Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sundknattleiksmaðurinn „Sundknattleiksmaðurinn" nefnist þessi gripur, sem hjer birtist mynd af. Gripinn gaf Tryggvi Ófeigsson skipstjóri til verðlauna í meistarakepni í sundknattleik hjer í Reykjavík. Vinst gripurinn til eignar 7 sinnum í röð, eða 10 sinnum alls. Sundmeistaramót hófust hjer í bæ fyrst í fyrravetur. Á því móti sigraði A-sveit Ármanns. S.l. fimtudag fór fram úrslitakepni fyrir árið 1942 og fóru leikar svo, að enn vann A-sveit Ármanns. Hefir Ármann þannig unnið „Sund- knattleiksmanninn" tvisvar í röð. Þessi fagri verðlaunagripur er gerður af hagleiksmanninum Ágústi Sigmundssyni útskurðarmeistara. Fyrirlitning Beethovens á öllu ytra, á skinhelgi hinna æðri og þeim hugsunarhætti hugleysis og ósjálfstæðis, sem einkennir meiri hluta þeirra, er í heimi búa, var hluti af sjálfum honum og tónlist hans. Það getur verið, að sagan um það, þegar Goethe og Beet- hoven voru á göngu saman, og Goethe vjek til hliðar og tók ofan fyrir hefðarmönnum, sem gengu fram hjá, en Beethoven skrefaði í gegnum hópinn og leit hvorki til hægri nje vinstri, sje munn- mæli ein, og hún gæti líka lýst ókurteisi aðeins af hálfu Beet- hovens. En þannig var framkoma hans við höfðingja og höfðingja- sleikjur. Þegar Lobkowitz prins ljet þau orð falla einu sinni á æfingu, að það gerði ekki svo mikið til, þó að fagottið vantaði, ljet Beet- hoven ekki þar við sitja, en til- kynti hátt og í heyranda hljóði, að Lobkowitz væri asni. Annar listamaður á öðru sviði, hinn mikli Goethe, var hræddur við Beethoven. Goethe skildi ekki þennan unga risa, og þegar Mendelsohn ljek kafla úr fimtu symfóníunni fyrir Goethe, þá varð skáldinu að orði, að þetta væri furðulegir tónar, en hvað mundi verða um heiminn, ef öll list væri svona? Romain Rolland hefir sagt að mjög rjettilega, að Goethe horfði óttasleginn í hyl- dýpin og hopaði á hæl, en Beet- hoven bauð storminum og undir- djúpunum hreykinn byrginn. Fimta symfónían er því hluti af Beethoven, manninum og lista- manninum og ætlunarverki hans meðal vor. Það var ekki tilviljun, að hann varð þegar í æsku hrif- inn af „óð gleðinnar" eftir Schil- ler — lofsöngi þeim um frelsi og bræðralag manna, sem varð kór- óna níundu symfóníunnar. Eða að aðdáun hans á Napoleon, fyrsta ræðismanninum, varð til þess að hann samdi hetju-hljóm- kviðuna — Eroica — en reif til- einkunnarorðin af titilblaði henn- ar, er hann heyrði, að Napóleon hefði látið krýna sig til keisara. Barátta Beethovens var hetju- barátta einstæðings. Það vekur fátt meiri meðaumkvun, en ber þó jafnframt vott um innsæi hans, en atvik það sem gerðist, er níunda symfónían var leikin í fyrsta skifti, þegar meistarinn, gamall og slitinn af baráttunni, stóð hreyfingarlaus, niðursokk- inn í hugsanir sínar á hljómleika- pallinum og sneri baki að áheyr- endum, þangað til einn söngvar- inn greip blítt í handlegg heyrn- arlausa mannsins og sneri honum að mannfjöldanum, sem æpti og tárfeldi. Því að enginn sannur maður nje listamaður veit nokk- urn tíma um árangur baráttu sinnar og ávexti trúar sinnar. Þeim sem heyrir hið æðis- gengna og þó algilda fjögurra tóna stef hljóma í upphafi þess- arar óviðjafnanlegu symfóníu, dettur í hug, að tvær reikistjöm- ur hafi rekist á í himingeimin- um með ógurlegum ofsa, og eigi að liggja í þessum viltu, óleysan- legu faðmlögum um aldir alda. Hugurinn hverfur einnig til Beethovens, er hann var að dauða kominn, er hann reiðir hnefann gegn þrumudynknum, gegn örlögunum um leið og hann andaðist. Þarna er sami andinn og í tónunum fjórum í symfóní- unni. Og nú er andi hans aftur á meðal vor í miðjum þrumu- gnýnum og storminum, og boð- skapur hans ómar enn til allra þjóða heims. Hann ómar einnig, og vekur ótta, í Berchtesgaden. (Þýtt úr „New York Times“)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.