Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 12
23 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Fann írinn Brendon Ameríku fyrstur manna? f tímaritinu „Parade" birt- ist í sumar eftirfarandi smá- grein. Hvort sagnfræðingar taka mark á henni skal alveg látið ósagt. En sje svo, þá er hjer um að ræða keppinaut við Leif hepna, um frægðina af fundi Ameríku. egar Columbus leit strendur nýrrar heimsálfu 1492, fann hann ekki Ameríku fyrstur manna eins og miljónir manna halda, — því að Ameríka hafði þegar verið fundin mörgum öld- um áður. Ameríka fanst löngu áður en Columbus fæddist. Sá, sem fann hana, var fri og hjet Brendan, Hann sigldi yfir hið ókortlagða Atlantshaf og kom að landi þar, sem við köllum Carolina. T. F. Healy segir frá þessum furðu- *lega landkönnuði og trúboða for- tíðarinnar í ameríska blaðinu „The American Mercury". Fljótt á litið virðist frásögn Hearly nokkuð fjarstæð og harla ótrúleg. En þar eð Hearly kemur með hverja staðreyndina á fætur annari til sönnunar þeirrar stað- hæfingar sinnar, að Brendan væri sá, sem í raun og veru fann Ame- ríku, þá fara menn að láta sjer skiljast, að veraldarsagan hefir ekki sagt nægilega frá fyrstu heimsóknum hvítra manna til stranda Ameríku. Ævisaga Brendan fanst af til- viljun í handriti sem kallað er „The book of Hismore". Þessi mikilvægu skjöl fundust í His- more kastala í Waterford á Ir- landi og lýsa Brendan sem manni, sem óefað hefir verið uppi. Hann var fæddur í Trake árið 484 og dó 577, 93 ára gamall. f handritinu segir frá ráðagerð- um Brendans um ferðina yfir hið úfna og dularfulla haf, sem kallað er Atlantshaf. Hjer á eftir fer út- dráttur úr frásögninni: „Brendan hafði bygt þrjú stór skip og hafði þrennar áraraðir í hverju skipi, til þess að sigla yfir hinar háværu öldur hins dásam- lega en hræðilega, ólgandi hafs, þar sem þeir sáu í djúpunum hin rauðmyntu skrímsli sjávarins og marga stóra hvali í vesturhöfun- um. Skipin voru úr traustum inn- við og uxahúðum. Samskeyti og saumar vandlega þjettuð og tjörguð. Brendan og fjelagar hans tóku með sjer miklar birgðir, sem nægðu handa þeim í 70 daga, og svo olíu, til þess að bera á húð- irnar, auk ýmissa nauðsynlegra áhalda. Á skipunum voru siglutrje, og tilheyrandi reiðar. Þeir stigu svo á skipsfjöl, og er þeir höfðu fest seglin, hjeldu þeir suður á bóginn. Skipin voru stór og rúmgóð og vel útbúin í langa sjóferð. Á þeim var sextíu manna áhöfn, þar á meðal smiðirnir, sem unnið höfðu að byggingu skipanna. Eftir margra daga siglingu, er allar birgðir þeirra voru þrotnar, komu þeir að landi, sem var ákaf- lega hálent og klettótt, og með háum og bröttum árbökkum. Lækirnir komu úr hálendinu og runnu niður í sjó. Þeir gátu hvergi fundið lendingarstað, en þeir þjáðust mjög af hungri og þorsta. Þegar þeir höfðu siglt meðfram þessu einkennilega landi í þrjá daga, fundu þeir vík, þar sem þeir gátu lent skipum sínum. Brendan var einn af þeim trú- boðum, sem frland sendi til þess að koma á kristni meðal heiðingja erlendis. Er hann kom á land á strönd Carolínu, lagði hann leið sína til Ohio dalsins og hjelt því næst áfram suður á bóginn. Hann var meðal Indíána í Norður-Ame- ríku um sjö ára skeið. Meðan hann dvaldi í Ohio daln- um komst hann í kynni við hina fornu Indíána, sem kallaðir eru Toltecs. Þeir fluttu síðar til Mexico og þaðan til Mið-Ameríku. Þegar Cortez, spánski ævin- týramaðurinn, kom til Mexico í gullleit hitti hann þar fyrir þessa Toltecs. Þeir sögðu Cortez frá „hvíta manninum", sem hafði siglt þaðan burtu mörg hundruð árum áður á vængjum, — áttu þeir þá við seglin — eins og not- að var á spönsku skipunum. Indí- ánarnir köluðu hann Qultzalcoatl. Þetta var frlendingurinn Brend- an. Á landsbókasafninu í París er til ágrip á latnesku um ævintýri Brendans, sem nefnist „Sigling Brendans". Arabar þektu söguna og svo virðist sem sagan um ferð- ir Sinbads sje bygð á henni. Spán- verjar og Portúgalsmenn vissu einnig um Brendan. Sagt er, að Columbus hafi frjett um ferð Brendans til Ame- ríku og í raun og veru farið til Galway á írlandi til þess að afla sjer frekari upplýsinga um hana. Þegar Portúgalsmenn afsöluðu sjer rjettindunum á Kanaríeyj- um í hendur Spánverjum, þá fjall aði ein grein samningsins urn „Brendan“-eyjuna, landið, sem er ekki enn kannað. Sagan um Brendan er hulin í þoku fortíðarinnar og sagnfræð- ingamir virðast flestir hafa virt hana að vettugi. Það er samt á- kaflega eftirtektarverður þáttur í landafundasögunni og írska þjóðin heldur því fram, — eins og Bealy bendir á — að þetta hafi verið fyrsta ferðin, sem farin var yfir Atlantshaf og sagan um landafund hans, er hún breiddist út um Evrópu, hafi leitt til seinni landafunda".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.