Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 1
1. tölublað. JWoiT01l$J!Ma&£Í3$0 Sunnudaginn 22. febrúar 1942. XVII. árgangur. lMlulO*rpr«tit*nuQJ« fc.t, Rabb um Brandstaðaannál og hjeraðsfræði Eftir Sigurð Guðmundsson, skólameistara f> um hjeruð landsins eru nú ^J komin í kapp hvert við ann- að um að gefa ut heimildir um sögu sína, kanna sögu sína og skrá sögu sína, minningar og fræði. Eru Húnvetningar nú einn- ig komnir af stað í þessar merki- legu skreiðarferðir. Er nú þegar farinn að sjást árangur af þessu ferðalagi þeirra. Er það prentun á svokölluðum Brandsstaðaanná! eftir Björn Bjarnason, bónda á Brandsstöðum í Blöndudal. En húnvetnskur fræði- og vísinda- maður, ungur og efnilegur, Jón Jóhannesson frá Hrísakoti, hefir annast útgáfuna, og er húu vafalaust vel af hendi leyst. Samt hygg jeg, að mörgum Húnvetn- ingum og öðrum lesöndum, sem komnir eru af húnvetnskum ætt- um, hefði þótt mikill fengur í því, ef útgefandi hefði rakið nokkru gerr niðjatal ýmissa þeirra manna, sem getur í árbókum Björns bónda. Var og útgefandi prýði- lega fallinn til að semja slíkar ættartölur. Ekki verður útgefanda- samt ámælt fyrir þenna brest, því að handrit og skilríki voru hon- um eigi tiltæk, að jeg ætla, er hann bjó annálinn undir prentun. En nú kveður við í hverri ræðu og hverjum runni, að hlynna beri að íslensku þjóðerni, íslenskri tungu og öUu, «eru íslenskt er Sigurður Guðmundsson. (líklega þó ekki að því, sem telj- ast verður skaðsamlegí í þjóðar- fari voru og menningu). Engin fræðigrein er þjóðlegri nje ís- lenskari heldur en ættfræði. Og þó að margir geri gys að ættar- tölum og ættfræðingum, sem auð- skilið er, virðist harla ólíklegt, að það spilli nokkrum manni nje þrengi samúð hans, að vita deili á forfeðrum sínum og kynsmönn- um. Ekki þarf lengi að glingra við ættfræði til að komast að raun um, að stundum eigum vjer ættingja, þár er oss varir síst. Slík vitneskja kælir naumast þel vort í þeirra garð, þótt eigi megi búast við, að hún vinni krafta- verk í eflingu samúðar og vinar- þels. Það var hvorki nýstárlegt uppá- tæki nje frumlegt, er Bjórn bóndi á Brandsstöðum tók að rita ár- bækur. íslendingar hafa löngum haft mætur á annálum og ann- álagerð, eins og sú annálaruna, sem Bókmentafjelagið hefir af mikilli rausn hrest fjelaga sína á mörg undanfarin ár, ber ósvikið vitni um. En Björn bóndi er merkilegur maður og gagnmerk- ur sögumaður. Með vorri fræði- Imeigðu þjóð virðist hann fágæt- lega hneigður til fræðistarfa og ritstarfa. Hann ritar: „Þá jeg fyrst fór að geta lesið, reyndi jeg að klóra á. lítil blöð, án allrar til- sagnar, um veður og hvað annað, er við bar og gert var daglega, og hafði þess vegna slíkt lengi í minni". Og hann segir enn: „Fyr- ir þessa aðferð mundi jeg öðrum fremur, hvað við hafði borið lang- an tíma, og gat aðgreint eina árs- tíð frá annarri. Var því álitið, að jeg hefði gott minni, en það var þó ekki betra en í meðallagi". Þessi húnvetnski fræðiþulur virð- ist ekki hafa mikla tilhneiging til að gera nieira úr sjer og hæfileik- um sínum en vert er. En senni- lega hefir hann brostið öll mæl- ingatæki til að afla sjer vitn©skju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.