svo voru fyrirætlan- irnar um höfnina við Skerja- fjörð? — Já. En þær fyrirætlanir allar voru í sambandi við Þjórs- árvirkjunina. Þetta hekk .a'llt saman. HIN TORSKILDU KVÆÐI — Hverju svaraði maðurinn vðar til, þegar menn kvörtuðu undan því, að kvæðin hans væru torskilin ? — Hann sagði blátt áfram að það væri helber vitleysa. Þar væri ekkert, sem hver maður gæti ekki skilið. Hann hafði jafnvel nokkuð stór orð um þá stundum, sem skildu ekki, eða þóttust ejtski skilja kvæði hans. Hann átti það til að nota þyngri orð í garð manna, en hann eiginlega meinti. Stundum sagði hann að aðfinslur manna og útásetn- ingar á kvæði hans, væru sprottnar af illgirni o. s. frv. En eins og hann sagði: ,,Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál jeg er í sátt“. Jeg skil aldrei hvernig á þessu umtali öllu stóð með hinn torskrlda skáldskap hans. Hve fast þetta var í mönnum. Þetta klingdi altaf. Jeg man t. d. eftir því þegar kvæðið ,,Stjarnan“ kom út í Þjóðólfi. — Jeg var heimagangur hjá Benedikt Gröndal. Við Helga dóttir hans vorum náskyldar og góðar vin- konur. Jeg kom þangað sama daginn, sem þetta Þjóðólfsblað kom út með kvæðinu. Gröndal segir við mig, er hann sjer mig: „Hefir þú sjeð þetta ,,pródukt“ eftir kærastann þinn?“ Hann vissi þá, að við hittumst stund- um og kallaði hann kærastann minn. En kvæðið spratt út af því, að við vorum saman á gangi eitt stjörnubjart kvöld. Munið þjer eftir kvæðinu hans „Jörð“, heldur frúin áfram. Mjer datt það í hug í sambandi við Stjörnukvæðið. Fólki finnst það kannske mont af mjer. að segja frá því. En kvæði það er þannig til komið. Einar seirir eitt sinn við mig. Úm kvað á jeg nú að yrkja. — Mig vantar efni í svipinn. Þá segi jeg við hann. Þú ert nú bú- inn að yrkja um stjörnurnar og himingeiminn. Nú finst mjer þú ættir að yrkja um þá stjörnu sjerstaklega, er við erum á. — Hvaða vitleysa, sagði hann þá. En fjelst síðan á þessa uppá- stungu mína. I því kvæði vil jeg minnast þessa erindis: þú deplar auga og dagur verður kveld. þú dregur blœju hægt á mána- gluggann — og breiðir þjer að brjósti nætur- skuggann. þú blundar, vaknar, kveikir morguneld. þú dúðar okkur hljótt í haustsins feld, en heitan móðurkoss til vorsins geymir. Svo snýr þú við, sem víf að ástar- hótum og vetrardvöl í röðulfaðmi gleymir. LÍTIÐ UM TÆKIFÆRISKV ÆÐI — Var hann ekki oft beðinn um að yrkja tækifæriskvæði. — Það kom fyrir. En þeir, er þektu hann vissu sem var, að það bar sjaldan árangur. Hann vildi ekki yrkja tækifæriskvæði. Hann gat ekki fengið sig til þess, nema rjett í einstöku til- fellum. Hann orkti erfiljóð eft- ir frú Elínu Bjarnason, og einu sinni eftir barn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.