Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19 umst vel með þessu. Fjelagið í Danmörku sendi mann til Osló, til þess að hafa umsjón með úthlut- uninni á kjötinu. En er hann ætl- aði að reka erindi sín við hafnar- yfirvöldin, þá sögðu Þjóðverðar ekki annað en að hjer gengi ekk- ert úr greipum þeirra. Þeir hirtu alla gjöfina til sín, fyrir augun- um á sendimanninum danska. Sykur ætluðu Svíar að gefa til Noregs í sumar. En Quisling þver tók fyrir, að tekið væri við slíkri gjöf. Því Svíar hefðu ekki viður- kent stjórn hans. Og meðan svo væri, mætti ekkert frá þeim koma. Eins buðust Svíar til þess að taka 20 þúsund norsk börn í fóstur. Því mjög er erfitt að veita ungum börnum nægilega hentugt niataræði af þeirri gerfifæðu, sem nú er í Noregi, og fullorðið fólk getur lifað á. En það fór á sömu leið, Quisling neitaði að því boði yrði tekið. Gera sig heimakomna. — Hvernig er með húsnæðis- mál? — Engin skýrsla er kunn um hve Þjóðverjar hafa mikið af hús n*ði borgarbúa. En það er mikið. Stórar húsaþyrpingar voru í smíðum er innrásin var gerð. ^ýski herinn tók þær allar til smna þarfa, jafnóðum og húsin v°ru fullgerð. En auk þess hafa hermenn,, einkum liðsforingjar, úkaflega mikið af eldri íbúðum. Venjan er þessi. Hermenn koma til fólks líta á íbúðirnar, og líst vel á þær. Segja síðan við íbúana. Eftir svo sem tvær klukkustundir verðið þið að vera furin úr íbúðinni. Þið getið tekið ykkur svo sem einn fatnað á ^hann, auk þess sem þið eruð í, °S smávegis hreinlætistæki. Alt unnað sem hjer er, verður að Vera kyrt á sínum stað. Fólk, sem *r slíkar heimsóknir, getur eng- um vörnum við komið. Það verð- Ur að hafa sig á burt úr heimil- unum. Sjer borgarstjórnin því þá fyNr húsnæði ? Sjaldan eru nokkur tök á Pvi. Því svo margir hafa mist búsnæði sitt á þenna hátt. Menn v'eiða að fá húsaskjól hjá vinum og frændum, eins og best gengur. Mannlausar búðir. — Hvernig er fataskömtunin í Noregi? — Menn geta fengið einn al- fatnað á ári og eina skyrtu. Þá er fataseðlunum eytt og ekki hægt að fá meira. Svo geta má nærri, að ekki er mikil verslun í vefnað- arvöruverslunum. Yfirleitt eru búðir hálftómar og mannlausar í borginni. Afgreiðslustúlkur sitja þar við handavinnu sína, prjóna þar og hekla, sjer til dægrastytt- ingar. En fyrirtækjunum er bannað að segja upp starfsfólki, svo fólkið situr kyrt, þó ekkert sje að gera, þangað til fyrirtækin fara á höfuðið, eiga ekki lengur fyrir kaupgreiðslunum. Stríðsgróði. Nokkur fyrirtæki hafa grætt mikið á viðskiftunum við Þjóð- verja. Einkum bar á því fyrstu mánuðina, eftir hernámið. Þeir sem þannig fengu mikið fje milli handa, reyndu eftir fremsta megni að koma peningum sínum í fasteignir, keyptu jarðir og þessháttar. Söfnuðu gúmmíinu. — Hefir verið hægt að hafa bíla í gangi vegna bensínskorts ? — Fyrst í stað fengu allmarg- ir nokkurn bensínskamt til bíla sinna. En það var hætt, löngu áð- ur en jeg fór að heknan. Nokkrir bílar voru í gangi, með viðarkola- útbúnaði. En bensínbílar voru að- eins handa hernum og hæstsett- um Quislingum. Norsk verk- smiðja, sem framleiðir viðarkola- „carburatora" í bíla, ætlaði að auka þá framleiðslu mikið. En Þjóðverjar bönnuðu það. Þeim hefir víst fundist það óráð, að láta slíka framleiðslu vera í höndum Norðmanna. Þegar flestir bílaeigendur höfðu orðið að láta bíla sína standa óhreyfða mánuðum sam- an, söfnuðu Þjóðverjar öllu gúmmíinu af bílunum, til að bræða það upp og nota það í sínar þarfir. Kom þar í ljós, sem í ýmsu öðru, hve birgðir Þjóðverja eru af skornum skamti, af ýms- um þeim vörum, sem þeim eru nauðsynlegar í hernaðinum. Útvarpstækin upptæk. — Var búið að taka útvarps- tækin af fólki, þegar þjer fóruð frá Osló. — Nei, Oslóbúar höfðu sín tæki ennþá. En þá var búið að safna saman öllum útvarpstækj- um úr ýmsum hjeruðum lands- ins. Ýmsir, sem áttu heima í út- varpslausu hjeruðunum, tóku sjer ferð á hendur til Oslóar, til þess að fá að heyra frjettir, aðrar en þær, sem norsku blöðin fluttu. En lengi hafði verið bann við því að hlusta á erlendar stöðvar. Menn hlýddu því vitanlega ekki, og hlustuðu á þær stöðvar, sem fluttu fregnir af hernaði Banda- manna. Þegar njósnarar komust að því, að menn hlustuðu á er- lendar stöðvar, var heimilisfaðir- inn tekinn höndum, þar sem hlust að hafði verið, og dæmdur til fangelsisvistar. Venjufeg refsing fyrir slík afbrot var 4 mánaða fangelsi. Til þess að torvelda það, að norska þjóðin gæti hlustað t. d. á norsku frjettirnar frá London setja Þjóðverjar upp sjerstakar útvarpsstöðvar til að trufla frjettasendingarnar frá London. Þegar útvarpstækin voru tekin af mönnum, fengu þeir ekki svo mkið sem kvittun fyrir. Tækjun- um var hrúgað saman í geymslur, og settir verðir við þær til þess að enginn gæti náð þar í tækin aftur. Þar sem meirihluti heimilis- fólksins eru nazistar, þar fær fólk að halda útvarpstækjum sínum. En aðrir ekki. Blaðauppsagnir ólöglegar(!) Þegar menn höfðu verið rændir tækjunum vildu margir losna við blöðin. Þeir sögðu sem svo: Úr því að við getum ekki hlustað á þær frjettir, sem við viljum heyra, þá viljum við ekki fá þau blöð inn á heimilin, sem flytja okkur efni, er við kærum okkur ekki um. En þá gaf Quisling út fyrirskipun um, að það væri ólög- legt að segja upp blöðunum. Menn yrðu að taka við þeim og borga þau, hvort sem þeir vildu það eða ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.