Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21 Ferðasögabrot frá sumrinu 1941 '(tffir Sfcinclór (fjfeincJórsscn fra *75lödum Upphaf. t eg hygg það muni láta fremur ókunnuglega í eyrum flestra, að tala um útskaga í sambandi við Eyjafjörð. Flestir munu að- eins hugsa um hið blómlega, þjett býla hjerað, og þeim hættir við að gleyma því, að út með Eyja- firði liggja bygðarlög, sem hik- laust má telja til hinna afskekt- ustu á landi voru, og er erfiðleik- uni bundið að komast þangað bæði á sjó og landi að kalla má. Bygfr- arlög þessi eru beggja megin Siglufjarðar, Hjeðinsfjörður að austanverðu og Úlfsdalir að vest- an. Er næstum því fjarstæðukent að hugsa sjer þessi afskektu öygðarlög þannig í örskotshelgi Vlð einn athafnasamasta stað iandsins, eins og Siglufjörður er uni síldveiðitímann. Síðastliðið sumar fór jeg snöggva ferð til þessara staða. Þótti mjer ófróðlegt, sem bornum °8 barnfæddum í Eyjafirði, að hafa ekki augum litið það land, sem er innan hinna fornu tak- marka Eyjafjarðarsýslu. Þáttur þessi er um Hjeðinsfjörð og Úvanndali. Frá Akureyri fór jeg ^ föstudegi 11. júlí, og var á snnnudagskvöld kominn til ólafs fjarðar. Y^r Sýrdal. Sunnudagskvöldið, er jeg kom ólafsfjarðar, tókst mjer fyrir afbeina Þorsteins Símonarsonar ögreglustjóra að komast í sam- and við þá Árbændur, og hjetu mjer leiðsögn yfir í Hvann- a ef jeg kæmi þangað að m°rgni_ Snemma á mánudagsmorgun fór (því frá Ólafsfirði á „trillu- at yfir um fjörðinn að Gunn- s^. Þar hefir risið uþp dálítið þorp, er heitir að Kleifum; dreg- ur bygð sú nafjj sitt af Kleifum, sem eru inn með fjarðarbotninum að vestan. Elst bygð þar er Gunnólfsá, sem nú kallast oftast Ytri-Á. Er það landnámsjörð, er ber heiti land- námsmannsins. Síðar bygðist jörð in Syðri-Á, og loks nú á síðustu árum þorpið á Kleifunum. Á fell- ur þar til sjávar ofan úr Árdal. Var hún virkjuð fyrir nokkrum árum, en full kraftlítil er stöðin, því að vatn í ánni þverr mjög á vetrum. Bærinn að Gunnólfsá stóð fyrr nokkru norðar en nú, og sjást þar tóttir fornar. Fyrir nokkru síðan var komið þar ofan á grafreit, svo að þar mun hafa verið kirkja fyrrum. Er þar eitt dæmi þess nær ótæmandi rann- sóknarefnis, er liggur í gömlum rústum víðsvegar um land, sem hin fylsta þörf væri að skoða hið fyrsta. Árni bóndi á Syðri-Á tók á móti mjer á bryggjunni og leiddi mig til stofu og veitti þar hressingu áður en jeg legði í fjallgönguna. En til fylgdar með mjer rjeðist Anton bóndi á Ytri-Á, en hann er þar borinn og barnfæddur og þekkir hverja þúfu. Við fórum ríðandi út með fjallinu út að Foss- dal, sem er dalskora vestur úr ólafsfirðinum. Fjallið út með ólafsfirði vestanverðum heiti-' Arnfinnsfjall, og er venjnlega kallað Finnurinn. Liggur Fossdal- ; ur norðan undir því og skilur það frá Hvanndalabjargi. Fjallshlíðin er brött og mjög skriðurunnin hið efra, en næst Á er undirlendi lit ‘ ilsháttar, sem þrýtur með öllu, e ' . nær dregur Fossdal. Götur er • •, þar þó greiðar á sumardegi, en e 1 vetra tekur er þar leið hættuleg 'A því mjög er þar giljótt og snjó- flóð tíð, en með sjónum eru lengst af gínandi hamrar. í hlíð þessari er nokkurt birkikjarr, þar eru um mittisháir runnar í gilja- drögum, en annars er kjarrið mjög bælt af snjóþyngslum og skemt af beit, því að þarna er beitiland ágætt, sem allmikið er notað. Skiftast þar á lyngbrekkur og vallendislautir blómum skrýdd ar. Mörg eru gilin þar brött og hálfægileg í augum ókunnugra. Mest þeirra eru Syðrabekkjargil og Stóragil. Sjávarhamrarnir fara hækkandi eftir því sem nær dregur Foss- dalnum. Framan undir þeim eru mörg sker og drangar; virðast flest þeirra leifar gamalla blá- grýtisganga. Enda þótt leið þessí væri nú greið og svo mætti kalla, að hlíðar hlægju við ferðamann- inum, þá gat það ekki dulist, að erfið hefir hún verið beitarhúsa- gangan á Ytri-Á, meðan beitar- hús voru á Fossdal, en þar sjást enn tættur þeirra. Er mælt, að þau hafi lagst niður, þegar beitar- húsamaður fórst í snjóflóði i gjá einni, sem síðan ber nafn hans og heitir Illugagjá. Er það og greini- legt, að hvergi má fótur skrika, svo að ekki sje hættan vís, þar sem gatan er tæp og hengiflugið fyrir framan. Sást hjer sem víða annars staðar á landinu, að oft hefir verið harðsótt að ná gieðum þ*se til framdráttar lífinu. Fossdalurinn dregur nafn sitt af háum fossi, er fellur úr mynni hans í sjó fram og blasir við, er siglt er inn með ströndinni. All- ur er dalurinn hömrum girtur hið 'fra og víðast torfært upp úr hon- ím, þótt klöngrast megi þar um jár og gilskorur, og kunnugum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.