Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Page 1
JFflcrgMnMaí>sins 1. tölublað. Sunnudaginn 22. febrúar 1942. XVII. árgangur. Ii*luia«rprentipUtJt h.f, ----------------------------------------------------------------------------S Rabb um Brandstaðaannál og hjeraðsfræði Eftir Sigurð Guðmundsson, sk6la.meista.ra um hjeruð landsins eru nú komin í kapp bvert við ann- að um að gefa út heimildir um sögu sína, kanna sögu sína og skrá sögu sína, minningar og fræði. Eru Húnvetningar nú einn- ig komnir af stað í þessar merki- legu skreiðarferðir. Er nú þegar farinn að sjást árangur af þessu ferðalagi þeirra. Er það prentun á svokölluðum Brandsstaðaannál eftir Björn Bjarnason, bónda á Brandsstöðum í Blöndudal. En húnvetnskur fræði- og vísinda- maður, ungur og efnilegur, Jón Jóhannesson frá Hrísakoti, liefir annast utgáfuna, og er hún vafalaust vel af hendi leyst. Samt, hygg jeg, að mörgum Húnvetn- ingum og öðrum lesöndum, sem komnir eru af húnvetnskum ætt- um, hefði þótt mikill fengur í því, ef útgefandi hefði rakið nokkru gerr niðjatal ýmissa þeirra manna, sem getur í árbókum Björns bónda. Var og útgefandi prýði- lega fallinn til að semja slíkar ættartölur. Ekki verður íitgefanda- samt ámælt fyrir þenna brest, því að handrit og skilríki voru hon- um eigi tiltæk, að jeg ætla, er hann bjó annálinn undir prentun. En nú kveður við í hverri ræðu og hverjum runni, að hljuina beri að íslensku þjóðerni, íslenskri tungu og öllu, *em íslenskt er Sigurður Guðmundsson. (líklega þó ekki að því, sem telj- ast verður skaðsamlegt í þjóðar- fari voru og menningu). Engin fræðigrein er þjóðlegri nje ís- lenskari heldur en ættfræði. Og þó að margir geri gys að ættar- tölum og ættfræðingum, sem auð- skilið er, virðist harla ólíklegt, að það spilli nokkrum manni nje þrengi samúð lians, að vita deili á forfeðrum sínum og kjmsmönn- um. Ekki þarf lengi að glingra við ættfræði til að komast að raun um, að stundum eigum vjer ættingja, þár er oss varir sist. Slík vitneskja kælir naumast þel vort í þeirra garð, þótt eigi megi búast við, að hún vinni krafta- verk í eflingu samúðar og vinar- þels. Það var hvorki nýstárlegt uppá- tæki nje frumlegt, er Björn bóndi á Brandsstöðum tók að rita ár- bækur. íslendingar hafa löngum haft mætur á annálum og ann- álagerð, eins og sú annálaruna, sem Bókmentafjelagið hefir af mikilli rausn hrest fjelaga sína á mörg undanfarin ár, ber ósvikið vitni um. En Björn bóndi er merkilegur maður og gagnmerk- ur sögumaður. Með vorri fræði- hneigðu þjóð virðist hann fágæt- lega hneigður til fræðistarfa og ritstarfa. Hann ritar: „Þá jeg fyrst fór að geta lesið, reyndi jeg að klóra á lítil blöð, án allrar til- sagnar, um veður og hvað annað, er við bar og gert var daglega, og liafði þess vegna slíkt lengi í minni“. Og hann segir enn: „Fyr- ir þessa aðferð mundi jeg öðrum fremur, hvað við hafði borið lang- an tíma, og gat aðgreint eina árs- tíð frá annarri. Var því álitið, að jeg hefði gott minni, en það var þó ekki betra en í meðallagi". Þessi húnvetnski fræðiþulur virð- ist ekki liafa mikla tilhneiging til að gera meixa úr sjer og hæfileik- um sínum en vert er. En senni- lega hefir hann brostið öll m*l- ingatæki til að afla sjer vitneskju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.