Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 2
18 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS vildu fara úr þjónustunni gætu farið. Við vorum 400, sem sner- um okkur til hins nýja lögreglu- stjóra og báðum um að mega leggja niður störf, en var öllum undantekningarlaust neitað í það sinn. Verst voru þeir staddir, sem voru meðlimir í „Nasional Sam- ling“ og sögðu sig úr flokknum. Þeim var sagt upp stöðunni, og fengu síðan að ganga lausir nokkra daga. Síðan voru þeir teknir fastir og mátti búast við að þeir lentu í hópi þeirra er sendir voru til Þýskalands. En aldrei fær neinn að vita hvað af þeim verður, sem til Þýskalands eru sendir, af þeim frjettist aldrei neitt, ekkert samband við þá leyft. — Fjölgar meðlimum nazista- flokksins í Noregi? — Um það leyti sem jeg fór að heiman voru það fult eins márgir sem sögðu sig úr flokkn- um, eins og þeir sem bættust við. Matvælaskorturinn. — Hvernig er hið daglega líf borgarbúa í Osló, samanborið við það sem áður var? — Á ytra borðinu er ekki hægt að sjá þar mikinn mismun á. En vandræði almennings eru mikil og margvísleg, og þó einkum vegna þess hve mikill skortur er á matvöru. Verðlag á mörgum matvörum hafði tvöfaldast frá því hsrnámið fór fram. En kaup- gjald er lögboðið hið sama og áð- ur var. Engin dýrtíðaruppbót. Flestar matvörur eru skamtað- av. Kaffi og te er þvínær ófáan- legt, kjöt sjaldgæft. Og fæðuteg- undir eins og kartöflur var erfitt að fá í ágúst, enda þótt hartöflu- uppskera væri þá byrjuð, og kart- öflur venjulega yfirfljótanlegar á þeim tíma árs. Nú þurftu hús- mæður að standa í löngum röðum utan við búðirnar til þess að fá kartöflur. En þeir sem vildu fá kjöt, þurftu helst að taka sjer stöðu fyrir utan búðirnar kvöld- ið áður, ef þeir áttu að gera sjer vonir um að fá kjöt, þegar búðin var opnuð daginn eftir. Sykur fæst mjog af skomum skamti, notað sakkarín eða aðrar gerfivörur í staðinn. 1 sumar var veittur aukaskamtur af sykri, 3 kg. á mann, til þess að nota í sultutau og þessháttar. En þegar húsmæðurnar höfðu lokið sultu- gerðinni, sendu Þjóðverjar sendi- menn í hvert hús og heimtuðu að fá alt það sem heimilin höfðu gert úr sykrinum, sultur og saft- ir, og tóku þetta til sín. Jeg var svo heppinn, að jeg hafði gefið kunningja mínum syk- urinn, og átti ekkert af þessu, er komið var heim til mín. Quisling- ur einn var með hermanninum þýska er kom í þessa söfnunar- ferð. Þeir sneru við legubekknum í stofunni minni, til þess að leita hvort jeg hefði ekki falið ein- hverjar sykurvörur inni í bekkn- um. Jeg spurði Quislinginn á norsku, hvort ekki væri vissara fyrir þá, að skygnast líka inn í útvarpstæki mitt. Hann skildi skensið og þagði við. Mjólk fæst aldrei meiri í einu, en i/3 af lítra á hvern heimilis- mann og þykir gott er það fæst. Vandræði bænda. Framleiðsla bændanna hefir gengið mikið saman, vegna kjarn fóðurskorts, og svo vegna þess að í vor vantaði þá mjög tilfinnan- lega dráttarhesta. Sumarið 1940 tók þýski herinn mikið af hestum bændanna. Hvað Þjóðverjar gerðu við alla þesas hesta er mjer ekki kunnugt. Fyrir síðastliðið vor, var það brýnt fyrir bændum, að rækta nú eins mikið og þeir mögulega gætu. En þá gátu þeir ekki plægt og herfað eins og venjulega vegna þess að þá vant- aði hesta til þess. Þá létu Þjóð- verjar þá hafa dálítið af hestum, og töluðu Quslingar um þessa hestaútvegun sem alveg dæma- lausa fórnfýsi frá hendi Þjóð- verja ,en gleymdu því, eða ljet- ust ekki muna, að þýski herinn hafði tekið margfalt fleiri hesta árið áður. Kjarnfóður handa búpeningi er mjög af skornum skamti, og fóð- urekla mikil. Er notað „cellulose" eða trjákvoða í skepnufóður. Ungskógur er höggvinn miskunn- arlaust, og úr viðnum búnar til „cellulose“-plötur er bændur fá og sjóða í graut handa skepnun- um, í staðinn fyrir hey og kjarn- fóður. Yfirleitt er gengið ákaflega mikið á skógana 1 Noregi þessi missiri. Stórviði úr skógunum nota Þjóðverjar í flugvelli, gera timburfleti mikla í flugvellina í staðinn fyrir steinsteypufleti, því þá vantar sement. Búpeningi landsmanna hefir fækkað mikið vegna fóðurskorts. En auk þess tóku Þjóðverjar sig til, og slátruðu öllum nautpeningi á stórum svæðum á Austurland- inu, þar sem búskapur stóð með mestum blóma. Þar varð vart við gin- og klaufaveiki. En Þjóðverj- ar þóttust finna veikina mikið víðar en hún var, og notuðu þetta sem átyllu til að slátra nautpen- ingi.^ella allan bústofninn. Kjöt- ið fluttu þeir til Þýskalands, eða höfðu það handa setuliðinu sem er í Noregi. Eldiviðarleysið. Ofan á matvöruskortinn bætt- ist svo kuldinn í fyrravetur. Því nálega öll kol og koks sem kom til borgarinnar notuðu Þjóðverj- ar, ellegar kolin voru notuð í rekst ur ýmsra nauðsynlegra fyrir- tækja. Sama og ekkert fjekkst til að hita íbúðir manna. Þó eldivið- ur væri til víðsvegar í skógum landsins, þá fjekkst hann ekki fluttur. Því þýski herinn notaði í sína þágu mestalla vagna járn- brautanna. I vetur má búast við að kuld- inn hafi verið ennþá tilfinnan- legri. Því í sumar var ullartepp- um safnað á öllum heimilum lands ins, til að senda þau til Rússlands. Varð hver heimilisfaðir að gefa skýrslu um það, hve mikið af slík- um skjólfatnaði væri til á heim- ilinu. Herstjórnin tók svo, það sem henni sýndist á hverju heim- ili. Þeir stálu gjöfinni. Frá Norræna fjelaginu í Dan- mörku voru send eitt sinn í sum- ar 45000 kg. af svínakjöti, sem gjöf til norskra heimila. Með sama skipi voru send 300.000 kg. af svínakjöti til þýska setuliðsins. Við lögreglumenn, sem oft vorum á verði á hafnarbökkunum, fylgd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.