Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 26
450 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS byssubrendur út úr búðinni, því í ensku kunni jeg ekkert. DÓMKIRKJUORGANISTI t LEIPZIG — Og hvað um hljómlistar- námið? — Aðal kennari minn var próf. Staube. Það var mitt mikla lán. Hann er heimsfrægur snill- ingur í sinni grein. Námið hjá honum var ákaflega erfitt og skemtilegt. Hjá honum var jeg í 6 ár. Tvö árin var jeg honum til aðstoðar, sem organisti í dómkirkjunni í Leipzig, Tóm- asarkirkjunni. Á því fanst mjer jeg læra mest. Að kynnast þannig hinu opinbera tónlistar- lífi. Það þroskaði mig mest. Að vinna þannig sjálfstætt. En jeg verð að taka það fram, að á þessum árum 1917—1919 var hörgull á góðum organleikur- um í Þýskalandi, vegna styrj- aldarinnar, sem þá geisaði. Og varð jeg fyrir því láni, að verða fyrir valinu. HUGMYNDIN LÍTILFJÖR- LEG BYRJUN — Samdir þú tónverk á þessum árum? — Já, nokkur. Mjer hefir, sem sagt, frá því jeg var barn, dottið ýmislegt í hug. En þó maður fái einhverja hugmynd í lag eða tónverk, þeg.'^r andinn kemur yfir mann, þá er það ekki nema byrjun. Þá er það þrautin þyngri, að gefa hugmyndinni listrænt form. Þá kemur til hin alveg nauðsynlega kunnátta, og meðfæddur smekkur manna. Eins og Brahms sagði eitt sinn: „Jeg get ekki nógsamlega fyr- irlitið ,,ideur“, meðan þær eru ekki annað, ekki íklæddar anda og list“. Allir, að heita má, geta búið til lag. Alveg eins og menn geta böglað saman vísu. Jafnvel vel gerð vísa að formi til, getur verið lélegur skáldskapur. Eins er með tónverkin. Áferðarfal- leg tónverk geta verið ómerki- leg. Ef þau vantar hinn listræna anda. innblástur, sem gera þau að listaverki. Ekkert er, að minni hyggju erfiðara, en að semja lag, sem er þannig, að öll- um finst það eigi einmitt að vera svona, en ekki einhvern vegin öðruvísi. Það hafa fæðst menn, sem hafa getað gert slík verk á svipstundu að heita má. En venjulegast er, að það taki langan tíma að skapa svo full- komið listaverk. AÐ „KOMPÓNERA“: ÞAÐ ER AÐ STRIKA ÚT Max Reger sagði: ,,Að kom- pónera, það er sama og strika út“. I þessum orðum felst mik- ill sannleikur. Frumsmíðina, hugmyndina, frumdrögin, bail að fága og laga, svo engri nótu sje ofaukið — öllu sje í hóf stilt, alt hnitmiðað. Svc er um alla list. Stóru tónskáldin höfðu mjög mismunandi aðferðir við vinnu sína. Sumir hafa unnið að mestu leyti við hljóðfærið. Svo gerðu þeir Chopin og Schu- mann. Aðrir hafa unnið mest við skrifborðið, eins og t. d. Bach o. fl. Aftur aðrir hafa samið verk sín jafnvel á göngu- ferðum, eins og Beethoven og Brahms. Brahms ráðlagði tón- skáldum að fara í skemtigöng- ur til þess að njóta hugmynda sinna og gera úr þeim listaverk. — Hvað um þig að þessu leyti? — Fyrst og fremst það, að jeg tel mig ekki í þessum fje- lagsskap. Jeg tel mig fyrst og fremst organleikara en ekki tónskáld. Þó jeg hafi frá upp- hafi haft tilhneiging til þess að reyna mig í hinni skapandi tónlist. Og þó margar „ideur“ sem jeg fæ, láti mig ekki í friði, fyrri en „uppgáfan" er leyst. T. d. núna, segir Páll, meðan við erum að tala hjer saman, get jeg ekki slitið úr huga mjer eitt ákveðið viðfajigsefni, hvern ig jeg eigi að raddsetja eitt Hag. Meðan jeg er að tala um annað, og hugsa um heima og geima, heldur vitundin áfram að starfa að þessu ákveðna efni. Ef jeg teldi mig í hópi tón- skálda, þá myndi jeg nota báð- ar leiðirnar, vera ýmist við skrifborðið eða hljóðfærið. En best er að vera sem óháðastur hljóðfærinu. ÞEIR SEM VELJA SITT RJETTA SVIÐ Eitt er það, sem tónskáld eins og aðrír listamenn, verða a'ð temja sjer. Og það er að þekkja sínar takmarkanir. Að færast ekki of mikið í fang. Að leggja mesta áherslu á þá grein, sem I est er við manns hæfi. Ýmsir skilja þetta ekki nægilega vel. Eða fara ekki eftir því. En hvernig var með Grieg. Hann varð heimsfrægur, vegna þess að hann var meistari í hinu lyriska formi. Hið drama- tiska form var ekki við hans hæfi. Hann hlaut heimsfrægð sína, af því að hann lagði á- herslu á það svið, sem hann fann styrkleik sinn mestan. Smáþjóðum eins og okkur, er helst veitt athygli fyrir þau sjerkenni, sem við höfum fram að færa. Heimurinn spyr: Hvað hafa þeir nýtt eða áður óþekt í fórum sínum. ÞJÓÐLÖGIN ERU EFNI- VIÐUR OKKAR íslensku þjóðlögin eru sjer- eign okkar og sjerkenni á sviði tónmentar. Þangað sækja tónskáld yrkisefni sín. Jeg er viss um, að ekki líður á löngu, uns við eignumst mikil tón- skáld, sem vekja á sjer alheims athvgli með því að taka upp anda og kjarna hinna fornu laga, íklæða þau formi og hátt- um, sem gera þau að heims- bo^gurum á sviði tónlistar. Við eigum efnið, eins og Norðmenn úr fornri tónmenn- ing okkar, þó við höfum enn engan Grieg eignast. Að vísu er arfur okkar minni að vöxtum cn Norðmanna. Fiðlan sem þeir áttu, hefir gefið þjóðlögum þeirra meira líf en langspilið okkar gat gefið þjóðlögum okk- ar. SAFNARARNIR LÖGÐU GRUND V ÖLLINN En úr því jeg minnist á þjóð- iög, get jeg ekki látið hjá líða að minnast á Bjarna Þorsteins- son. Starf hans við þjóðlaga- söfnun er ómetanlegt fyrir framtíð íslenskrar tónmentar. Þeir, sem síðar vinna á sama

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.