Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 8
\ 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS^ hálfri öld, eða 1890. Af lýsingu hans má ráða, að bæði lyngmóa og valllendisgróðri hefir farið mjög fram á þessum áratugum. Það gróðurlendi, sem hann telur mest áberandi, er blómlendið, að- albláberjalyng segir hann að sje að vísu útbreitt, en það myndi hvergi samanhangandi gróður- breiður. Lyngmóagróður sje svo sem enginn og valllendisgróður nálega hvergi nema á sjávarbökk- unum. í Selskálinni telur hann fátt annara grasa en sóleyjar og maríu- stakka. í henni ber nú mest á graslendi eins og fyr getur. Aðal- bláberjalyng er nú víða í sam- feldum breiðum um neðanverðar hlíðarbrekkur, og lyngmóagróður þekur allan hálsinn fyrir dals- mynninu sem fyr getur. Þótt mat tveggja manna á útbreiðslu teg- unda og gróðurlenda kunni að vera eitthvað mismunandi, þá er óhugsandi, að Stefán hefði getað lýst gróðri í Hvanndölum eins og hann gerir fyrir 50 árum, hefði hann verið með líkum hætti og nú er. Gróðurinn hlýtur því að hafa breyst. Orsakanna mun vera að leita í því, að síðan Stefán kom í Hvanndali hafa þeir einungis verið bygðir í tvö ár. Jeg tel lít- inn vafa á, að vetrarbeit sauð- fjárins á svo litlu svæði hafi geng- ið nærri runnlendinu, því að land- rými er lítið, og einmitt þar sem runnlendið er mest, er að öllum iíkindum snjóljettast. Einnig hygg jeg, að fjárbeitin hafi átt veru-' legan þátt í að halda þróun vall-: lendisins niðri, en þá um leið hafaS blómjurtirnar náð sjer betur á!| stryk. Hálfrar aldar hvíld fráj vetrarbeitinni og minni ágangur| fjár en áður á sumrin hefir aukiðj gróðrinum þrótt, einkum kvist-* lendinu. •* i Þótt svo langur tími sje liðinn, má enn sjá nokkur merki fornrar ræktar í Hvanndalatúni, en þó eru þau minni en víða annars[‘ staðar á eyðibýlum. En sennilegt- er, að aldrei hafi jarðrækt verið stunduð þar af mikilli kostgæfni, og lítill áburður hafður á túnið. Aðaltegund á hinu forna túni eri- hálíngresi. Arfi er nokkur kring-V um tóttirnar, en hann kann aðjf hafa flutst þangað í seinni tíð, síðan tekið var að heyja þar að staðaldri. Tóttir eru þar allmjög fallnar, en svo er þó að sjá, sem húsakostur hafi verið öllu meiri en vænta mátti á svo afskektu býli. Sunnan árinnar á Ódáinsakrin- um eru vallgrónar tóttir. Minni ræktarblær er þar á valllendinu en á heimatúninu, enda miklu lengra síðan bygð lagðist þar nið- ur. Ólafur Olavius telur í ferða- bók sinni nokkrar sjaldgæfar teg- undir, sem hann hafi fundið á Ódáinsakri. Meðal þeirra eru mýra ber og jarðarber, en einnig nokkr- ar, sem aldrei hafa fundist, svo með vissu verði sagt, hjer á landi. Ekki fann Stefán Stefánsson nokkra af þessum sjaldgæfu teg- undum þar, og engu reyndist jeg fundvísari í þeim efnum, sem varla var að vænta. Má óhætt fullyrða, að þessar tegundir hafi aldrei’ vaxið þar, eftir staðháttum að dæma. Þetta dæmi sýnir hversu varasamt er að trúa frásögnum um fundarstaði plantna, og var þó Olavius gagnmerkur maður. Að aflíðandi miðaftni lagði jeg af stað upp dalinn frá Hvann- dalabæ. Mjer var raunar hálfó- ljúft að fara þaðan svo skjótt; var það hvorttveggja, að auðn og hrikaleiki staðarins, ásamt hinni brosandi sumarfegurð heillaði mig, og þó meira hitt, að ýmislegt hefði jeg kosið að skoða betur. En kostur næturgistingar var enginn, því að jeg hafði ekkert meðferðis til þeirra hluta. Jeg fór því að rölta upp eftir dalnum, því að jeg hafði ákveðið að fara yfir Víkurbyrðu, en hvorki skriðurnar nje fjöruna. Mjer er nú einu sinni þannig háttað, að þótt jeg vissi að þessi leið væri ef til vill sú örðugasta, þá þykist jeg ætíð ör- uggari að hafa ekki sjóinn altof nálægt mjer. En satt að segja var jeg tekinn að þreytast, svo að jeg hlakkaði ekki eiginlega til þess að fara að klifra upp 700 metra háa snarbratta fjallshlíð. Jeg fór hægt fram dalinn, því að hvar- vetna var nóg að skoða. Fremst klofnar dalurinn í tvær skálar eða botna. Fyrir miðju rís upp þverhníptur hamraveggurinn en upp úr botnunum eru kletta- lausar skriður. Úr þeim syðri má fara yfir í Fossdal, en leiðin upp á Víkurbyrðu er úr nyrðri botn- inum. Þar er sæmijega greiðfært, og rís hlíðin stall af stalli, hvergi er þar illbratt nema í efstu brekk- unni. Sóttist mjer ferðin því greið- legar en jeg hafði vænst, og var því fyr en varði kominn upp á brún. Jeg minnist þess ekki, lað mjer hafi oftlega hnykt við útsýni af fjallsbrúnum og sett að mjer hálf- gerðan óhug um leið, en svo var þó þarna uppi á Víkurbyrðu. Byrðan sjálf er þarna einungis örmjór hryggur, sem næstum má sitja klofvega yfir. Vesturhlíð hennar niður í Víkurdal er snar- brattar skriður með klettaklösum, en ekki getur hún þó ægileg kall- ast. En útsýnið til suðvesturs um hálendið milli Ólafsfjarðar og Fljóta er hið hrikalegasta, sem jeg hefi augum litið. Hvarvetna rísa upp örmjóir klettahryggir, en upp úr þeim standa hvassbrýndar hamrastrýtur og hyrnur. Undir klettabrúnum sjest hingað og þangað í hjarnfannir, en þar fyr- ir neðan sortnar fyrir þröngum dalskorum. Alt liggur þetta svo óreglulega, sem framast má verða. Það setur ósjálfrátt þá hugsun að manni, að hvergi muni vera hægt að fóta sig á tindunum á þessum fjallaóskapnaði, og hver sem það reyni, hljóti að steypast niður í gínandi hengiflugin. Svo sundurtætt og hrikalegt er lands- lagið þarna úti á skaganum. Ó- sjálfrátt flugu mjer í hug hend- ingarnar úr Vaðalfjallabrag síra Matthíasar, er hann lýsir hálendi Vestfjarða svo: „Mjer skín í heiði heljarbeina- grind, sem hroll og furðu vekur sálu minni, því flensað hræ af frumheims jötunhval úr f jötrum skaut þjer ís og laga- brandur með hengiflug, með hraun og fjöll og dal, „hræfareldur mínar“, svarar Jörmungandur. Niðurl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.