Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um, hvort minni hans var í meðal- logi eða fyrir ofan eða neðan með- ailag. En hann er skynsemdar- maður, sem ritar ekki dagbækur og árbækur eingöngu til að muna, hvað á dagana drífur, nje heldur af því einu, að hann hefir gam- an af að rita, heldur til að nema, hvernig eigi að nota tímann og hversu mönnum hefir yfir sjest um notkun hans. Hann segir: „Ár- gæskan kemur eftir harðindin sem skin eftir skúr. Það bága varir oft stutta stund, en hið blíða lengi. Skynsemin er manni gefin til að lifa ánægður við hvort- tveggja og ígrunda, hvernig tíðin hefir verið brúkuð. Má því oft sjá vanbrúkaða góðu tíðina og fyrir það hryggilegar afleiðingar þeirrar bágu“. Hann virðist, með öðrum orðum, trúa, „að sjaldan verði víti vörum“, sem Hávamál segja. Hann kennir, að minsta ~tosti að nokkru, forsjáleysi manna og vanrækslu í búskap og meðferð á tímanum, hve hörðu árin leiki þá illa. Það virðist og vaka fyrir honum svipað og vakti fyrir Jónasi Hallgrímssyni, er hann kveður forfeður vora hafa unað glaða við sitt. En annars er Brandsstaðabónd- inn eigi skáldlega vaxinn á nokkra lund, að því er sjeð verð- ur á árbókum hans. Hann getur ýmissa bóka, sem út komu um daga hans. Það auðkennir hann sennilega vel, að hann getur lof- samlega bóka, sem komu frá Leir- árgarðaprentverkinu og „fóru að lýsa upp skynsemi þeirra, sem því vildu taka“. Hann minnist einnig á „Ný Fjelagsrit" og kveður þau hafa sýnt mönnum „fram á ýmsa forsómun og of mikla vanafestu“ o. s. frv. En hann nefnir hvergi „Fjölni“, að jeg ætla. Ef til vill hefir það stafað af því, að granna hans, sóknarprestinum í Blöndu- dalshólum, sjera Sveini Níelssyni, var, eftir húnvetnskri sögn og af auðskildum ástæðum, lítið um „Fjölni“ gefið. Hann getur láts þeirra sj'slumannanna norðlensku, Gunnlaugs Briems og Þórðar Björnssonar í Garði. En hann drepnr hvergi á það, er hinn mikli kjörviður og stórviður, Bjarni Thorarensen, fellur fyriv hinni miklu skógaröxi, eins og enginn brestur hefði heyrst í Blöndudal við slíkt fall. Björn á Brandsstöðum kallar sjálfur annál sinn „Um árferði", og er það rjettnefni. Hann er eink um og sjer í lagi veðráttuþáttur. Lesendur eru þar úti í allskonar veðrum og á ölium árstíðum. Þessi hyggindabóndi fylgir veður- farinu með sívakandi athygli, enda átti viðgangur bús hans, hagsæld og farsæld mikið undir því. Þessi veðurskrá verður held- ur þreytandi, ef hún er lesin öll í einu. Þótt æðiólíku — eða öllu heldur algerlega gagnstæðu — sje saman að jafna, ljóðum og þessum veðurskýrslum úr Vatns- dal og Blöndudal, er ráðlegast að lesa þær sem kvæðabók, ekki margar í einni lotu, heldur smátt og smátt. En þá getur margur sitt hvað grætt á þeim. Þó að málfar annálsins sje sumstaðar stirt og dálítið danósa, er það yfirleitt ís- lenskt og auðugt að orðum, sem merkja veðrabrigði og veðurfar. Ætti að lesa kafla úr honum í barnaskólum. Á því má láta kaup- staðabörn heyja sjer mikinn orða- forða. Annállinn sýnir, hve móð- urmál vort á mikinn auð orða, sem merkja veðrabreytingar og tíðar- far. En fleira má græða á þáttum þessum. í þeim eru hagskýrslur, búnaðarskýrslur og nákvæmar frásagnir af klæðaburði og tísku- breytingum í því efni. Samt skortir ýmislegt á, að þessir þætt- ir flytji oss þann fróðleik, er oss hefði þótt mest og best matar- bragð að. Höf. fæst lítt við mannlýsingar. Er þeim mun meiri skaði að slíku, sem maðurinn er glöggur og gætinn, sanngjarn og merkilega öfundlaus. Þá er hann t. d. getur láts síra Björns í Bólstaðarhlíð, segir hann aðeins um hann, að hann hafi verið „meðal merkustu presta og bú- maður mesti“. Það hefði óneitan- lega verið hugðnæmt, ef hann hefði sagt nokkru rækilegar frá þessum dætrumfrjóva klerki, sem nokkrir hinir mestu virðinga- menn lands vors, bæði látnir og lifandi, eru komnir af. En mörg athugasemd og frásögn hrýtur þó úr fjöðurstaf Brandsstaðabóndans, sem knýja ætti til margvíslegrar íhugunar og hlýtur að orka á les- endur, ef þeir eru ekki því sljórri eða sofa eigi því fastara á and- lega vísu. Hann gagnrýnir slóða- hátt og ráðleysi þjóðarinnar, hve sljólega bændur hagnýta sjer gæði lands og bús. Hann ritar: „Hross voru mörg og stóðhross mörg á heiðum, því ei var þá vanalegt að ætla þeim hey eða hjúkrun, hversu mikið moð og úr- gangur af heyjum, sem til fjell árlega. Yar þá brent eða borið í hauga eða borið í ár og læki. Hefði þetta verið hirt, mundi flestum hafa orðið hægt að halda öllum hrossum sínum, en nú ráf- uðu þau á gaddinum sem rænu- laus eitthvað og óskiljanlega langt frá átthögum sínum, svo eigendur vissu ekki til þeirra, og fjellu svo loks af hungri og hor og meðfram fyrir brunahörkur og hríðar, öll utan þau, sem eigend- ur hirtu, og lifðu sem mest á mykju eða við sárlítið fóður, er aðrar skepnur gátu ei notað. Fjöldi búenda varð hrossalaus". Það er heldur ófrægileg þjáninga og hörmungasaga, sem óskráð er af meðferð íslendinga á „þarf- asta þjóninum“, eins og hestur- inn var stundum kallaður í ung- dæmi mínu. Þeir hefðu naumast orðið öfundverðir af að hitta þessi ferfættu hjú sín á dómsdegi og hlýða á vitnisburð þeirra um miskunnsemi sína og viðurgem- ing við þau. Jón Trausti kemst — að mig minnir — einhverstaðar að orði einhvern veginn á þá leið, að sú þjóð, sem kvalið hafi skepnur sín- ar og svelt hjú sín um margar aldir, vilji einnig svelta embættis- menn sína. Hvort sem jeg hefi þetta rjett eftir hinum stórvirka skáldsöguhöfundi eður eigi, þá er það víst, að íslensk embættislaun hafa einatt verið herfilega skorin við nögl, kjör embættismanna oft verið hungurkjör. Stundum finst manni og, að sumir kysu helst, að greidd væru laun fyrir þá veg- semd, að mega gegna embættum og vinna embættisverk. Björn á Brandsstöðum sjer engum ofsjón- um yfir hlutskipti prestanna nje tekjum þeirra. Öðru n»r. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.