Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS menn gátu gengið til svefns. Kl. 7 á morgnana komu svo kerl- ingamar og ráku alla ofan í garð til að þvo sjer og bursta skóna sína. Sumir höfðu enga skó á fótunum að heitið gat — bara vörpin. Þetta var ágætur staður, þarna var altt svo tjer- legt, öllu haldið hreinu. Svíarnir fengu atvinnu strax og fóru sína leið. En Daninn og jeg vorum nokkrar nætur á þessum gististað, þangað til við fengum vinnu. Komum í snikk- aravinnustofu og spurðum eft- ■r atvinnu upp a okkar máta. Þeir sem tóku erlenda sveina \ oru vanir misjafnri málakunn- áttu. Hittum karl, sem sagðist ætla að tala við meistarann. — Meðan hann var burtu varð Daninn svo þyrstur að hann fór að pumpa í sig vatni úr pósti í garðinum rjett framan við kontórgluggana. Jeg sagði að hann hefði kynt sig dável í byrjun. Þegar okkur var svo vísað inn var sagt: — „Was können Sie machen". Okkur varð svarafátt, höfðum engin tök á að finna orð yfir það, hvað við gætum gért. Þá voru okkur sýndar teikningar og sagt að ef við gætum unnið eftir þeim, þá gætum vjð byrjað. Og er nú ekki komið nóg? — Ekki fekk Hjörvar meira. MISJÖFN VIST Jeg spurði Jón þá hvort hann gæti ekki sagt mér meira af verunni í Berlín. Hjelt hann þá áfram: Nú þurfti jeg að fá mjer „Schlafstelle", sem kallað var, rða gististað, Ler.ti jeg í her- bergi með fjórum, og sváfum við þar þrír um nætur, en einn um daga. Það var vagnstjóri. Jeg svaf á hans legubekk. Það !itla sem jeg svaf. Því þar var svo mikið af veggjalús, að jeg varð allur blóðrisa. Eftir nokk- urn tíma vildi vagnstjórinn vera einn um sinn bekk, hafa hann mannlausan á nóttunni. Og þá varð jeg að fá mjer annan stað, leigði hjá tveim gömlum jóm- frúm, bar sem engin var lús og alt í lagi. Annars hjelt jeg mig mest við K.F.U.M. En Daninn var á billiardstofum og krám, hljóp til Dessau á eftir stelpu, er hann hafði kvnst í Sommerlyst. Jeg hitti hann seinna. Var hann þá búinn að fá nóg af flakkinu, 1 afði lært bæði hvernig þaó var að svelta og liggja úti. I K.F.U.M. hitti jeg eitt sinn náunga, sem strokið hafði úr skipi í Konstantinópel. Hann var danskur. Hann hafði kom- ið sjer fyrirí einhverri skál milli hjólanna undir járnbrautar- vagni og verið þar í 53 klst. — Hann skreið undan vagninum í ^erlín. Hann vissi hvað járn- braut var eftir túrinn. En svo mikill hafði skítmoksturinn ver- ið á hann, að þegar hann skreið undan vagninum sást ekki munur á andlitinu á honum og hnakkanum. Lögreglan tók hann höndum. En síðar komst hann í samband við sendiherra Dana í Berlín. Sendiherrann varð að greiða íargjaldið frá landamærum Þýskalands og taka ábyrgð á hcnum til þess að fá hann Ihus- ann. Sendiherrann klæddi hann í röndóttar buxur og hvítt vesti og diplomatfrakka, ljet hann hafa ferðapeninga og skrifaði brjef með honum til Danmerk- ur þar sem hann sagði, að hann hefði tekið út sitt straff, og ósk- aði að hann mætti vera frjáls ferða sinna. Jeg var 3 ár í Berlín og gekk á dagskóla þar í þrjá vetur, góðum skóla. En þá kom stríð- ið milli Rússa og Japana. Þá varð uppistand í borg- inni og fundir haldnir út af því að mönnum þótti ósanngjarnt að útlendingar gætu fengið að stunda nám í iðnskólum fyrir sama kenslugjald og innlendir menn. Lenti í svarra út af þessu. Það varð úr að útlendingar urðu að greiða fimm sinnum hærra kenslugjald en innlendir menn. Hefði jeg þá þurít að greiða 25 mörk á mánuði í þeim skóla þar sem jeg var. Hafði ekki efni á því. Fór í annan ódýrari skóla. Frá Berlín fór jeg til Vínar- borgar. Svo heim. Síðan jeg kom heim hefi jeg stundað sjálf- stæða atvinnu. Fekk strax nóg að gera. Hef altaf haft nóg. ENDINGIN ER FYRIR MESTU Þ. 18. febr. 1908 stofnaði Jón Halldórsson og Co. Hefir altaf verið á sama stað. Svo maður er orðinn sveitlægur hjer — við Skólavörðustíginn. Eitt af því fyrst var að inn- rjetta búðina hjá Magnúsi Benjamínssyni. Síðan hvað af hverju. Viðskiftamennirnir alt í alt orðnir nokkuð margir. Jeg held fólk hafi verið nokkuð ánægt með verk okkar, þótt dýrt, en reynst endingaigott. Það getur ekki farið saman að gera hlutina endingargóða og ódýra. Jeg vil heldur að menn verði ánægðir, þegar fram í sækir, er þeir finna að það sem þeir fá í hendur fyrir pening- ana, er „solid kram“. Og svo ekki meira um það. Jón fylgdi mjeij til dyra og sagði um leið og við gengum niður stigann. ,,0g þið eruð altaf að tala við menn og altaf að skrifa“. „Já, það kemur fyrir“. „Og altaf eru það menn, sitt með hverju móti sem þið talið við“. „Það væri ekki gott ef allir væru eins“, sagði jeg og kvaddi Jón Halldórsson og þakkaði honum fyrir. V. St. Má jeg sjá vegabrjefið yðar?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.